Allt

Arrested Development

November 24, 2016 • By

Allar fjórar þáttaraðirnar af Arrested Development eru inni í Sjónvarpi Símans Premium. Sá sem hér skrifar hálf öfundar þá sem eiga þessa þætti eftir, snilldin er slík. Þó ber að taka fram að þeir eru kannski ekki allra, um er að ræða gamanþætti sem eru oft á tíðum með ansi steiktum og jafnvel súrum húmor. En vandað er grínið og afskaplega vel gert og því ættu allir að prófa nokkra þætti og sjá hvort að snilld þáttanna nái ekki til ykkar.

Fáir þættir hafa haft jafn mikla harða fylgjendur og aðdáendur síðustu ár eins og Arrested Development þættirnir. Ef finna ætti svipað dæmi væru það einna helst Seinfeld þættirnir sem eiga jafnvel enn harðari og betri aðdáendur. Aðdáendur þáttanna hafa safnað undirskriftum, rekið fjöldan allan af heimasíðum og haldið úti alfræðiritum sem snúast bara um þættina. Svo dyggir eru þeir að Netflix létu gera fjórðu þáttaröðina sex árum eftir að þættirnir hættu sýningum. Áhuginn og eftirspurnin var enn fyrir hendi þetta mörgum árum síðar og ef eitthvað er var hún enn meiri enda aðdáendurnir bara orðnir enn fleiri eftir DVD útgáfur og endursýningar.

Þættirnir fjalla um Bluth fjölskylduna, raunir þeirra og ævintýri. Fjölskylda sem átti allt en lendir í vandræðum en þó halda flest þeirra áfram að lifa allsnægtarlífi þó innistæðan fyrir slíku sé lítil sem engin. Kostulegir fjölskyldumeðlimir halda uppi fjörinu með sífelldum tilraunum sínum í að ná aftur á fyrri stall, stjórna lífi annarra og forðast réttvísina. Það er eiginlega hálf erfitt að lýsa þessum þáttum svo vel sé gert, það er eiginlega bara best að horfa á þá.

77 tilnefningar til verðlauna, 30 sigrar og allar þessar vinsældir segja í raun allt sem segja þarf. Það er að minnsta kosti margt vitlausara en að horfa á Arrested Development og allar fjórar þáttaraðirnar sem nú eru komnar inn í Sjónvarp Símans Premium sem er einmitt innifalin í Heimilispakka Símans.


Allt

Senn koma jólin – í Sjónvarpi Símans Premium

November 10, 2016 • By

Við erum að gíra okkur upp fyrir jólin hér hjá Símanum. Við erum að undirbúa yfir 70 kvikmyndir til að setja í Sjónvarp Símans Premium og erum að hlaða nokkrum þáttaröðum inn.

 

Byrjum á þáttaröðunum

Lost

Sex þáttaraðir af þessum mögnuðu þáttum koma inn fyrir jólin. Sá sem hér skrifar hálf öfundar þá sem eiga þetta eftir. Þetta eru sex þáttaraðir og því mikið magn af efni og stundum sér maður ekki tilgang að klára en ég lofa ykkur að það er þess virði.

 

Brothers and Sisters

Sally Field, Calista Flockhart og Rob Love ásamt einvala liði leikara í frábærum drama þáttum um stórfjölskyldulífið. Það eru margir sem muna eftir þessum frábæru þáttum en núna eru þeir allir að koma inn í Sjónvarp Símans Premium.

Glee

Menntaskólakrakkar í skólakór dansa auðvitað og syngja hvenær sem ástæða er til. Margverðlaunaðir þættir sem fjölskyldan getur horft á saman.

Glee

 

Við erum að setja inn yfir 70 kvikmyndir í Sjónvarp Símans Premium fyrir jólin, eitthvað af þeim er að bætast við núna og við bætum svo við næstu vikurnar.

