Allt

Samsung Galaxy Note 7

August 16, 2016 • By

Vinir okkar hjá Samsung kynntu Note 7 nýverið og forsalan er hafin. Forsölutækin komast svo í hendur eigenda sinna 9.september. Þó er vert að taka fram að takmarkað magn verður í boði fyrst um sinn og því verður mögulega ekki hægt að afhenda öllum sitt tæki þann dag, þá mun gilda að þeir sem keyptu tækin fyrst í forsölu fá tækin sín afhent fyrst. Með öllum Note 7 keyptum í forsölu fylgir Gear VR sýndarveruleika gleraugu á meðan birgðir endast. Um er að ræða nýja og uppfærða útgáfu af þessum mögnuðu gleraugum.

Note 7 er arftaki Note 5 sem þó aldrei kom í sölu í Evrópu þannig að tæknilega er Note 7 arftaki Note 4 sem reyndist fjölmörgum vel enda frábær sími. Note 6 hefur aldrei verið til, Samsung eru að samstilla vörulínuna sína og þannig eru öll flaggskipin núna númer sjö. Talan sjö er ein gildishlaðnasta talan í Biblíunni fyrir þá sem hafa áhuga á slíku. Note 7 hefur verið að fá frábæra dóma hjá tæknipressunni. The Verge gefa honum 9.3 af 10 sem er fáheyrð niðurstaða, segja þetta besta Samsung síma frá upphafi og besta „stóra” síma sem til er. Kollegar þeirra hjá Engadget gefa honum 92 af 100 mögulegum og segja þetta einn besta ef ekki besta Android síma frá upphafi.

Note 7 er með sama innvols og S7 nema að skjár, stærð rafhlöðu og geymslupláss er stærra og meira, Note tækin hafa alltaf verið stærri en hin flaggskip Samsung ásamt því auðvitað að penninn sem hefur einkennt Note línuna frá upphafi er á sínum stað nema nú enn betri og næmari.

Note 7 er með skjástærð uppá  5,7 tommur  á meðan S7 er 5,1 tommu sími, stærðarmunurinn er því nokkur. Note 7 er með rúnnaðar hliðar og því útlitslega á pari við S7 edge nema auðvitað stærri. Myndavélin frábæra úr S7 er á sínum stað og síminn kemur úr kassanum með 64GB geymsluplássi. Nýjung í Note 7 er svokallaður IRIS skanni en hann nemur lithimnu augans og er þannig enn eitt öryggistækið til að aflæsa símanum, fingrafaraskanninn er svo á sínum stað. Með IRIS skannanum má svo líka búa til læsta möppu og forritin sem sett eru þangað opnast þá aðeins sé raunverulegur eigandi símans að  nota símann.

Hönnun Note7 er svo þannig að síminn virkar ekki eins stór og hann hljómar, tækið er t.d. minna en Nexus 6P og iPhone 6s Plus þrátt fyrir að skjástærðin sé sú sama og á Nexus símanum og stærri en á iPhone 6s Plus. Hönnunin er að sama skapi uppfærð frá S7 símunum þannig að þeir eru enn þægilegri í hendi.

Note 7 er vatns og rykvarinn skv. IP68 staðlinum rétt eins og S7 og S7 edge.

Forsalan fer aðeins fram á siminn.is


Allt

Verum í sambandi í allt sumar!

July 14, 2016 • By

Nú þegar EM er lokið og við á leið niður aftur úr skýjunum eftir ótrúlegt gengi strákanna okkar á mótinu leggja mörg okkar land undir fót, innanlands sem utan. Sá sem þetta skrifar mælir til dæmis sérstaklega með heimsókn í Mývatnssveitina, fallegri sveit er varla hægt að finna í heiminum.

Það er að mörgu að huga í fríinu, ekki bara að muna eftir veski, vegabréfi og góða skapinu heldur er nauðsynlegt að muna eftir hleðslutækjunum. Svo er líka ekki vitlaust að skoða Ferðapakkann okkar til að tryggja að símareikningurinn eftir frí í útlöndum komi nú ekki í bakið á neinun. Svo er sniðugt að heyra í okkar og skoða í sameiningu hvernig hægt sé að samnýta gagnamagnið sitt með snjalltækjum barnanna, 4G beini eða MiFi svo allir komist á netið.

