Allt

Síminn með 4G í útlöndum

23/11/2015 • By

Svíþjóð hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja þar sem viðskiptavinir Símans geta nýtt sér 4G. Síminn hefur boðið uppá 4G samband í Bandaríkjunum frá því í júlí. Íbúar tólf landa reika á 4G kerfi Símans þegar þeir ferðast til Íslands – á neti sem nær til 86,5% landsmanna.
Síminn hefur mánuðum saman boðið 4G samband í útlöndum. Samið hefur verið um 4G samband í tólf löndum. Þau eru, auk Svíþjóðar og Bandaríkjanna, Þýskaland, Holland, Pólland, Kína, Kanada, Spánn, Finnland, Frakkland, Ungverjaland og Danmörk.
4G
Vægi ferðamanna í gagnanotkun á farsímakerfum Símans hefur aukist milli ára. Litið til netnotkunarinnar, óháð því hvaðan ferðamenn koma eða hvort þeir eru á 3G eða 4G, er ljóst að hún hefur aukist um 90% milli júnímánaða 2014 og 2015 og um helming milli ágústmánaða.

Verð þegar landsmenn ferðast til Evrópusambandslanda hefur lækkað jafnt og þétt undanfarin ár. Þannig verður það einnig í apríl á næsta ári vegna nýrra reglugerða sambandsins. Þeir sem vilja hins vegar nota símann í ferðum sínum í Evrópu ættu að skoða Ferðapakkann.