Browsing Category

Frelsi

3G, Frelsi, Fróðleikur, GSM, Netið

póstur og sími ?

09/02/2010 • By

Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að nálgast tölvupóstinn í GSM símanum sínum eins og í dag. Google, Hotmail og fleiri hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir mikilvægi þess fyrir notandann að hafa aðgang að sínum upplýsingum á ferðinni. Það eru ekki bara mikilvægir menn í útlöndum með rándýra síma sem vilja og þurfa að hafa aðgang að tölvupóstinum sínum heldur líka ég og þú.

En hvernig ber maður sig að ? Það gæti ekki verið einfaldara.

Fyrir Gmail notendur er nóg að vísa símtækinu sínu á slóðina m.gmail.com. Þar er hægt að skoða tölvupóstinn í vefviðmóti en enn þægilegra er að ná í forritið sem að Google býður upp á endurgjaldslaust. Forritið sem virkar á flestum símum er einfalt í notkun og er meira að segja til á íslensku.

Hotmail notendur geta farið á slóðina mobile.live.com en þar er gott viðmót til að skoða og senda tölvupóst á ferðinni.

Fyrir Nokia notendur í Exchange umhverfi má benda á forritið Mail for Exchange sem að Nokia dreifir frítt fyrir ákveðna GSM síma. Það syncar fullkomnlega við Exchange umverfið, bæði póst, dagatal ásamt todo lista og contact upplýsingum.

Það er auðvelt að nota þessar þjónustur, hægt að skrifa með sér íslenskum stöfum og skoða og senda viðhengi og í raun flest allt sem að maður getur í sinni eigin tölvu.

mobile-gmail-pushes-the-limits-of-performance-thanks-to-html-5-2.jpg


3G, Afþreying, Frelsi, GSM, Hugbúnaður, Netið

M-ið

27/11/2008 • By

Að nota netið er á hverjum degi er órjúfanlegur þáttur í lífi okkar nú til dags. Netið notum við til að leita upplýsinga, skiptast á skoðunum við annað fólk eða jafnvel bara til að drepa tímann. Það má finna allt á netinu og það næstum samstundis. Hingað til hefur verið talið flókið eða dýrt að fara á netið í GSM símanum sínum, það er þó fjarri lagi að það sé flókið eða dýrt. Í raun hefur það aldrei verið einfaldara en akkúrat í dag.

Í gær var nýr farsímavefur Símans settur í loftið, vefur sem er hannaður sérstaklega fyrir GSM síma og verður vonandi fyrsta stopp hvers og eins til að fara á netið í símanum sínum. Þarna má sjá t.d. sjá helstu fréttir, hvað sé í bíó, skoða tölvupóstinn sinn og auðvitað margt margt fleira.

Það er til dæmis miklu þægilegra en margann hefði grunað að fara á farsímagátt Facebook og uppfæra stöðu sína og skrifa á vegginn hjá vinum sínum. Sömuleiðis virkar Hotmail og Gmail frábærlega í farsímanum, eitthvað sem eflaust margir eiga eftir að prófa. Enn fremur er hægt að fara á Youtube, horfa á kvöldfréttir og Kastljós og margt fleira.

Flestir viðskiptavinir Símans ættu að geta nýtt sér alla þessa mögulega samstundis á M-inu sem við köllum farsímagáttina. Slóðin er einföld, m.siminn.is. M-ið stendur fyrir „mobile” og er forskeytið m skeytt fyrir framan fjölmargar netslóðir til að auðkenna að um farsímavef sé að ræða. Ef einhver vandamál koma upp á í notkun á Youtube eða í sjónvarpsáhorfi í símanum þínum er eflaust um að ræða stillingarvandamál. Það er auðvelt að nálgast nýjar stillingar í símann þinn og þú færð þær samstundis í símann þinn.

Ég hvet ykkur til að  prófa M-ið, þið eigið fljótt eftir að sjá að það verður órjúfanlegur þáttur í netnotkun ykkar.

M-ið


3G, Allt, Auglýsing, Frelsi, GSM, Húmor, Sjónvarp

3G: Síminn breytir gangi sögunnar!

03/09/2007 • By

Þriðju kynslóðar net Símans verður tekið í almenna notkun á morgun, þriðjudaginn 4. september.

Við erum stolt af því að vera fyrst með 3G hér á landi og ekki síður stolt af samstarfi okkar við félag heyrnarlausra, en myndsímtöl gera heyrnarlausum kleift að tala saman með táknmáli í gegnum farsímann. Það má lesa nánar um þetta samstarf og vöruframboðið sem 3G hefur í för með sér í fréttatilkynningu Símans. Netmiðlarnir mbl.is og Vísir.is, sem og fréttastofur sjónvarpsstöðvanna hafa sömuleiðis gert þessum nýjungum góð skil.

Starfsmenn Símans hafa haft aðgang að kerfinu og nýju vörunum í rúmar 2 vikur og hafa þær mælst mjög vel fyrir, ekki síst 3G netkortið sem veitir frábæran netaðgang fyrir fartölvur hvar sem er á dreifisvæði þriðju kynslóðarinnar.

3G-auglýsingaherferðin byrjaði líka núna í kvöld og þar förum við nokkuð óhefðbundna leið til að vekja athygli á kostum myndsímtala. Dæmi hver fyrir sig 🙂


3G, Allt, Frelsi, GSM, Netið

3G!

17/08/2007 • By

Þriðju kynslóðar farsímakerfi Símans er komið í gagnið.

Starfsmenn fengu forsmekk á sæluna frá og með deginum í dag, en þjónustan mun standa viðskiptavinum Símans til boða á allra næstu dögum. Kerfið býður upp á margfaldan gagnaflutningshraða á við það sem hingað til hefur þekkst, sem opnar á algerlega nýja þjónustumöguleika.

