Allt

Síminn sýnir nýja þætti á föstudag

02/03/2015 • By

Hreimsins besti þátturErtu nokkuð að missa af þessu góða í lífinu? Sjónvarp Símans er með þetta: Hreimsins besti er nýr spurningaþáttur – Stýrt af söngvaranum kunna Hreimi Erni Heimissyni, sem verður aðgengilegur í Sjónvarpi Símans á föstudag. Og nýjasta nýtt – Áhorfendur stýra ekki aðeins útsendingatímanum sjálfir heldur geta gefið þættinum einkunn að honum loknum. Það verður í þeirra höndum hvort gerðir verði fleiri þættirnir en þessir fjórir sem nú eru í vinnslu.

Stórveldið framleiðir þættina fyrir Símann og eru þeir teknir upp í Silfurtunglinu í Austurbæjarbíói. Hreimi til halds og trausts eru liðstjórarnir Pétur Örn Guðmundsson og Jóhannes Ásbjörnsson, Jói – en Simmi er hvergi nærri.

Áskrifendur að Sjónvarpi Símans mega búast við fleiri þáttum aðeins þar, því Síminn ætlar að opna Sjónvarp Símans fyrir dagskrárgerð af ýmsum toga. Ef einhver kemur með frambærilegan þátt til Símans, verður hann birtur og áhorfandinn metur það hvort hann vill sjá meira eða ekki.

Hreimsins  b 2 jói

Hreimsins besti 1.

Hreimsins b 3 allir

hreimur Hreimsins besti