Allt

Arrested Development

24/11/2016 • By

Allar fjórar þáttaraðirnar af Arrested Development eru inni í Sjónvarpi Símans Premium. Sá sem hér skrifar hálf öfundar þá sem eiga þessa þætti eftir, snilldin er slík. Þó ber að taka fram að þeir eru kannski ekki allra, um er að ræða gamanþætti sem eru oft á tíðum með ansi steiktum og jafnvel súrum húmor. En vandað er grínið og afskaplega vel gert og því ættu allir að prófa nokkra þætti og sjá hvort að snilld þáttanna nái ekki til ykkar.

Fáir þættir hafa haft jafn mikla harða fylgjendur og aðdáendur síðustu ár eins og Arrested Development þættirnir. Ef finna ætti svipað dæmi væru það einna helst Seinfeld þættirnir sem eiga jafnvel enn harðari og betri aðdáendur. Aðdáendur þáttanna hafa safnað undirskriftum, rekið fjöldan allan af heimasíðum og haldið úti alfræðiritum sem snúast bara um þættina. Svo dyggir eru þeir að Netflix létu gera fjórðu þáttaröðina sex árum eftir að þættirnir hættu sýningum. Áhuginn og eftirspurnin var enn fyrir hendi þetta mörgum árum síðar og ef eitthvað er var hún enn meiri enda aðdáendurnir bara orðnir enn fleiri eftir DVD útgáfur og endursýningar.

Þættirnir fjalla um Bluth fjölskylduna, raunir þeirra og ævintýri. Fjölskylda sem átti allt en lendir í vandræðum en þó halda flest þeirra áfram að lifa allsnægtarlífi þó innistæðan fyrir slíku sé lítil sem engin. Kostulegir fjölskyldumeðlimir halda uppi fjörinu með sífelldum tilraunum sínum í að ná aftur á fyrri stall, stjórna lífi annarra og forðast réttvísina. Það er eiginlega hálf erfitt að lýsa þessum þáttum svo vel sé gert, það er eiginlega bara best að horfa á þá.

77 tilnefningar til verðlauna, 30 sigrar og allar þessar vinsældir segja í raun allt sem segja þarf. Það er að minnsta kosti margt vitlausara en að horfa á Arrested Development og allar fjórar þáttaraðirnar sem nú eru komnar inn í Sjónvarp Símans Premium sem er einmitt innifalin í Heimilispakka Símans.