blogg
Allt

Þekkir þú persónurnar?

October 10, 2016 • By

Í Sjónvarpi Símans Premium er að finna yfir 5.500 klukkustundir af allskonar sjónvarpsþáttum. Við hjá Símanum spyrjum því, hversu vel þekkir þú persónurnar úr þessum þáttum? Allar þessar persónur má auðvitað finna inn í Sjónvarpi Símans Premium.

Ekki til betri hlutur á mánudegi en að hendast í smá spurningakeppni. Við munum verðlauna nokkra þáttakendur sem svara öllu rétt með glaðningi frá okkur.

 


Allt

Nýtt í Sjónvarpi Símans í október

September 27, 2016 • By

Í dag eru yfir 5,500 klukkustundir af efni inn í Sjónvarpi Símans Premium, þeir sem nota þjónustuna eru að leigja um 800.000 leigur á mánuði. Nóg er af drama, spennu, gríni og raunveruleikaþáttum ásamt öðru efni, þannig ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Í október er nóg af frábæru efni á leið inn, svona af því helsta sem kemur nýtt í október mætti nefna:

Arrested Development
Af heilum seríum mætti helst nefna allar þáttaraðirnar af Arrested Development. 22 tilnefningar til Emmy verðlauna, Golden Globe verðlaun og þættirnir eru á hinum og þessum listum yfir besta sjónvarpsefni allra tíma. Algjörlega frábærir grínþættir sem fjalla um Bluth fjölskylduna og líf þeirra.

arresteddevelopment

24
Við bætum tveimur sólarhringum af Jack Bauer, Chloe og félögum í CTU inn þar sem þáttaraðir þrjú og fjögur koma inn. Fyrir þá sem ekki þekkja svaðilfarir Jack Bauer (leikinn af Kiefer Sutherland) að þá er hver þáttur klukkustund í lífi hans og þeirra verkefna sem hann þarf að leysa til að tryggja að Bandaríkin og bara heimurinn allur sé öruggur staður til að vera á. Hver þáttaröð er því 24 þættir, eða 24 tímar í lífi Jacks og samstarfsmanna hans hjá CTU (Counter-Terrorist Unit). Jack Bauer gerir allt sem hann þarf til að leysa málin, hann er ekki mikið fyrir að fylgja skipunum til að ná markmiðum sínum.

jackbauer

The Killing
Fjórða og síðasta þáttaröðin í The Killing kemur inn þar sem Sarah Linden og Stephen Holder rannsaka myrk sakamál. Byggir upprunalega á dönsku þáttunum Forbrydelsen sem margir þekkja þó strengurinn frá þeim sé löngu slitinn. Frábærir þættir sem allir unnendur sakamálaþátta ættu að kíkja á.

The Killing

Legends
Fyrsta þáttaröðin dettur inn í Sjónvarp Símans Premium þar sem við fylgjumst með Sean Bean í hlutverki Martin Odum sem starfar hjá FBI. Frá framleiðendum Homeland og 24 og því hefðin að gera spennuþætti til staðar. Kannski ekki frumlegustu þættir í heimi fyrir þá sem allt hafa séð en Sean Bean heldur þeim uppi með frábærum leik sínum ásamt Ali Larter.

Legends

This is Us
Sá þáttur sem margir telja að verði einn af þeim stærstu í vetur, splunkunýir „dramedy” (drama og grín) þættir þar sem segir sögu ólíkra einstaklinga sem öll eiga sama afmælisdaginn. Aðeins er búið að sýna tvo þætti af This is Us í Bandaríkjunum en báðir hafa fengið frábærar móttökur gagnrýnenda.

En það eru ekki bara sjónvarpsþættir og heilar þáttaraðir í Sjónvarpi Símans Premium. Í október bætast 30 kvikmyndir við af öllum toga. Má þar til dæmis nefna hinar sígildu Pretty Woman, Grosse Point Blank, The Royal Tenenbaums og Turner & Hooch. Kvikmyndirnar 30 eru :

Pretty Woman
Runaway Bride
Turner & Hooch
The Royal Tenenbaums
Raising Helen
Can’t Buy Me Love
Green Card
The Proposal
Sweet Home Alabama
While You Were Sleeping
Evelyn
They Came Together
Keeping Mum
Monster’s Ball
Race To Space
The Prince and Me
Shattered Glass
Step Up
Waiting…
P.S. I Love You
The Hitchhiker’s Guide to the Galaxy
Grosse Pointe Blank
Air Force One
Insomnia
The Hurricane
The Ladykillers
Evita
Mystery, Alaska
Father of the Bride
Father of the Bride II

pretty woman

 


Allt

iPhone 7 og iPhone 7 Plus

September 7, 2016 • By

Sumarið að verða búið og það þýðir aðeins eitt. Það er að koma nýr iPhone.

