Allt

Nota ljósleiðara við tónsmíðar

06/02/2015 • By

Ertu á leið á Vetrarhátíð? Viltu vita hvernig ljósleiðari hljómar? Þeir Curver Thoroddsen, Frímann Kjerúlf og Kristján Leósson hafa þjappað mánaðarlöngum sveiflum og titringi ljósleiðara niður í 40 mínútna tónverk.

Frímann lýsir hljóðunum sem þungum; svona drunur og stöðugur bassi. Hann er ekki aðeins myndlistarmaður heldur einnig eðlisfræðingur eins og Kristján. En hvernig er þetta gert? Leysi-ljósgeislum var í sífellu kastað eftir ljósleiðara Mílu frá Vogum á Vatnsleysuströnd í símstöð hennar í Breiðholti. Því var svo beint inn í mæli sem nam breytingarnar á ljósinu á leiðinni, sem þeir breyttu í hljóð og þeir unnu með Curver áfram.

Innsetning þeirra á tónverkinu verður til sýnis í Norræna húsinu á Vetrarhátið 5. – 8. febrúar. Síminn, Háskóli Íslands, Míla og Nýsköpunarsjóður Íslands eru bakhjarlar verksins, sem allir geta nú notið. frímann og curver