Allt

Síminn með enn öflugri 4G senda

09/03/2015 • By

Allir 4G sendar Símans ná nú 150 Mbps hraða. Hröðustu 4G sendarnir náðu áður 100 Mbps og hefur hraðinn því aukist um 50%. Nýjasta uppfærsla sendanna tryggir þennan mikla hraða á sendum Símans.

4G farsímanet Símans nær nú til um 75% landsmanna. Það hefur stækkað ört síðustu mánuði. Bæði hefur netið verið þétt á höfuðborgarsvæðinu og stefnir í frekari uppbyggingu úti á landi, þar sem Siglufjörður og Húsavík eru næstir á dagskrá en einnig er uppsetning 4G á Flúðum í undirbúningi.4G

Nýjustu snjallsímarnir styðja þennan mikla hraða. Og hverjir eru þeir? Nefna má: iPhone 6, iPhone 6 Plus, Samsung Galaxy Alpha-, Note 4- og 3 ásamt S5 Mini, Sony Xperia Z3 og Z3 Compact, LG G2, Google Nexus 5, Nokia Lumia 930, 830 og 1520 týpurnar. Skoðaðu 4G símtækin hér.