Apple voru með fyrr í dag kynningu á nýjum iPhone, uppfærðu Apple Watch snjallúri, iOS 10 og ýmsu öðru.

iPhone 7

iPhone 7 og iPhone 7 Plus

Nýju tækin eru keimlík iPhone 6s við fyrstu sýn enda hönnunin tímalaus og þekkt þó að margir hefðu mögulega óskað sér að einhverjar framfarir yrðu á ytri byrði símans. Bakhliðin er þó ekki mött eins og áður heldur glansar hún en þróunin á innviðum tækisins er þess meiri. Litirnir eru þeir sömu og áður nema að Space Grey útgáfan kveður en svartur kemur í stað hennar ásamt einhverju sem Apple kalla jet black sem er enn dekkri og verður aðeins í boði í 128GB og 256GB útgáfunum,

Það sem gleður flesta er væntanlega að nú eru iPhone símar orðin vatns og rykheldir (upp að vissu marki) skv. svokölluðum IP67 staðli sem er frábært fyrir tækjaóða Íslendinga þar sem veðrið getur verið eins og það er.

Tengið fyrir heyrnartól, hinn svokallaði mini-jack er horfinn. Tengið sem hefur fylgt okkur frá vasadiskóum til síma gærdagsins er horfið. Apple hafa aldrei verið óhræddir við að stíga skref sem þessi en þeir voru fljótir að hætta með geisladrif í fartölvunum sínum sem dæmi svo þær gætu verið þynnri. Nú tengjast heyrnartól við Lightning tengið sem áður var notað til að hlaða símana en gegnir nú tvöföldu hlutverki ásamt því að þráðlaus heyrnartól munu auðvitað virka vel. Örvæntið þó ekki, millistykki fylgir með til að tengja heyrnartólin ykkar sé áhugi fyrir því. Og iPhone er nú með stereo hátalara í stað mono áður.

Önnur stór uppfærsla er geymsluplássið. 16GB útgáfan er fösuð út, eitthvað sem margir hafa óskað sér enda 16GB ansi lítið af plássi árið 2016. 32GB útgáfan er því minnsta útgáfan í dag sem hægt er að fá. 128GB og 256GB útgáfur eru svo í boði.

Myndavélin í iPhone 7 hefur fengið væna uppfærslu. Nú skartar myndavélin „optical image stabilization” sem mætti kalla hristivörn sem gerir myndbandsupptöku stöðugri. Hana var áður að finna í iPhone 6s Plus. Ljósopið er stærra, hleypir 50% meira ljósi inn ásamt nýrri 12MP myndflögu sem er afkastar 60% meira en fyrri tæki. Fjórfalt flass er kynnt til sögunnar og myndavélin á framhliðinni fær einnig væna uppfærslu.

Myndavélin í iPhone 7 Plus fær þó enn stærri og merkilegri uppfærslu. Nú eru tvær myndavélar, venjuleg 28mm linsa og 60mm linsa sem getur zoomað tvöfalt án þess að tapa myndgæðum. iPhone 7 Plus skiptir sjálfkrafa á milli linsanna og hægt er að zooma enn nær, allt að 10x en þá minnkar þó myndflöturinn. LG og Huawei hafa áður kynnt síma sem tvöföldum linsum og verður áhugavert að sjá hvernig Apple nálgast þetta, þeir hafa alltaf verið með þeim fremstu þegar kemur að gæðum myndavéla í snjallsímum og eflaust ekkert á áætlun hjá þeim að slaka á þar.

