Allt, Spotify

Spotify lexía #5

11/06/2015 • By

Og enn höldum við áfram að segja frá hinu og þessu tengt Spotify sem að okkur þykir merkilegt. Fögnum því að nú telur streymi yfir farsímakerfi Símans ekkert af inniföldu gagnamagni ef Spotify Premium áskriftin er frá Símanum, það eru svokallaðar gleðifréttir.

Deila lögum með öðrum
Ef þú dettur niður á lag sem algjörlega grípur þig gætirðu fundið þörf til að deila gleðinni með öðrum. Það er oft þannig með góða tónlist.

Með því að hægri smella á lag og velja share er bæði hægt að deila því með vinum á Spotify sem og deila á Facebook, Twitter og Tumblr. Það sama gildir svo auðvitað um lagalista, heiluplöturnar og listamenn.

deila

Einnig er hægt að draga lag beint (drag & drop) yfir í tölvupóst og þannig kemur upp tengill í tölvupóstinum, auðvelt og þægilegt.

Hvað eru vinir þínir að hlusta á?
Með því að fara í browse og þaðan í charts má finna nokkra vinsældarlista. Bæði er hægt að sjá hvað er vinsælast í heiminum í dag, hver vinsælustu lögin eru eftir fjölda deilinga (shares) og raðað eftir löndum.

Skemmtilegastur finnst mér þó Friends Top Tracks listinn en þar er búið að raða saman þeim 50 vinsælustu lögum sem vinir mínir eru að hlusta á. Þar finnur maður allt milli himins og jarðar enda misjafnt hvað vinir mínir eru að hlusta á.

Akkúrat núna virðist sigurlagið í Eurovision vera nokkuð vinsælt, alt-J sömuleiðis enda þeir nýbúnir að halda tónleika á Íslandi ásamt auðvitað völdum Disney lögum og íslensku efni, bæði gömlu og nýju.

toptracksfriends

Eltu þína uppáhalds tónlistarmenn
Með því að splæsa í „follow” á listamenn sem þú kannt að meta færðu tilkynningu í hvert skipti sem að nýtt efni kemur frá viðkomandi inn á Spotify.

vokfollow

Þannig kom tilkynning til mín um daginn að nýja smáskífan frá Hjaltalín var mætt inn á Spotify og einnig nýtt efni frá Albert Hammond Jr gítarleikara The Strokes.

Auðvelt og þægilegt.