Af því helsta mætti t.d. nefna Hugh Grant þrennu í About a Boy, Four Weddings and a Funeral og Love Actually.

Meet The Parents, Meet the Fockers og Little Fockers þríleikurinn kemur ásamt Pretty Woman, When Harry Met Sally, Father of the Bride ásamt fullt af öðrum rómantískum gamanmyndum og fjölskyldumyndum. P.S I Love You, My Big Fat Greek Wedding, How to Lose a Guy in 10 Days, Win a Date with Ted Hamilton og auðvitað The Holiday.

Hugh Grant
Það ættu því flestir að fá eitthvað fallegt til að horfa á í Sjónvarpi Símans Premium fyrir jólin þetta árið. Það verða yfir 6.000 klukkustundir af efni komnar inn og nóg framundan. Sjónvarp Símans Premium fylgir með í Heimilispakka Símans.


Allt

Ný verslun í Smáralind

November 4, 2016 • By

Á morgun, laugardag opnum við nýja verslun í Smáralind sem einmitt fagnar 15 ára afmæli sínu. Af því tilefni verða auðvitað frábær afmælis og opnunartilboð á völdum vörum, candy floss, Voice stóll sem allir geta prófað og allskonar í gangi enda tilefnið ærið.

tilbodblog

Kíkið við, tilboðin munu gilda alla helgina og starfsfólk okkar í Smáralind tekur vel á móti þér. Og ef við högum okkur vel er aldrei að vita nema að við sjáum Strumpana bregða fyrir.


Allt

Hvað er fólk að horfa á í Sjónvarpi Símans Premium?

November 4, 2016 • By

Nú þegar nýbúið er að telja atkvæði þjóðarinnar í kosningum er ekki svo galið að við gerum slíkt hið sama nema í stað þess að telja atkvæði teljum við áhorf í Sjónvarpi Símans Premium fyrir október mánuð. Við erum ákaflega stolt af þessari mögnuðu efnisveitu sem inniheldur svona mikið af efni, af öllum stærðum og gerðum. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi þarna inni. Sjónvarp Símans Premium fylgir svo með Heimilispakka Símans.

Yfir 5.500 klukkustundir af sjónvarpsefni og kvikmyndum má finna inni í Sjónvarpi Símans Premium og því dreifist áhorfið á ansi marga þætti en þó eru nokkrir sem skera sig strax úr, óháð kjördæmum og aldri áhorfenda.

Það er klárt að stjórnarmyndunarvaldið fer beint til Shondu Rimes skapara Grey´s Anatomy. En þetta sívinsæla læknadrama þar sem fylgst er með lífi og störfum læknanna á Seattle Grace sjúkrahúsinu. Grey´s Anatomy eru með yfirburða kosningu þegar kemur á áhorfi. Ellefu þáttaraðir af Grey´s Anatomy eru í Sjónvarpi Símans Premium. Þeir sem eru hrifnir af Grey´s Anatomy ættu þá að kíkja á Scandal, The Catch eða How To Get Away With Murder en það eru allt þættir úr smiðju Shondu Rimes. Scandal er án nokkurs vafa vinsælasti þátturinn af þessum þremur þó hann nái ekki sama fylgi og Grey´s Anatomy. Þá er auðvitað alla að finna í Sjónvarpi Símans Premium.

Greys Anatomy

Hawaii Five-O, lögguþættir sem eru endurgerð af eldri þáttum sem bandaríska þjóðin elskaði þá er í öðru sæti, en það stóð tæpt þar sem húsmæðurnar í Deseperate Housewifes eru örfáum smellum á fjarstýringunni frá því að taka annað sætið. Ólíkir þættir en báðir góðir á sinn hátt. Desperate Housewifes eru þó ekki lengur í framleiðslu en allar þáttaraðirnar má finna í Sjónvarpi Símans Premium.