Örgjörvinn er svo uppfærður, enn hraðari en áður og rafhlöðuending á að vera betri. Skjárinn er að sama skapi orðin betri en það er kannski ekkert til að kryfja sérstaklega hér.

iPhone 7 og iPhone 7 Plus koma í sölu hjá Símanum föstudaginn 23.september. Forsala hefst eitthvað fyrr og bíðum við eftir frekari fréttum frá Apple hvenær hún skuli hefjast. Hvað símarnir munu svo kosta er ekki ljóst þegar þetta er skrifað, það mun þó auðvitað liggja fyrir þegar að forsalan hefst.

iphone7plus-matblk-pb_iphone7-jetblk-pb_pr-print


Allt

Samsung Galaxy Note 7

August 16, 2016 • By

Vinir okkar hjá Samsung kynntu Note 7 nýverið og forsalan er hafin. Forsölutækin komast svo í hendur eigenda sinna 9.september. Þó er vert að taka fram að takmarkað magn verður í boði fyrst um sinn og því verður mögulega ekki hægt að afhenda öllum sitt tæki þann dag, þá mun gilda að þeir sem keyptu tækin fyrst í forsölu fá tækin sín afhent fyrst. Með öllum Note 7 keyptum í forsölu fylgir Gear VR sýndarveruleika gleraugu á meðan birgðir endast. Um er að ræða nýja og uppfærða útgáfu af þessum mögnuðu gleraugum.

Note 7 er arftaki Note 5 sem þó aldrei kom í sölu í Evrópu þannig að tæknilega er Note 7 arftaki Note 4 sem reyndist fjölmörgum vel enda frábær sími. Note 6 hefur aldrei verið til, Samsung eru að samstilla vörulínuna sína og þannig eru öll flaggskipin núna númer sjö. Talan sjö er ein gildishlaðnasta talan í Biblíunni fyrir þá sem hafa áhuga á slíku. Note 7 hefur verið að fá frábæra dóma hjá tæknipressunni. The Verge gefa honum 9.3 af 10 sem er fáheyrð niðurstaða, segja þetta besta Samsung síma frá upphafi og besta „stóra” síma sem til er. Kollegar þeirra hjá Engadget gefa honum 92 af 100 mögulegum og segja þetta einn besta ef ekki besta Android síma frá upphafi.

Note 7 er með sama innvols og S7 nema að skjár, stærð rafhlöðu og geymslupláss er stærra og meira, Note tækin hafa alltaf verið stærri en hin flaggskip Samsung ásamt því auðvitað að penninn sem hefur einkennt Note línuna frá upphafi er á sínum stað nema nú enn betri og næmari.

Note 7 er með skjástærð uppá  5,7 tommur  á meðan S7 er 5,1 tommu sími, stærðarmunurinn er því nokkur. Note 7 er með rúnnaðar hliðar og því útlitslega á pari við S7 edge nema auðvitað stærri. Myndavélin frábæra úr S7 er á sínum stað og síminn kemur úr kassanum með 64GB geymsluplássi. Nýjung í Note 7 er svokallaður IRIS skanni en hann nemur lithimnu augans og er þannig enn eitt öryggistækið til að aflæsa símanum, fingrafaraskanninn er svo á sínum stað. Með IRIS skannanum má svo líka búa til læsta möppu og forritin sem sett eru þangað opnast þá aðeins sé raunverulegur eigandi símans að  nota símann.

Hönnun Note7 er svo þannig að síminn virkar ekki eins stór og hann hljómar, tækið er t.d. minna en Nexus 6P og iPhone 6s Plus þrátt fyrir að skjástærðin sé sú sama og á Nexus símanum og stærri en á iPhone 6s Plus. Hönnunin er að sama skapi uppfærð frá S7 símunum þannig að þeir eru enn þægilegri í hendi.

Note 7 er vatns og rykvarinn skv. IP68 staðlinum rétt eins og S7 og S7 edge.

Forsalan fer aðeins fram á siminn.is


Allt

Verum í sambandi í allt sumar!

July 14, 2016 • By

Nú þegar EM er lokið og við á leið niður aftur úr skýjunum eftir ótrúlegt gengi strákanna okkar á mótinu leggja mörg okkar land undir fót, innanlands sem utan. Sá sem þetta skrifar mælir til dæmis sérstaklega með heimsókn í Mývatnssveitina, fallegri sveit er varla hægt að finna í heiminum.

Það er að mörgu að huga í fríinu, ekki bara að muna eftir veski, vegabréfi og góða skapinu heldur er nauðsynlegt að muna eftir hleðslutækjunum. Svo er líka ekki vitlaust að skoða Ferðapakkann okkar til að tryggja að símareikningurinn eftir frí í útlöndum komi nú ekki í bakið á neinun. Svo er sniðugt að heyra í okkar og skoða í sameiningu hvernig hægt sé að samnýta gagnamagnið sitt með snjalltækjum barnanna, 4G beini eða MiFi svo allir komist á netið.