Við eigum talsvert af tækjum sem gott er að hafa með í fríið, tækjum sem geta hlaðið á ferðinni, geta spilað tónlist fyrir alla að njóta eða bara fyrir þig á löngu flugi ásamt fullt öðru auðvitað. Hér er búið að taka saman brot af því besta.

Samsung Galaxy S7 og Galaxy S7 edge
Þessi tvö flaggskip Samsung, með myndavél sem allt getur, höggþolinn og vatnsþolinn og til í að grípa allt fríið þitt á mynd fyrir aðra að njóta á Facebook og Instagram. Minningarnar fá svo að lifa með þér og þínum um ókomin ár. Með öllum S7 og S7 edge fylgir Samsung orkukubbur til að hlaða tækið á ferðinni.

Xqisit Orkukubbur
Orkukubburinn er nauðsynlegur með í fríið, sértu ekki nálægt innstungu kemur hann til bjargar og getur hlaðið símann þinn nokkrum sinnum án þess að blikka. Fyrir Pokémon GO spilara er þetta þarfaþing, ekkert verra en að síminn drepi á sér einmitt þegar þú ert að ná Wigglytuff í Hlíðunum.

Bose SoundLink II Mini
Einn vinsælasti Bluetooth hátalari í heimi, getur spilað þráðlaust frá hvaða snjalltæki sem er. Hægt að tengja með snúru líka ásamt því að hann er með rafhlöðu og því tilvalinn í útileiguna eða bara út í garð á meðan verið er að bera viðarvörn á pallinn.

iGrill mini kjöthitamælir
Ekki láta steikina verða ofeldaða og þurra. Gleymdu lambalærinu bara á grillinu og farðu í frisbee við börnin eða nostraðu við sósuna í eldhúsinu á meðan. Kjöthitamælirinn sendir upplýsingar um hitastigið beint í símann þinn eða spjaldtölvuna og lætur vita rétt áður en réttum kjarnhita er náð. „Rólegur Ramsey” munu gestirnir segja við þig og heimta ábót.

JBL Pulse 2
Vatnsvarinn Bluetooth hátalari frá JBL sem ekki bara fyllir tjaldsvæðið af þinni tónlist heldur lýsir það upp líka, af því bara. 10 klukkustunda rafhlöðuending sem ætti að endast öflugustu partýpinnum.

Bose QC 25
Það er varla hægt að lýsa því hvernig er að vera t.d. í flugvél með þessi á höfðinu, þú ert einn í heiminum og heyrir hvorki í hreyflunum, flugþjónunum né barninu í sætinu fyrir aftan sem heimtar sælgæti. Þú ert bara að njóta þess að vera í fríi, það er ekkert flóknara. Bose heyrnartólin eru með einni bestu „noise canceling” tækni sem heyrnartól hafa upp á að bjóða og núlla því út nær öll umhverfishljóð þannig að þú heyrir bara það sem þú vilt heyra.

 

 


Endalaus Snjall
Allt

Það kostar ekkert að bæta við barni

June 20, 2016 • By

Það hefur kannski aldrei verið einfaldara að tækla heimilið og farsímanotkunina.

Með einni áskrift er hægt ná utan um alla fjölskyldumeðlimi, en málið flækist aðeins ef 12 börn eru á heimilinu. Sorrí!

Í Endalausa Snjallpakkanum okkar eru 30GB af gagnamagni og hægt að samnýta þau með betri helmingnum og skella korti í spjaldtölvuna.

Og hvað? Í pakkanum er hægt að velja nokkra hluti, allt eftir þörfum hvers og eins.

Samnýtt gagnamagn
Pakkinn inniheldur 30GB en auðvelt er að stækka í 100GB, 200GB eða 300GB, bara einn smellur með músinni og það er klárt.

