Allt

Páskarnir í Sjónvarpi Símans Premium

30/03/2017 • By

Við erum hoppandi kát og glöð yfir þeirri viðbót sem var að detta inn í Sjónvarp Símans Premium. Vinir okkar hjá Disney eru mættir, og myndum frá þeim mun bara fjölga á næstu mánuðum. Teiknimyndirnar eru svo auðvitað allar með íslensku tali.

 

Það er kannski eðlilegt að byrja á að nefna að vinsælasta teiknimynd síðari ára, Frozen er mætt í Sjónvarp Símans Premium. Fjölskyldan getur því horft á hana lon og don alla páskana eða þangað til að einhver öskrar „Þetta er nóg”

Monsters University

Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna, forsagan af Monsters Inc frá árinu 2001 sem flest öll börn þekkja.

 

Big Hero 6

Enn ein frábæra Disney myndin, fjallar um strákinn Hiro og vélmenni Baymax sem mynda ótrúlegt samband sín á milli og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bjarga borginni sem þeir búa í.

Af öðrum myndum má svo nefna OZ The Great and the Powerful sem er frábær ævintýramynd ásamt The Hobbit þríleiknum, The Lone Ranger með Johnny Depp, Saving Mr. Banks með Tom Hanks, Shawshank Redemption, Rain Man, Unbreakable og 50 ára afmælistónleika Stefán Hilmarssonar.

Öll fjölskyldan ætti að geta notið Sjónvarp Símans Premium yfir páskana!