 

 

Fjórða sætið fer til Ted Mosby, Marshall, Robin, Barny Stinson og Lily í gamanþáttunum How I Met Your Mother. Þeim lauk árið 2014 með síðustu þáttaröðinni sem var sú níunda í röðinni. Söguramminn í þáttunum er að Ted árið 2030 er að segja börnunum sínum hvernig hann kynntist móður hans og tekur það níu þáttaraðir að klára söguna en á milli kynnumst við auðvitað vinum hans og þá skal helst nefna Barney Stinson sem varð ótrúlega vinsæl persóna, leikinn af Neil Patrick Harris. Átta þáttaraðir eru í Sjónvarpi Símans Premium og loka þáttaröðin ætti ekki að vera langt undan.

barney

This is Us taka fimmta sætið en þessi glænýja þáttaröð hefur hrifið gagnrýnendur og áhorfendur um heim allan síðan hún hóf göngu sína. Frábærir þættir sem flokkast sem „dramedy” þar sem drama og gríni er skeytt saman í einn flokk. Sex þættir eru komnir inn hjá okkur en þeir bætast svo við alltaf daginn eftir að þeir eru sýndir í Bandaríkjunum. Við getum ekki mælt nóg með þessum þáttum.

Við teljum svo aftur í lok nóvember og þá er stóra spurningin hvort að áhorfið hefur breyst mikið. Sjónvarp Símans Premium fylgir með Heimilispakka Símans og ef þú ert ekki búínn að tryggja þér áskrift hvetjum við þig til að kíkja á Heimilispakkann.


Allt

Google Pixel

November 3, 2016 • By

Eitt orð, ótrúlegur! er fyrirsögn margra dóma sem hafa verið að koma út um Google Pixel. Pixel er fyrsti síminn sem kemur beint frá Google. Áður var Google með svokallaða Nexus línu sem þeir fengu aðra til að framleiða fyrir sig en skiptu sér aðeins af hönnun tækjanna og því hvernig stýrikerfið þeirra, Android liti út.

Pixel er fyrsti síminn þar sem Google stýra bæði hönnun tækjanna, því sem í honum er og auðvitað hvernig Android er. Rétt eins og Nexus tækin áður keyrir Pixel á Android eins og það kemur beint frá Google, eins og hönnuðir og forritarar stýrikerfisins sjá það fyrir sér. Önnur Android tæki eru með annað útlit og möguleika sem framleiðendur þeirra tækja hafa bætt við en Pixel tækin keyra Android eins og eigendur þess sjá það fyrir sér.

Pixel keyrir nýjustu útgáfuna af Android, sem kallast Nougat. Rétt eins og Nexus tækin fær Pixel allar uppfærslur strax og þær eru í boði. Ekki þarf að bíða í marga mánuði eins og oft eftir uppfærslu á stýrikerfinu sem margir telja eitt stærsta vandamál Android fjölskyldunnar.

Google Assistant er svo kynntur til sögunnar, næsta skref Google í að reyna að aðstoða notandann sem mest. Helst þá þannig að einfalda lífið og koma með upplýsingar helst áður en notandinn fer að leita að þeim, Google Assistant lærir á þig og þú á hann.

Í Pixel er Snapdragon 821 örgjörvi, fjögurra kjarna og 4GB af vinnsluminni. Pixel er með frábærum háskerpu skjá og myndavél sem allir gagnrýnendur lofa, lofa og lofa. Sumir segja þetta bestu myndavél sem hefur verið í snjallsíma punktur!

Pixel er 5″ tæki en svo er til Pixel XL sem er að öllu leiti alveg eins nema að hann er stærri, 5,5″.

Mikil eftirspurn er eftir Pixel um heim allan og langir biðlistar eftir Pixel XL. Við erum þó komin með bæði 32GB og 128GB útgáfuna af Pixel og Pixel XL í verslanir okkar.