Krakkakort
Börn yngri en 18 ára fá Krakkakort með Endalausu tali, Endalausum SMS-um og 1 GB af gagnamagni á 0 kr. Hægt er að fá allt að ellefu Krakkakort.

Fjölskyldukort
Tilvalið fyrir betri helminginn eða þá á heimilinu sem vilja samnýta gagnamagnið. Símtöl og SMS eru Endalaus auðvitað á Fjölskyldukortinu.

Gagnakort
Er 4G beinir (router), MiFi eða spjaldtölva með 3G/4G möguleika á heimilinu. Skellið Gagnakorti í tækið sem samnýtir þá gagnamagn pakkans og því hægt að nota tækin áhyggjulaus á ferð um landið og í sumarbústaðnum.

Svo má ekki gleyma að þeir sem eru með Spotify Premium hjá Símanum streyma allri tónlist á 0 kr yfir farsímakerfið okkar. Því er hægt að hlusta á alla heimsins tónlist án þess að hlustunin sé að éta upp gagnamagnið.

Allar nánari upplýsingar á siminn.is og hjá okkar frábæru ráðgjöfum í 8007000.

 

 


Allt

SkjárEinn verður að Sjónvarpi Símans

June 1, 2016 • By

Í dag var SkjárEinn endurskírður Sjónvarp Símans en nýtt nafn endurspeglar umbyltinguna sem hefur orðið á bæði stöðinni og ekki síst Símanum sjálfum. Við höfum lagt mikla áherslu á afþreyingu og efni sem sést meðal annars á samningum um EM2016 en Sjónvarp Símans sýnir alls 25 leiki frá EM í opinni dagskrá en SíminnSport mun sýna aðra leiki. Sjónvarp Símans býr að efni frá öllum helstu framleiðendum heims; 20th Century Fox, Disney, CBS, Showtime og mörgum öðrum ásamt The Voice Ísland og Biggest Loser Ísland sem margir þekkja.

SkjárEinn flutti aðstöðu sína frá Skipholti í Ármúla fyrir rúmu ári og var dagskráin opnum öllum í október 2015. Þá stofnaði Síminn streymisveituna SkjárEinn hjá Símanum sem hefur fleiri áskrifendur í dag en SkjárEinn hafði áður sem áskriftarstöð. SkjárEinn hjá Símanum heitir nú Sjónvarp Símans Premium.

Yfir 5000 klukkustundir af efni má finna í streymisveitunni og notkun á henni hefur aukist gífurlega hratt en í maí var met slegið og yfir 600,000 spilanir framkvæmdar. Forsýningar, það eru þættir sem ekki er búið að sýna í línulegri dagskrá en eru aðgengilegir í Sjónvarpi Símans Premium (áður SkjárEinn hjá Símanum) voru spilaðar yfir 100,000 sinnum.

Breytingin nær ekki bara yfir sjónvarpsstöðina heldur allar aðrar þjónustur. SkjárEinn er því Sjónvarp Símans, SkjárBíó verður að SíminnBíó, SkjárKrakkar að SíminnKrakkar og SíminnHeimur kemur í stað SkjásHeims. Hringnum er því lokað í dag og mætti segja að sameiningu félaganna sem að fullu lokið í dag.

Sjónvarp Símans sem sjónvarpsstöð verður áfram frístöð og opin öllum.

 

Sjónvarp Símans


EM2016
Allt

EM2016 hjá Símanum

May 20, 2016 • By

 

Nú styttist í að boltinn fari að rúlla á EM2016, bæði á SkjáEinum og SíminnSport. Alls verða 25 leikir í opinni dagskrá en þeir verða sýndir á SkjáEinum á meðan 26 leikir fara fram á SíminnSport.

EM2016 hjá Símanum verður ekki bara fótbolti í 90 mínútur með 22 leikmönnum, dómurum, starfsfólki og forsvarsmönnum UEFA í stúkunni heldur svo miklu meira, sérstaklega fyrst að Íslenska karlalandsliðið verður með í fyrsta skipti á stórmóti. Þetta verður sannkölluð þjóðhátíð sem við ætlum að sýna frá eins vel og við getum með úrvalsfólki í hverri stöðu.

