Sjónvarp

Haustið og veturinn í Sjónvarpi Símans

01/09/2017 • By

Við erum endurnærð eftir sumarið og förum full tilhlökkunar inn í sjónvarpsveturinn sem fram undan er. Fjölmargir gamlir vinir snúa aftur á skjáinn, ný andlit bætast við ásamt því að við kynnum glænýja íslenska þáttaröð sem verður frumsýnd í nóvember. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í Sjónvarpi Símans Premium, úrvalið hefur aldrei verið meira en yfir 7.000 klukkustundir bíða þín.

Yfir 40 þættir verða í forsýningum í Sjónvarpi Símans Premium, sem þýðir að þeir koma inn daginn eftir að þeir eru sýndir erlendis. Af öllu þessu frábæra sjónvarpsefni mætti til dæmis nefna :

Stella Blómkvist

Ísland er í blússandi góðæri og áhrif Kínverja á íslenskt efnahagslíf og stjórnmál eru mikil. Það er framið morð í Stjórnarráðinu og þar kemur Stella Blómkvist að málum. Byggt á bókunum um Stellu Blómkvist sem margir þekkja, en engin veit hver skrifar bækurnar. Stella er leikin af Heiðu Reed sem margir þekkja úr þáttunum Poldark.

Þáttaröðin mun koma inn í heild sinni í Sjónvarp Símans Premium í nóvember.

Biggest Loser Ísland

Í fjórða sinn snúa Evert, Gurrý og Inga Lind aftur og nú í hinum stórbrotna Borgarfirði en þar fara tökur á þáttunum fram í þetta sinn. Falleg náttúran leikur því hlutverk í þáttunum þar sem 12 einstaklingar víða af landinu takast á við sitt sameiginlega markmið. Ný þáttaröð hefst 21.september.

Will & Grace

Það eru 12 ár síðan að síðasta þáttaröð af Will & Grace var framleidd, nú er komið að nýrri þáttaröð. Þættirnir hlutu 83 tilnefningar til Emmy verðlauna á sínum tíma og eiga stóran aðdáendahóp sem bíður eflaust spenntur eftir að þessir gömlu vinir snúi aftur á skjáinn.

The Orville

Nýir leiknir þættir frá Seth McFarlane höfundi Family Guy og American Dad. Komandi frá Seth MacFarlane þarf varla að taka fram að um grín þætti er að ræða, og það með vísindaskáldsöguþema. Nokkuð ljóst að hér hefur Star Trek verið innblásturinn og mikið grín gert að þeim heimi öllum. Þetta verða fyndnir þættir, Seth mun sjá til þess.

This is Us

Stærsta nýja þáttaröðin frá því í fyrra snýr aftur. This is Us var ekki bara ein vinsælasta þáttaröðin í Bandaríkjunum heldur líka í Sjónvarpi Símans enda frábærir þættir hér á ferðinni. Fyrsti þátturinn í nýrri þáttaröð kemur 27.september í Sjónvarp Símans Premium.

Mr. Robot

Þriðja þáttaröðin af Mr. Robot fer senn af stað en þessir þættir hafa rakað inn tilnefningum og verðlaunagripum ásamt því að Rami Malek sem leikur aðalhlutverkið hefur skotist upp á stjörnuhimininn fyrir frábæran leik sem hakkarinn Elliot Alderson. Frábærir þættir, fyrri þáttaraðirnar tvær bíða þín auðvitað í Sjónvarpi Símans Premium ef þú átt eftir að sjá þær.

Af öðrum nýjum þáttum má nefna Marvel´s The Inhumans, The Gifted, Kevin (Probably) Saves the World, valor, 9JKL, White Famous, Law & Order True Crime og SMILF. Við erum svo alltaf að bæta við eldra efni í Sjónvarp Símans Premium en fimm þáttaraðir af Ally McBeal koma fljótlega inn ásamt Futurama, Glee, Family Guy, New Girl, 90210 og fleira.