Nú gengur yfir bylgja svokallaðra cryptolocker tölvupósta. Slíkir vírusar dulkóða gögn á tölvu þess sem sýkist og greiða þarf þrjótunum lausnargjald svo hægt sé að endurheimta gögnin sín. Svo virðist sem að óværan sleppi í gegnum vírusvarnir og því ber að hafa varann á.
Viðhengi í tölvupósti sem enda t.d. á .cab, .zip og .scr og eru frá óþekktum sendanda geta verið stórvarasöm ásamt því að sést hafa póstar í umferð sem innihalda heiti eins og:
Account #422076553069 Temporarily Locked
[Issue 52965D98CDAD6070] Account #422076553069 Temporarily Locked
[Issue 22107DF2F0658904] Account #644195622169 Temporarily Locked
Your account #47684820518 has been suspended
Your account #752169648581 has been blocked
Your account #320842126444 has been banned
Innihald póstins er síðan á ensku með svipuðu innihaldi.
Berist slíkur póstur í ykkar innhólf hvetjum við ykkur til að eyða honum samstundis.
Fékk þennan póst í morgun, en henti strax:
Mms transmission report=N37BA5CBC9913
Lucille Kotas
Sent: mið. 29.4.2015 11:36
To: jakob …
From: +07881-62-90-72
Size: 484
ID: N37BA5CBC9913
Filename: N37BA5CBC9913.cab
—
Lucille Kotas