Allt

Hrekkjavaka í Sjónvarpi Símans

October 28, 2016 • By

Þeir sem eru hrifnir af uppvakningum, blóði, innyflum, raðmorðingjum, hrollvekjum og öllu hinu ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í Sjónvarpi Símans þessa hrekkjavökuna. Það ætti að vera auðvelt að valta yfir þessa þætti með ljósin slökkt, símann á silent og hjartamagnyl á kantinum. Eitthvað af þessu er ekki fyrir viðkvæma, það er bara þannig!

The Walking Dead

Það eru sex heilar þáttaraðir af þessum frábæru þáttum í Sjónvarpi Símans Premium. Fyrsti þátturinn í þeirri sjöundu er líka komin inn og þeir halda áfram að koma inn strax daginn eftir og þeir eru sýndir úti.

Vírus þurrkar út mannkynið og breytir sýktum í uppvakninga. Þeir sem eftir lifa og eru ósýktir þurfa að leita skjóls.

walkingdead

 

Hannibal

Flest þekkjum við Hannibal Lecter úr Silence Of The Lambs. Hér er Hannibal (leikin af Mads Mikkelsen) þá ungur sálfræðingur fengin til að aðstoða FBI við finna raðmorðingja sem gengur laus í Minnesota. Hannibal sjálfur er þá löngu byrjaður að stunda sín myrkraverk en þættirnir gerast þó áður en kvikmyndirnar sem við þekkjum um Hannibal Lecter.

Tvær heilar þáttaraðir eru inni í Sjónvarpi Símans Premium. Sú þriðja er ekki langt undan.

hannibal

 

Scream Queens

Svört og blóðug kómedía sem gerir grín að morðfaraldri í háskóla. Halloween drottningin Jamie Lee Curtis er meðal leikara ásamt John Stamos og Lea Michelle.

Fyrsta þáttaröð er öll inn í Sjónvarpi Símans Premium og nokkrir úr annari þáttaröð. Þeir koma svo fleiri inn einn af öðrum daginn eftir að þeir eru sýndir úti.

screamqueens

Penny Dreadful

Josh Hartnett og Eva Green leika hér í drama/hryllingsþáttum sem gerast í London á Viktoríu tímabilinu. Margar þekktar persónur eins og Dr. Frankensteni, Dorian Gray og Dracula koma fyrir.

Tvær heilar þáttaraðir eru í Sjónvarpi Símans Premium.

penny

 

Svo er auðvitað fullt af öðru frábæru efni sem passar fyrir Hrekkjavökuna, það er yrði allt of löng færsla að telja upp allt hið frábæra efni sem er í Sjónvarpi Símans Premium.

Sjónvarp Símans Premium er einmitt innifalið í Heimilispakka Símans, en einnig hægt að græja staka áskrift.

 


blogg
Allt

Þekkir þú persónurnar?

October 10, 2016 • By

Í Sjónvarpi Símans Premium er að finna yfir 5.500 klukkustundir af allskonar sjónvarpsþáttum. Við hjá Símanum spyrjum því, hversu vel þekkir þú persónurnar úr þessum þáttum? Allar þessar persónur má auðvitað finna inn í Sjónvarpi Símans Premium.

Ekki til betri hlutur á mánudegi en að hendast í smá spurningakeppni. Við munum verðlauna nokkra þáttakendur sem svara öllu rétt með glaðningi frá okkur.

 


Allt

Nýtt í Sjónvarpi Símans í október

September 27, 2016 • By

Í dag eru yfir 5,500 klukkustundir af efni inn í Sjónvarpi Símans Premium, þeir sem nota þjónustuna eru að leigja um 800.000 leigur á mánuði. Nóg er af drama, spennu, gríni og raunveruleikaþáttum ásamt öðru efni, þannig ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Í október er nóg af frábæru efni á leið inn, svona af því helsta sem kemur nýtt í október mætti nefna:

