Allt

Golden Globe verðlaunin

08/01/2018 • By

Í nótt voru Golden Globe verðlaunin haldin í 75.skipti en þar eru bæði sjónvarpsþættir og kvikmyndir tilnefndar til verðlauna.

Þættir í Sjónvarpi Símans voru hlaðnir tilnefningum fyrir verðlaunahátíðina sjálfa þetta árið en alls fengu þættir í Sjónvarpi Símans Premium 23 tilnefningar. Aldrei fyrr hafa þættir í Sjónvarpi Símans fengið slíkt magn tilnefninga.

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að The Handmaid’s Tale hafi unnið fyrir bestu drama þættina. Þættirnir hafa fengið mikið lof síðan þeir komu út, ekki bara gagnrýnenda heldur líka áhorfenda. Fyrir utan Stellu Blómkvist voru The Handmaid’s Tale mest spiluðu þættirnir 2017 í Sjónvarpi Símans Premium, þarf engan að undra. Frábærir þættir sem við getum ekki mælt nógu mikið með. Við hálf öfundum þá sem eiga þessa þætti inni. Í apríl kemur svo önnur þáttaröðin af þessum frábæru þáttum.

Elisabeth Moss sem einmitt leikur aðalhlutverkið í The Handmaid´s Tale fékk svo verðlaun fyrir besta leik leikkonu í aðalhlutverki. Moss þekkja margir sem Peggy Olson úr Mad Men þáttunum en hér sýnir þessi frábæra leikkona aðrar hliðar og nær að halda áhorfendum hugföngnum í þeirri eymd sem hún þarf að lifa við. Hún snýr að sjálfsögðu aftur í aðra þáttaröð.

 

Sterling K. Brown sem leikur Randall Pearson í hinum frábæru This is Us hlaut svo Golden Globe verðlaunin sem besti leikari í aðalhlutverki í drama þáttum. This is Us sem eru að ljúka sinni annarri þáttaröð seinna í þessum mánuði eru frábærir þættir sem hafa fengið frábæra dóma, unnið til fjölda verðlauna og fengið enn fleiri tilnefningar. Þættirnir fylgja eftir nokkrum persónum sem allar eiga sama afmælisdag en eru að öðru leyti ólíkar persónur sem ganga ólíka vegferð í gegnum lífið.

Hinn skoski Ewan McGregor sem margir þekkja hlaut svo verðlaun fyrir leik sinn í hinum eilífa vetri Fargo þáttanna en þriðju þáttaröðinni af þessum skemmtilegu þáttum lauk í sumar. Fyrir hvort hlutverkið vitum við ekki þar sem Ewan lék tvenn hlutverk. Fargo þáttaraðirnar tengjast ekki sín á milli í söguþræði en það er samt óhætt að mæla með þeim öllum rétt eins og kvikmyndinni frá árinu 1996 sem er fyrir löngu orðin klassík, hún er auðvitað í Sjónvarp Símans Premium eins og þáttaraðirnar þrjár.