Við eigum talsvert af tækjum sem gott er að hafa með í fríið, tækjum sem geta hlaðið á ferðinni, geta spilað tónlist fyrir alla að njóta eða bara fyrir þig á löngu flugi ásamt fullt öðru auðvitað. Hér er búið að taka saman brot af því besta.

Samsung Galaxy S7 og Galaxy S7 edge
Þessi tvö flaggskip Samsung, með myndavél sem allt getur, höggþolinn og vatnsþolinn og til í að grípa allt fríið þitt á mynd fyrir aðra að njóta á Facebook og Instagram. Minningarnar fá svo að lifa með þér og þínum um ókomin ár. Með öllum S7 og S7 edge fylgir Samsung orkukubbur til að hlaða tækið á ferðinni.

Xqisit Orkukubbur
Orkukubburinn er nauðsynlegur með í fríið, sértu ekki nálægt innstungu kemur hann til bjargar og getur hlaðið símann þinn nokkrum sinnum án þess að blikka. Fyrir Pokémon GO spilara er þetta þarfaþing, ekkert verra en að síminn drepi á sér einmitt þegar þú ert að ná Wigglytuff í Hlíðunum.

Bose SoundLink II Mini
Einn vinsælasti Bluetooth hátalari í heimi, getur spilað þráðlaust frá hvaða snjalltæki sem er. Hægt að tengja með snúru líka ásamt því að hann er með rafhlöðu og því tilvalinn í útileiguna eða bara út í garð á meðan verið er að bera viðarvörn á pallinn.

iGrill mini kjöthitamælir
Ekki láta steikina verða ofeldaða og þurra. Gleymdu lambalærinu bara á grillinu og farðu í frisbee við börnin eða nostraðu við sósuna í eldhúsinu á meðan. Kjöthitamælirinn sendir upplýsingar um hitastigið beint í símann þinn eða spjaldtölvuna og lætur vita rétt áður en réttum kjarnhita er náð. „Rólegur Ramsey” munu gestirnir segja við þig og heimta ábót.

JBL Pulse 2
Vatnsvarinn Bluetooth hátalari frá JBL sem ekki bara fyllir tjaldsvæðið af þinni tónlist heldur lýsir það upp líka, af því bara. 10 klukkustunda rafhlöðuending sem ætti að endast öflugustu partýpinnum.

Bose QC 25
Það er varla hægt að lýsa því hvernig er að vera t.d. í flugvél með þessi á höfðinu, þú ert einn í heiminum og heyrir hvorki í hreyflunum, flugþjónunum né barninu í sætinu fyrir aftan sem heimtar sælgæti. Þú ert bara að njóta þess að vera í fríi, það er ekkert flóknara. Bose heyrnartólin eru með einni bestu „noise canceling” tækni sem heyrnartól hafa upp á að bjóða og núlla því út nær öll umhverfishljóð þannig að þú heyrir bara það sem þú vilt heyra.

 

 


Síminn
Allt

Það kostar ekkert að bæta við barni

June 20, 2016 • By

Það hefur kannski aldrei verið einfaldara að tækla heimilið og farsímanotkunina.

Með einni áskrift er hægt ná utan um alla fjölskyldumeðlimi, en málið flækist aðeins ef 12 börn eru á heimilinu. Sorrí!

Í Endalausa Snjallpakkanum okkar eru 30GB af gagnamagni og hægt að samnýta þau með betri helmingnum og skella korti í spjaldtölvuna.

Og hvað? Í pakkanum er hægt að velja nokkra hluti, allt eftir þörfum hvers og eins.

Samnýtt gagnamagn
Pakkinn inniheldur 30GB en auðvelt er að stækka í 100GB, 200GB eða 300GB, bara einn smellur með músinni og það er klárt.

Krakkakort
Börn yngri en 18 ára fá Krakkakort með Endalausu tali, Endalausum SMS-um og 1 GB af gagnamagni á 0 kr. Hægt er að fá allt að ellefu Krakkakort.

Fjölskyldukort
Tilvalið fyrir betri helminginn eða þá á heimilinu sem vilja samnýta gagnamagnið. Símtöl og SMS eru Endalaus auðvitað á Fjölskyldukortinu.

Gagnakort
Er 4G beinir (router), MiFi eða spjaldtölva með 3G/4G möguleika á heimilinu. Skellið Gagnakorti í tækið sem samnýtir þá gagnamagn pakkans og því hægt að nota tækin áhyggjulaus á ferð um landið og í sumarbústaðnum.