Þorsteinn J. heldur utan um mótið, reynslubolti þegar kemur að stórmótum sem þessum og fyrir margt löngu búinn að sanna sig sem toppeintak í svona verkefni. Þorsteinn stýrir allri umfjöllun um mótið í EM svítunni á svölum Gamla Bíós, ásamt Pétri Marteinssyni og stórum hópi sérfræðinga sem munu spá í spilin fyrir leiki, greina leikinn og allt sem þarf að ræða að leik loknum og meira til. Fyrir alla leiki Íslands verður tveggja tíma upphitun enda spennustig þjóðarinnar ansi hátt, eftir leiki munum við sýna frá öllu því sem þarf að sýna frá enda þurfum við ekkert að skipta yfir í áður auglýsta dagskrárliði. Við erum í þessu til að sýna frá EM2016!

Hugrún og Sigríður Þóra munu fanga stuðið á Íslandi, heima og að heiman í þættinum EM á 30 mínútum sem fer í loftið þegar að síðasta leik hvern dags er lokið. Þær taka fyrir allt það helsta frá deginum ásamt því að sýna okkur allt hitt, allt sem gerist í kringum leikina, leikmennina og einfaldlega þjóðina alla ásamt því að taka púlsinn á netinu, mun #emísland trenda á Twitter? EM á 30 mínútum beinir augunum  líka að mannlega sjónarhorninu og þannig stækkum við sviðsmyndina út fyrir völlinn sem spilað er á.

Gummi Ben mun lýsa yfir 20 leikjum í keppninni, það eitt og sér er frábært. Um er að ræða fyrsta lánssamning Íslandssögunnar í stétt þula og þökkum við félögum okkar hjá 365 kærlega fyrir þessa stoðsendingu. Valtýr Björn mun einnig lýsa leikjum ásamt Geir Magnússyni sem margir muna eftir en hann tekur hljóðnemann aftur úr hillunni og stígur fram á stóra sviðið. Heiðar Austmann, útvarpsmaður mun svo sömuleiðis taka að sér að lýsa leikjum. Heiðar er nýgræðingur þegar kemur að því að lýsa leikjum en öll reynslan úr útvarpinu mun nýtast honum vel.

EM2016 er ein stærsta stundin í íslenskum fótbolta, Ísland spilar 3 leiki í riðlakeppninni og allt getur gerst. Við hvetjum alla áhorfendur til að taka þátt í þessu með okkur á Facebook, Twitter, Instgram, Snapchat og bara alls staðar með #EM2016. Við viljum endilega fá skilaboð, myndir, video og bara allt í gegnum samfélagsmiðla eða á netfangið em2016@siminn.is.

Áfram Ísland!


Allt, Sjónvarp

Við förum öll á EM2016

April 22, 2016 • By

Þann 10.júní hefst EM2016 í knattspyrnu og eins og allir vita er karlalandslið Íslands að fara að mæta í fyrsta skipti á stórmót. Það verða augu nær allra Íslendinga væntanlega límd við sjónvarpið, símann eða spjaldtölvuna þegar að Aron Einar fyrirliði Íslands tekur í hendi fyrirliða Portúgal sem við mætum í fyrsta leik. Fyrirliði Portúgals er Ronaldo, það er bara þannig. Hvílík byrjun á móti!

EM2016 er stærra en nokkru sinni áður, 24 lið taka þátt í stað 16 liða áður í alls sex riðlum og spilaðir verða 51 leikur. Þetta verður sannkölluð knattspyrnuveisla.

Karlalandsliðið í fótbolta

Mótið verður sýnt á tveimur rásum, SíminnSport og opnu leikirnir verða einnig sýndir á SkjáEinum. Bein útsending hefst a.m.k klukkustund fyrir hvern leik en eitthvað lengri útsendingar verða fyrir leiki Íslendinga enda standa þeir okkur nærri. Þorsteinn J. mun stýra útsendingum af sinni alkunnu snilld ásamt því að Hugrún Halldórsdóttir og Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir taka stöðuna á mannlega þættinum enda svona mót miklu meira en bara fótbolti. Pétur Marteins verður sérstakur sérfræðingur ásamt því að vel valdir gestir munu líta við.

