Allt

Spotify Family hjá Símanum

01/02/2018 • By

Loksins, loksins, loksins segjum við og margir aðrir munu segja það sama því nú getum við loksins sagt já við einni algengustu spurningu sem að við fáum.

Nú er hægt að kaupa Spotify Family hjá Símanum. Hvað er Spotify Family? Góð spurning. Spotify Family er fjölskylduáskrift fyrir Spotify þannig að aðeins er greitt eitt gjald fyrir áskriftina sem gefur þér og allt að fimm öðrum fjölskyldumeðlimum Spotify Premium áskrift. Eina reglan er að allir verða að búa undir sama þaki.

Allir í fjölskyldunni geta haft sinn eigin aðgang þannig að lagalistar, hlustunarsaga og það sem Spotify mælir með fyrir þig er bara út frá þinni hlustun. Tónlistarsmekkur barnanna mengar því ekki Discover Weekly eða árslistann þinn og ólíkur smekkur maka ruglar ekki algrímið í rýminu, allir eru bara með sína sjálfstæðu áskrift hjá Spotify. Yndislegt alveg!

Viðskiptavinir með farsíma og Spotify hjá Símanum halda áfram að streyma sinni tónlist á 0.kr á farsímaneti Símans, alveg sama hvort að það sé Spotify Premium áskrift eða fjölskylduáskrift.

Spotify Premium áskrift kostar 1250 kr. en Spotify Family kostar 1850 kr.