Arrested Development
Af heilum seríum mætti helst nefna allar þáttaraðirnar af Arrested Development. 22 tilnefningar til Emmy verðlauna, Golden Globe verðlaun og þættirnir eru á hinum og þessum listum yfir besta sjónvarpsefni allra tíma. Algjörlega frábærir grínþættir sem fjalla um Bluth fjölskylduna og líf þeirra.

arresteddevelopment

24
Við bætum tveimur sólarhringum af Jack Bauer, Chloe og félögum í CTU inn þar sem þáttaraðir þrjú og fjögur koma inn. Fyrir þá sem ekki þekkja svaðilfarir Jack Bauer (leikinn af Kiefer Sutherland) að þá er hver þáttur klukkustund í lífi hans og þeirra verkefna sem hann þarf að leysa til að tryggja að Bandaríkin og bara heimurinn allur sé öruggur staður til að vera á. Hver þáttaröð er því 24 þættir, eða 24 tímar í lífi Jacks og samstarfsmanna hans hjá CTU (Counter-Terrorist Unit). Jack Bauer gerir allt sem hann þarf til að leysa málin, hann er ekki mikið fyrir að fylgja skipunum til að ná markmiðum sínum.

jackbauer

The Killing
Fjórða og síðasta þáttaröðin í The Killing kemur inn þar sem Sarah Linden og Stephen Holder rannsaka myrk sakamál. Byggir upprunalega á dönsku þáttunum Forbrydelsen sem margir þekkja þó strengurinn frá þeim sé löngu slitinn. Frábærir þættir sem allir unnendur sakamálaþátta ættu að kíkja á.

The Killing

Legends
Fyrsta þáttaröðin dettur inn í Sjónvarp Símans Premium þar sem við fylgjumst með Sean Bean í hlutverki Martin Odum sem starfar hjá FBI. Frá framleiðendum Homeland og 24 og því hefðin að gera spennuþætti til staðar. Kannski ekki frumlegustu þættir í heimi fyrir þá sem allt hafa séð en Sean Bean heldur þeim uppi með frábærum leik sínum ásamt Ali Larter.

Legends

This is Us
Sá þáttur sem margir telja að verði einn af þeim stærstu í vetur, splunkunýir „dramedy” (drama og grín) þættir þar sem segir sögu ólíkra einstaklinga sem öll eiga sama afmælisdaginn. Aðeins er búið að sýna tvo þætti af This is Us í Bandaríkjunum en báðir hafa fengið frábærar móttökur gagnrýnenda.

En það eru ekki bara sjónvarpsþættir og heilar þáttaraðir í Sjónvarpi Símans Premium. Í október bætast 30 kvikmyndir við af öllum toga. Má þar til dæmis nefna hinar sígildu Pretty Woman, Grosse Point Blank, The Royal Tenenbaums og Turner & Hooch. Kvikmyndirnar 30 eru :

Pretty Woman
Runaway Bride
Turner & Hooch
The Royal Tenenbaums
Raising Helen
Can’t Buy Me Love
Green Card
The Proposal
Sweet Home Alabama
While You Were Sleeping
Evelyn
They Came Together
Keeping Mum
Monster’s Ball
Race To Space
The Prince and Me
Shattered Glass
Step Up
Waiting…
P.S. I Love You
The Hitchhiker’s Guide to the Galaxy
Grosse Pointe Blank
Air Force One
Insomnia
The Hurricane
The Ladykillers
Evita
Mystery, Alaska
Father of the Bride
Father of the Bride II

pretty woman

 


Allt

iPhone 7 og iPhone 7 Plus

September 7, 2016 • By

Sumarið að verða búið og það þýðir aðeins eitt. Það er að koma nýr iPhone.