Gummi Ben mun lýsa helstu leikjum mótsins, besti lýsandinn sem við eigum og hefur hann verið fengin til láns frá 365 sem við kunnum þeim miklar þakkir fyrir.

Spilað verður klukkan 13:00, 16:00 og 19:00 að íslenskum tíma og hver dagur verður svo gerður upp í lok dags klukkan 21:15 í þættinum EM á 30 mínutum.

25 leikir verða í opinni dagskrá en 26 leikir munu þarfnast áskriftar. Áskriftarstöðin SíminnSport verður aðgengileg í Sjónvarpi Símans, á myndlyklum Vodafone og myndlyklum 365.

EM2016 kostar aðeins 6.900 kr og er aðeins um eitt verð að ræða, enga bindingu og óþarfi er að segja áskriftinni upp því hún rennur út sjálfkrafa að móti loknu.

Þeir sem tryggja sér áskrift fyrir 31.maí geta látið 500 kr renna til síns knattspyrnufélags, þannig styrkirðu þitt félag um leið og þú græjar áskrift að EM2016. Einnig mun heppinn áskrifandi verða dreginn út og vinna ferð á leik Íslands og Austurríkis.

Þú missir ekki af neinu með áskrift að EM2016


Allt, Sjónvarp

Nýjungar í Sjónvarpi Símans

April 5, 2016 • By

Við hjá Símanum erum stolt af Sjónvarpi Símans enda þjónusta sem er þróuð innanhúss hjá okkur og af okkar fólki. Í þessari viku fer uppfærsla í loftið sem mun breyta ásýnd SkjáEins hjá Símanum ásamt því að nokkrir möguleikar bætast við fyrir alla sem margir hafa beðið eftir.

SkjárEinn hjá Símanum

Í SkjáEinum hjá Símanum eru nú nærri 5.000 klukkustundir af efni, sem einfaldlega bíður þín. Í uppfærðu viðmóti fyrir SkjáEinn hjá Símanum má nú auðveldlega finna allt þetta efni á einum og sama staðnum. Hægt er að stjörnumerkja þitt uppáhaldsefni þannig að það sé alltaf efst og því enn styttra en áður að komast beint í þína uppáhaldsþætti. Allir þættirnir eru þarna aðgengilegir á einum stað ásamt þeim kvikmyndum sem að SkjárEinn sýnir.

Við mælum með að stjörnumerkja þá þætti sem þið horfið hvað mest á, þannig er alltaf auðvelt að nálgast þá og viðmótið lætur vita þegar nýjir þættir bætast við. Sem er auðvitað bara snilld.

SkjárEinn hjá Símanum

Undir hverjum þætti er svo búið að einfalda hlutina þannig að auðvelt er að flakka á milli og Sjónvarp Símans sýnir hvert þú varst komin ef þú hættir í miðjum þætti, sýnir hvaða þætti þú ert búinn með og Sjónvarp Símans spyr svo hvort að þú viljir halda áfram í næsta þátt þegar að þáttur klárast.

Good Wife

 

Tímaflakk og VoD

Margir hafa beðið eftir tveimur smávægilegum breytingum í Sjónvarpi Símans er snúa að Tímaflakki og VoD. Þær kunna að vera smávægilegar en breyta ansi miklu fyrir marga. Nú er til dæmis hægt að segja Sjónvarpi Símans að halda áfram í Tímaflakki alveg þangað til að áhorfandinn stoppar það af. Sem þýðir til dæmis fyrir yngstu kynslóðina  að hægt er að skella fyrsta dagskrárlið barnatímans í gang og láta hann svo rúlla og rúlla, foreldrarnir geta því mögulega legið aðeins lengur upp í rúmi og jafnað sig í stað þess að þurfa að stökkva á fjarstýringuna eftir hvern þátt.