Svo má ekki gleyma að þeir sem eru með Spotify Premium hjá Símanum streyma allri tónlist á 0 kr yfir farsímakerfið okkar. Því er hægt að hlusta á alla heimsins tónlist án þess að hlustunin sé að éta upp gagnamagnið.

Allar nánari upplýsingar á siminn.is og hjá okkar frábæru ráðgjöfum í 8007000.

 

 


Allt

SkjárEinn verður að Sjónvarpi Símans

June 1, 2016 • By

Í dag var SkjárEinn endurskírður Sjónvarp Símans en nýtt nafn endurspeglar umbyltinguna sem hefur orðið á bæði stöðinni og ekki síst Símanum sjálfum. Við höfum lagt mikla áherslu á afþreyingu og efni sem sést meðal annars á samningum um EM2016 en Sjónvarp Símans sýnir alls 25 leiki frá EM í opinni dagskrá en SíminnSport mun sýna aðra leiki. Sjónvarp Símans býr að efni frá öllum helstu framleiðendum heims; 20th Century Fox, Disney, CBS, Showtime og mörgum öðrum ásamt The Voice Ísland og Biggest Loser Ísland sem margir þekkja.

SkjárEinn flutti aðstöðu sína frá Skipholti í Ármúla fyrir rúmu ári og var dagskráin opnum öllum í október 2015. Þá stofnaði Síminn streymisveituna SkjárEinn hjá Símanum sem hefur fleiri áskrifendur í dag en SkjárEinn hafði áður sem áskriftarstöð. SkjárEinn hjá Símanum heitir nú Sjónvarp Símans Premium.

Yfir 5000 klukkustundir af efni má finna í streymisveitunni og notkun á henni hefur aukist gífurlega hratt en í maí var met slegið og yfir 600,000 spilanir framkvæmdar. Forsýningar, það eru þættir sem ekki er búið að sýna í línulegri dagskrá en eru aðgengilegir í Sjónvarpi Símans Premium (áður SkjárEinn hjá Símanum) voru spilaðar yfir 100,000 sinnum.

Breytingin nær ekki bara yfir sjónvarpsstöðina heldur allar aðrar þjónustur. SkjárEinn er því Sjónvarp Símans, SkjárBíó verður að SíminnBíó, SkjárKrakkar að SíminnKrakkar og SíminnHeimur kemur í stað SkjásHeims. Hringnum er því lokað í dag og mætti segja að sameiningu félaganna sem að fullu lokið í dag.

Sjónvarp Símans sem sjónvarpsstöð verður áfram frístöð og opin öllum.

 

Sjónvarp Símans


EM2016
Allt

EM2016 hjá Símanum

May 20, 2016 • By

 

Nú styttist í að boltinn fari að rúlla á EM2016, bæði á SkjáEinum og SíminnSport. Alls verða 25 leikir í opinni dagskrá en þeir verða sýndir á SkjáEinum á meðan 26 leikir fara fram á SíminnSport.

EM2016 hjá Símanum verður ekki bara fótbolti í 90 mínútur með 22 leikmönnum, dómurum, starfsfólki og forsvarsmönnum UEFA í stúkunni heldur svo miklu meira, sérstaklega fyrst að Íslenska karlalandsliðið verður með í fyrsta skipti á stórmóti. Þetta verður sannkölluð þjóðhátíð sem við ætlum að sýna frá eins vel og við getum með úrvalsfólki í hverri stöðu.

Þorsteinn J. heldur utan um mótið, reynslubolti þegar kemur að stórmótum sem þessum og fyrir margt löngu búinn að sanna sig sem toppeintak í svona verkefni. Þorsteinn stýrir allri umfjöllun um mótið í EM svítunni á svölum Gamla Bíós, ásamt Pétri Marteinssyni og stórum hópi sérfræðinga sem munu spá í spilin fyrir leiki, greina leikinn og allt sem þarf að ræða að leik loknum og meira til. Fyrir alla leiki Íslands verður tveggja tíma upphitun enda spennustig þjóðarinnar ansi hátt, eftir leiki munum við sýna frá öllu því sem þarf að sýna frá enda þurfum við ekkert að skipta yfir í áður auglýsta dagskrárliði. Við erum í þessu til að sýna frá EM2016!

