Allt

Blár apríl í Sjónvarpi Símans

05/04/2017 • By

Blár apríl, átak Styrktarfélags barna með einhverfu er nýlega farið af stað en Síminn er aðalstyrktaraðili átaksins í ár.

Tilgangur átaksins er einmitt að vekja athygli á einhverfu og safna fé sem rennur óskert til málefna sem hafa bein áhrif á börn með einhverfu og aðstandendur þeirra.

Við styrkjum átakið með því að leggja til upphæð sem nemur fjölda þátta og kvikmynda sem horft verður á í Sjónvarp Símans Premium í apríl.

Þriðja þáttaröðin af Fargo hefst til dæmis 20.apríl með Ewan McGregor í aðalhlutverki og því tilvalið að vinda sér í að horfa á fyrri þáttaraðir sem auðvitað eru í Sjónvarpi Símans Premium.

Feud eru splunkunýir þættir með Susan Sarandon og Jessicu Lange sem hafa verið að fá frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum.

Svo má auðvitað ekki gleyma vinum okkar hjá Disney en við vorum að gera samning við þetta frábæra fyrirtæki um aðgang að þeirra ótrúlega safni kvikmynda og nú þegar hafa Frozen, Big Hero 6, Monsters University og Oz the Great and the Powerful komið inn í Sjónvarp Símans.