10

Að sama skapi er nú hægt að velja að allt efni í Tímaflakki og VoD sé spilað í HD (háskerpu) sé slíkt í boði. Þannig mun Sjónvarp Símans alltaf spila efnið í bestu mögulegu gæðum sem tiltæk eru, ef efnið er ekki fyrir hend í HD eru hefðbundin gæði spiluð en annars alltaf HD.

7

 

Það tekur nokkra daga fyrir uppfærsluna að ná til allra og mun hún birtast sjálfkrafa í Sjónvarpi Símans.


Allt

Páskar – Opnunartími

March 23, 2016 • By

Opnunartími verslana Símans og 8007000 yfir páskana er eftirfarandi:

Verslun Símans Kringlunni

24.mars (Skírdagur) : Opið kl 13 -18
25.mars (Föstudagurinn langi) : Lokað
26.mars (Laugardagur) : Opið kl 10-18
27.mars (Páskadagur) : Lokað
28.mars (Annar í páskum) : Lokað

Verslun Símans Smáralind

24.mars (Skírdagur) : Opið kl 13 -18
25.mars (Föstudagurinn langi) : Lokað
26.mars (Laugardagur) : Opið kl 11-18
27.mars (Páskadagur) : Lokað
28.mars (Annar í páskum) : Lokað

Verslun Símans Glerártorgi, Akureyri

24.mars (Skírdagur) : Opið kl 13 -17
25.mars (Föstudagurinn langi) : Lokað
26.mars (Laugardagur) : Opið kl 10-17
27.mars (Páskadagur) : Lokað
28.mars (Annar í páskum) : Opið kl 13-17

8007000 – Tæknileg aðstoð

24.mars (Skírdagur) : Opið kl 10-22
25.mars (Föstudagurinn langi) : Opið kl 12-22
26.mars (Laugardagur) : Opið kl 10-22
27.mars (Páskadagur) : Opið kl 12-22
28.mars (Annar í páskum) : Opið kl 10-22

Söluráðgjöf og reikningasvörun er lokuð yfir páskana ásamt Netspjalli á siminn.is

Neyðarþjónusta 907-7000 utan opnunartíma er opin alla daga frá klukkan 7:30 til opnunar og frá lokum til 23:30.

 


Allt

Apple kynning

March 21, 2016 • By

Apple luku fyrr í kvöld árlegri vörukynningu sinni en í þetta skiptið voru það nýr iPhone og iPad Pro sem stóður uppúr en einnig var farið yfir nýjungar í iOS stýrikerfinu, tvOS sem nýja AppleTV keyrir á og watchOS sem að Apple úrið keyrir á.

iPhone SE

Fyrir þá sem vilja iPhone 6s en finnst hann of stór og horfa til fyrri iPhone tækja þegar kemur að hinni fullkomnu skjástærð er nýji síminn iPhone SE tækið sem viðkomandi ætti að horfa hýru auga til.

Síminn er með öllu því magnaða innvolsi sem að iPhone 6s hefur en er með 4″ skjá eins og iPhone 5s var. A9 örgjörvinn og M9 hliðarörgjörvinn eru í tækinu ásamt 12MP myndavél en myndavélin að framan er 1.2MP. Myndavélin styður Live Photos sem Apple kynntu með 6s og 6s Plus ásamt því að retina flassið er einnig í iPhone SE. Hér er því um að ræða frábært tæki nema í minni umgjörð, eina sem í raun vantar er 3D Touch virknin.

Ekki liggur fyrir hvenær iPhone SE kemur til Íslands eða hvað hann mun kosta en við munum auðvitað láta vita af því um leið og við fáum frekari upplýsingar frá Apple.

iPhone SE

iPad Pro

Apple kynntu svo líka nýtt tæki í iPad Pro vörulínunni sinni en sá nýji er með 9,7″ skjá á meðan að hinn iPad Pro er með 12,9″ skjá. Innvolsið úr þeim stærri er hér komið í minni umgjörð, sömu umgjörð og iPad Air spjaldtölvurnar hafa og allir þekkja.

