Allt

Síminn Pay

06/09/2017 • By

Í AppStore og PlayStore má nú finna appið Síminn Pay, nýja greiðslulausn sem gerir þér kleift að borga með símanum þínum.

Appið virkar hjá fjölda söluaðila um allt land, virkar með öllum íslenskum debet og kreditkortum óháð banka og farsímakerfi.

Síminn Pay virkar þannig að við fyrstu uppsetningu þarf að staðfesta hver þú ert, annað hvort með rafrænum skilríkjum eða með því að fá sent lykilorð beint í heimabankann þinn.

Síðan bætirðu við kortunum þínum, annað hvort með myndavélinni í gegnum appið eða með því að slá inn númerin á kortunum.

Þegar greiða á með Síminn Pay er nóg að opna appið, velja kortið sem á að greiða með og skanna kóðann hjá söluaðila. Greiðslan fer þá beint í gegn og kvittun kemur beint í appið.

Nú þegar er til dæmis hægt að greiða með Síminn Pay hjá Te & Kaffi, Kaffitár, Dunkin Donuts, Local, Lemon, Frú Laugu, Culiacan, Ísbúð Vesturbæjar, Mosfellsbakarí, 10-11, Olís og Samkaup og fleirum. Söluaðilum mun svo fjölga jafnt og þétt og enn fleiri möguleikar koma inn í appið.

Prófaðu Síminn Pay, skildu veskið eftir heima!