Allt

Sjónvarp Símans fyrir Windows og Mac OS X

16/12/2015 • By

Við hjá Símanum höfum núna í nokkurn tíma verið að þróa útgáfu af Sjónvarpi Símans sem keyrir á tölvum sem keyra á bæði Windows eða OS X stýrikerfunum. Um er að ræða sömu upplifun og Sjónvarp Símans appið gefur sem hefur verið aðgengilegt fyrir iOS og Android snjalltæki nema nú í far og borðtölvum.

Forritið er ekki tilbúið en við viljum endilega fá ykkar álit um hvað er að virka, hvað sé ekki að virka og hvað megi gera betur. Um er því að ræða svokallaðar opnar prófanir (public beta) eins og oft er gert með hugbúnað og því má búast við einhverjum hnökrum eða furðulegum villum. Því hvetjum við alla sem vilja prófa forritið með okkur að nýta ábendingarstikuna sem liggur hægra megin svo að við fáum að vita ef eitthvað er ekki eins og það á að vera.

Þegar forritið er keyrt í fyrsta sinn þarf að para það við myndlykilinn en áskrift að Sjónvarpi Símans er nauðsynleg til að virkja appið.

Hér má nálgast Sjónvarp Símans fyrir Windows og OS X.

Gleðilegar prófanir og takk fyrir að hjálpa okkur að gera forritið enn betra!