Upplifunin á því að vafra um Vefinn í farsímanum er allt önnur og miklu betri; boðið er upp á farsímasjónvarp og hægt að hringja myndsímtöl.

Stóra byltingin felst samt ekki síst í því að nú er hægt að tengja fartölvur þráðlaust við Netið hvar og hvenær sem er með svokölluðum gagnakortum. Þannig þarf t.d. ekki að vera í vafa um að komast á Netið á mikilvægum fundi úti í bæ, auðvelt fyrir verktaka að tengjast á byggingarsvæðinu eða sendibílstjórann í bílnum sínum og jafnvel hægt að taka fartölvuna með á völlinn svona til að fylgjast með stöðunni í hinum leikjunum.

Fræðilega býður kerfið sem Síminn hefur sett var upp allt að 7,2 Mbit/s hraða, en sá hraði deilist reyndar niður á alla þá sem eru í sama sendireit, auk þess sem umhverfisþættir, s.s. fjarlægð frá sendi, byggingar, gróður, hólar og hæðir geta haft áhrif. Þannig er raunhæft að segja að hver notandi geti fengið um 2 Mbit/s hraða – ekki ósvipað algengum heimatengingum fyrir 2-3 árum síðan. Í framtíðinni verður svo hægt að auka afkastagetu kerfisins enn frekar.

Svæðið sem þjónustan nær til í fyrstu er höfuðborgarsvæðið allt og Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík. Frekari uppbygging stendur fyrir dyrum á öðrum helstu þéttbýlisstöðum, en þau plön verða nánar kynnt síðar.

Starfsmenn Símans hafa unnið þrekvirki í sumar. Sem dæmi hafa verið settir upp um 100 3G sendar og þá er ótalin vinna sem liggur í kerfisbúnaði, þróun lausna, samningum við birgja og efnisframleiðendur og svo mætti lengi telja. Það verður gaman að sjá viðtökurnar eftir helgi, þegar þessi fyrsta “bylgja” af 3G lausnum kemur á almennan markað, en svo er að sjálfsögðu meira í pípunum.

Ég læt þessu lokið með mynd sem tekin var í dag af Sjónvarpinu í Símanum keyrandi á Sony Ericsson W880i símanum mínum og tengt við hátalara – eða “heimabíókerfi fyrir álfa” eins og einn samstarfsmaður minn komst svo skemmtilega að orði 😉

Heimabíó fyrir álfa

Uppfært 17. ág, 2007: Breytti upplýsingum um tímasetningu. 3G mun standa almennum viðskiptavinum til boða á allra næstu dögum. Nánar um það síðar.


Allt, Frelsi, GSM

Hvernig virkar Frelsistilboðið?

27/07/2007 • By

Tilboðið Frelsið stöðvar tímann gildir eingöngu þegar fyllt er á í gegnum Mitt Frelsi og var sett í loftið til að kynna kosti Míns Frelsis betur. Tilboðið gildir til 1.september.

Tilboðið er þannig að gjaldfært er fyrir fyrstu 3 mínútur af símtali og síðan eru næstu 30 mínútur símtalsins á 0.kr. Þá er greitt fyrir fyrstu 3 SMS og 3 MMS skilaboð á sólahring en síðan eru næstu 30 SMS og 30 MMS skilaboð á 0.kr innan sólarhringsins. Sólarhringurinn hefst klukkan 12 á miðnætti og lýkur 24 tímum síðar.

Tilboðið gildir einungis í GSM númer hjá Símanum. Hægt er að fylla á Frelsið í gegnum talvél Míns Frelsis í síma 1441 eftir að debet eða kreditkort hefur verið skráð. Hægt er að skrá kortið á siminn.is, í næstu verslun Símans eða með því að hringja í gjaldfrjálst númer Þjónustuvers Símans, 800 7000. Einnig er hægt að fylla á í gegnum Mitt Frelsi viðmótið á siminn.is. Leggja þarf 1000 kr. eða meira inn og er þá tilboðið “Frelsið stöðvar tímann” virkt næstu 30 daganna.

Sé fyllt á Frelsið í gegnum Mitt Frelsi fyrir 1000 kr. eða meira er hægt að skrá og hringja í tvo GSM vini hjá Símanum í allt að 60 mínútur eða 60 sms á dag, sameiginlegur kvóti. Eru vinirnir þá virkir í 30 daga frá áfyllingunni. Eftir 1. september þarf að fylla á fyrir 2000 kr eða meira til að virkja 2 vini en allar 1000 kr. áfyllingar virkja einn GSM vin.
Hins vegar sé fyllt á Frelsið í gegnum heima- og hraðbanka fyrir 1000 kr. eða meira virkjast 1 GSM vinur.
Gott getur verið að kynna sér verðskrá Símans og ef það er eitthvað óljóst er auðvitað hægt skrifa ummæli á Blogg Símans til þess að fá nánari útskýringarFrelsi Klukka


Allt, Frelsi, GSM

Með Frelsið í fríinu

12/06/2007 • By

Skráðu þig í Mitt Frelsi áður en þú heldur í fríið. Nú svo einfalt að kaupa inneign með því að hringja í 1441 sem verður dregin af kredit- eða debet kortinu þínu. Eina sem þú þarft að gera er að smella á myndina og skrá þig.

Frelsi kubbur

Auk þess hægt að framkvæma allra nauðsynlegustu hluti sem þarf að hafa í huga þegar farið er í sumarfríið. Ef þú ert að fara til útlanda er hægt að nota Mitt Frelsi til þess að virkja þjónustuna. Þú getur líka skráð símavini, stillt hringiflutning og margt fleira. Sjáðu yfirlit yfir það sem Mitt Frelsi hefur upp á að bjóða.