Hugrún og Sigríður Þóra munu fanga stuðið á Íslandi, heima og að heiman í þættinum EM á 30 mínútum sem fer í loftið þegar að síðasta leik hvern dags er lokið. Þær taka fyrir allt það helsta frá deginum ásamt því að sýna okkur allt hitt, allt sem gerist í kringum leikina, leikmennina og einfaldlega þjóðina alla ásamt því að taka púlsinn á netinu, mun #emísland trenda á Twitter? EM á 30 mínútum beinir augunum  líka að mannlega sjónarhorninu og þannig stækkum við sviðsmyndina út fyrir völlinn sem spilað er á.

Gummi Ben mun lýsa yfir 20 leikjum í keppninni, það eitt og sér er frábært. Um er að ræða fyrsta lánssamning Íslandssögunnar í stétt þula og þökkum við félögum okkar hjá 365 kærlega fyrir þessa stoðsendingu. Valtýr Björn mun einnig lýsa leikjum ásamt Geir Magnússyni sem margir muna eftir en hann tekur hljóðnemann aftur úr hillunni og stígur fram á stóra sviðið. Heiðar Austmann, útvarpsmaður mun svo sömuleiðis taka að sér að lýsa leikjum. Heiðar er nýgræðingur þegar kemur að því að lýsa leikjum en öll reynslan úr útvarpinu mun nýtast honum vel.

EM2016 er ein stærsta stundin í íslenskum fótbolta, Ísland spilar 3 leiki í riðlakeppninni og allt getur gerst. Við hvetjum alla áhorfendur til að taka þátt í þessu með okkur á Facebook, Twitter, Instgram, Snapchat og bara alls staðar með #EM2016. Við viljum endilega fá skilaboð, myndir, video og bara allt í gegnum samfélagsmiðla eða á netfangið em2016@siminn.is.

Áfram Ísland!


Allt, Sjónvarp

Við förum öll á EM2016

April 22, 2016 • By

Þann 10.júní hefst EM2016 í knattspyrnu og eins og allir vita er karlalandslið Íslands að fara að mæta í fyrsta skipti á stórmót. Það verða augu nær allra Íslendinga væntanlega límd við sjónvarpið, símann eða spjaldtölvuna þegar að Aron Einar fyrirliði Íslands tekur í hendi fyrirliða Portúgal sem við mætum í fyrsta leik. Fyrirliði Portúgals er Ronaldo, það er bara þannig. Hvílík byrjun á móti!

EM2016 er stærra en nokkru sinni áður, 24 lið taka þátt í stað 16 liða áður í alls sex riðlum og spilaðir verða 51 leikur. Þetta verður sannkölluð knattspyrnuveisla.

Karlalandsliðið í fótbolta

Mótið verður sýnt á tveimur rásum, SíminnSport og opnu leikirnir verða einnig sýndir á SkjáEinum. Bein útsending hefst a.m.k klukkustund fyrir hvern leik en eitthvað lengri útsendingar verða fyrir leiki Íslendinga enda standa þeir okkur nærri. Þorsteinn J. mun stýra útsendingum af sinni alkunnu snilld ásamt því að Hugrún Halldórsdóttir og Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir taka stöðuna á mannlega þættinum enda svona mót miklu meira en bara fótbolti. Pétur Marteins verður sérstakur sérfræðingur ásamt því að vel valdir gestir munu líta við.

Gummi Ben mun lýsa helstu leikjum mótsins, besti lýsandinn sem við eigum og hefur hann verið fengin til láns frá 365 sem við kunnum þeim miklar þakkir fyrir.

Spilað verður klukkan 13:00, 16:00 og 19:00 að íslenskum tíma og hver dagur verður svo gerður upp í lok dags klukkan 21:15 í þættinum EM á 30 mínutum.

25 leikir verða í opinni dagskrá en 26 leikir munu þarfnast áskriftar. Áskriftarstöðin SíminnSport verður aðgengileg í Sjónvarpi Símans, á myndlyklum Vodafone og myndlyklum 365.

EM2016 kostar aðeins 6.900 kr og er aðeins um eitt verð að ræða, enga bindingu og óþarfi er að segja áskriftinni upp því hún rennur út sjálfkrafa að móti loknu.

Þeir sem tryggja sér áskrift fyrir 31.maí geta látið 500 kr renna til síns knattspyrnufélags, þannig styrkirðu þitt félag um leið og þú græjar áskrift að EM2016. Einnig mun heppinn áskrifandi verða dreginn út og vinna ferð á leik Íslands og Austurríkis.

Þú missir ekki af neinu með áskrift að EM2016