Spotify

Spotify lexía #2

01/06/2015 • By

Áfram höldum við að benda á möguleika í Spotify sem kannski allir vita ekki af en gott er að vita af.

Hljómgæði
Hljómgæðin í Spotify eru svo sem ekkert slor en hægt er að stilla þessi gæði bæði í tölvu og í snjallsíma. Nú þegar að Spotify Premium notendur hjá Símanum geta streymt á 0 kr yfir farsímanet Símans er um að gera að skrúfa aðeins upp í gæðunum. Það skemmir ekki fyrir ef hlustað er á alla tónlist heimsins í gegnum góð heyrnartól eða góðar græjur.

Í Spotify appinu er nóg að fara í Settings – Music Quality. Þar er hægt að stilla bæði gæði streymisins og því sem er hlaðið niður í tækið.

Á myndinni hér er t.d. búið að setja streymisgæðin í High Quality en niðurhalsgæðin eru óbreytt. Lagið þarna niðri er hið frábæra Fékkst Ekki Nóg með einni vanmetnustu hljómsveit Íslands, Múgsefjun.

Screenshot_2015-06-01-11-35-31

 

Offline spilun
Þar sem að Spotify treystir á netsamband til að streyma tónlist er líka hægt að vista heilu plöturnar og lagalistana í snjalltækið eða tölvuna. Vissulega tekur slíkt eitthvað pláss á því tæki sem lögin eru vistuð á en það er þó ekkert stórkostlegt magn miðað við margt annað.

Þessi möguleiki er ótrúlega þægilegur sé t.d. verið að fara í flug eða í ferðalag erlendis.

Lögin eru aðeins aðgengileg á tækinu í 30 daga og þarf þá að vista hann aftur eftir það fyrir spilun án netsambands.

Til að vista plötur eða lagalista er nóg að fara á þá síðu og smella á Available Offline hnappinn.

Screenshot_2015-06-01-13-31-40

Hann sést greinilega á meðfylgjandi mynd. Lagið sem er í spilun er hið frábæra Plus Ones með hljómsveitinni Okkervil River. Lagalistinn fyrir áhugasama heitir Tónlistarlegt uppeldi f. Rúnar Skúla og er opinn öllum.

Private Session
Tenging Spotify við Facebook gerir okkur kleift að sjá hvað vinir eru að hlusta á, þannig er gaman að sjá fólk kynna sér öll lögin í Eurovision, vera eitthvað lítil í sér að hlusta á sorgleg lög eða gíra sig upp fyrir hlaup með hörðum takti. Lögin birtast svo líka í Spotify forritinu í þar til gerðum stað fyrir vini að sjá.

En við viljum kannski ekki alltaf að allir sjái hvað við erum að hlusta á. Kannski vill harðkjarna pabbinn ekki að vinir hans sjái að hann taki sín Elton John kvöld eða að nú sé Frozen platan í sífelldri endurspilun.

Með einum takka er hægt að taka alla spilun úr deilingu þannig að aðrir sjái hvað er verið að hlusta á.

Til að setja Private Session í gang er nóg að fara í Settings – Private Session.

Screenshot_2015-06-01-13-21-08

Hér má sjá Private Session í gangi. Lagið í spilaranum er hið hressa sumarlag We´re From Barcelona með sænsku krúttsveitinni I´m From Barcelona.