Tækið er með A9X örgjörva eins og sá stærri og M9 örgjöva nema að búið er að hækka klukkuhraðann eilítið í A9X enda minni skjár sem tækið þarf að keyra á. Sá minni virkar einnig með pennanum og öllum þeim fjölmörgu aukahlutum sem til eru nú þegar í dag fyrir iPad Pro. iPad Pro er svo með myndavélina úr iPhone 6S þannig að fyrir þá sem vilja taka myndir á spjaldtölvuna sína er hægt að treysta á að myndirnar komi vel út.

iPad Pro

iOS 9.3

Stærsta viðbótin í uppfærðu iOS er án nokkurs vafa Night Shift sem stillir skjáinn eftir tíma dags þannig að hann á að þreyta augun minna, þannig á að vera auðveldara að sofna eftir að hafa starað á skjáinn fyrir svefninn. Þeir sem þekkja f.lux vita að þetta svínvirkar en f.lux er til fyrir helstu stýrikerfi en nú er sú virkni hér innbökuð í stýrikerfið frá Apple. Fyrir áhugasama PC og Mac notendur mæli ég með f.lux, það tekur smá tíma að venjast en svo getur maður varla ímyndað sér lífið án þess. Næsta útgáfa af Android stýrikerfinu sem kallast Android N mun einnig hafa svipaða virkni en hún er nú þegar komin í prufuútgáfum af stýrikerfinu.

Hafa ber svo í huga að Night Shift mun aðeins virka í iPhone 5s og nýrri símum, ekki til dæmis iPhone 5c og iPhone 4. Fyrsti iPad mini mun heldur ekki fá Night Shift og aðeins iPad Air og nýrri ásamt iPad Pro. Sjöttu kynslóðar iPod touch er eina iPod tækið sem mun fá þessa virkni þó að all tækin njóta vissulega iOS 9.3 og allra þeirra betrumbóta sem þar eru að finna undir húddinu.


S7 Edge
Allt

Samsung Galaxy S7

February 21, 2016 • By

Á morgun mánudag byrjar í Barcelona stærsta fagsýning í heiminum er snýr að öllu tengdu GSM tækninni, allt frá farsímasendum, tækjum og öllu þar á milli. Núna rétt áðan héldu Samsung stærðarinnar viðburð í Barcelona þar sem Galaxy S7 og S7 edge voru kynntir til leiks.

ÚTLIT
Útlitslega eru símarnir eins og S6 og S6 edge nema aðeins er búið að þróa hana áfram og símarnir þægilegri í hendi. Skjástærðirnar eru 5.1″ (S7) og 5.5″ (S7 edge) og þó að S7 Edge sé 5.5″ að stærð er þægilegt að nota símann með annari hendi.

VIRKNI
Margir söknuðu minniskortaraufar og IP68 (vatns og rykþolni) í S6 og Samsung hafa svarað kallinu, S7 og S7 edge eru með rauf fyrir SD kort og IP68.

SKJÁRINN
Skjárinn er að vanda frábær, Samsung eru með vinningsformúlu í höndunum þegar kemur að Super AMOLED skjám en upplausnin er 2560×1440.

Myndavélin
Myndavélin er 12MP, með nýrri Dual Pixel myndvinnsluflögu og tækin taka enn betri myndir en áður og þá sérstaklega í aðstæðum þar sem birta er af skornum skammi. Myndavélin er sömuleiðis fljótari að ná fókuspunkti en áður og er með hristivörn svo að video séu nú stöðu og góð.

ALLT HITT
S7 og S7 edge eru með 4GB af vinnsluminni og skjárinn skartar AlwaysOn virkni sem þýðir að hægt er að sjá helstu upplýsingar án þess að kveikja á skjánum sem sparar rafhlöðu og flýtir auðvitað fyrir. S7 er með 3000mAh rafhlöðu en S7 edge 3600mAh, Samsung segja rafhlöðuendinguna talsvert betri en í forveranum S6. Símarnir styðja auðvitað fast charing og þráðlausa hleðslu.

Forsala á S7 og S7 edge er hafin frá og með núna. Með forsölueintökum fylgja Samsung Gear VR sýndarveruleikagleraugu að verðmæti 19.990kr. Forsölutækin verða svo afhent þann 8.mars.