Apple voru með fyrr í dag kynningu á nýjum iPhone, uppfærðu Apple Watch snjallúri, iOS 10 og ýmsu öðru.

iPhone 7

iPhone 7 og iPhone 7 Plus

Nýju tækin eru keimlík iPhone 6s við fyrstu sýn enda hönnunin tímalaus og þekkt þó að margir hefðu mögulega óskað sér að einhverjar framfarir yrðu á ytri byrði símans. Bakhliðin er þó ekki mött eins og áður heldur glansar hún en þróunin á innviðum tækisins er þess meiri. Litirnir eru þeir sömu og áður nema að Space Grey útgáfan kveður en svartur kemur í stað hennar ásamt einhverju sem Apple kalla jet black sem er enn dekkri og verður aðeins í boði í 128GB og 256GB útgáfunum,

Það sem gleður flesta er væntanlega að nú eru iPhone símar orðin vatns og rykheldir (upp að vissu marki) skv. svokölluðum IP67 staðli sem er frábært fyrir tækjaóða Íslendinga þar sem veðrið getur verið eins og það er.

Tengið fyrir heyrnartól, hinn svokallaði mini-jack er horfinn. Tengið sem hefur fylgt okkur frá vasadiskóum til síma gærdagsins er horfið. Apple hafa aldrei verið óhræddir við að stíga skref sem þessi en þeir voru fljótir að hætta með geisladrif í fartölvunum sínum sem dæmi svo þær gætu verið þynnri. Nú tengjast heyrnartól við Lightning tengið sem áður var notað til að hlaða símana en gegnir nú tvöföldu hlutverki ásamt því að þráðlaus heyrnartól munu auðvitað virka vel. Örvæntið þó ekki, millistykki fylgir með til að tengja heyrnartólin ykkar sé áhugi fyrir því. Og iPhone er nú með stereo hátalara í stað mono áður.

Önnur stór uppfærsla er geymsluplássið. 16GB útgáfan er fösuð út, eitthvað sem margir hafa óskað sér enda 16GB ansi lítið af plássi árið 2016. 32GB útgáfan er því minnsta útgáfan í dag sem hægt er að fá. 128GB og 256GB útgáfur eru svo í boði.

Myndavélin í iPhone 7 hefur fengið væna uppfærslu. Nú skartar myndavélin „optical image stabilization” sem mætti kalla hristivörn sem gerir myndbandsupptöku stöðugri. Hana var áður að finna í iPhone 6s Plus. Ljósopið er stærra, hleypir 50% meira ljósi inn ásamt nýrri 12MP myndflögu sem er afkastar 60% meira en fyrri tæki. Fjórfalt flass er kynnt til sögunnar og myndavélin á framhliðinni fær einnig væna uppfærslu.

Myndavélin í iPhone 7 Plus fær þó enn stærri og merkilegri uppfærslu. Nú eru tvær myndavélar, venjuleg 28mm linsa og 60mm linsa sem getur zoomað tvöfalt án þess að tapa myndgæðum. iPhone 7 Plus skiptir sjálfkrafa á milli linsanna og hægt er að zooma enn nær, allt að 10x en þá minnkar þó myndflöturinn. LG og Huawei hafa áður kynnt síma sem tvöföldum linsum og verður áhugavert að sjá hvernig Apple nálgast þetta, þeir hafa alltaf verið með þeim fremstu þegar kemur að gæðum myndavéla í snjallsímum og eflaust ekkert á áætlun hjá þeim að slaka á þar.

Örgjörvinn er svo uppfærður, enn hraðari en áður og rafhlöðuending á að vera betri. Skjárinn er að sama skapi orðin betri en það er kannski ekkert til að kryfja sérstaklega hér.

iPhone 7 og iPhone 7 Plus koma í sölu hjá Símanum föstudaginn 23.september. Forsala hefst eitthvað fyrr og bíðum við eftir frekari fréttum frá Apple hvenær hún skuli hefjast. Hvað símarnir munu svo kosta er ekki ljóst þegar þetta er skrifað, það mun þó auðvitað liggja fyrir þegar að forsalan hefst.

iphone7plus-matblk-pb_iphone7-jetblk-pb_pr-print