Allt

Sonar Reykjavík: Viltu læra að semja tónlist á snjalltækið þitt?

08/01/2015 • By

Viltu læra að semja tónlist á snjalltæki? Nú gefst 48 börnum og táningum tækifæri til að læra að búa til og framreiða tónlist á símum og spjaldtölvum í tengslum við tónlistarhátíðina Sónar Rúna1Reykjavík í febrúar. Settar verða upp vinnusmiðjur undir nafninu Sónar krakkar og lýkur þeim með tvennum tónleikum í Hörpu. Þar flytja þátttakendur frumsamda tónlist.

Síminn stendur stoltur fyrir Sónar krakkar vinnusmiðjunum og tónleikunum í samstarfi við Sónar Reykjavík, RÚV og Hörpu. Ástæðan er einföld. Okkur fannst verkefnið skemmtilegt og öðruvísi. Það sýnir öðruvísi nálgun á þau tæki sem tengjast kerfum Símans og við notkum öll dagsdaglega. Í vinnusmiðjunum læra þeir sem taka þátt að nýta tæknina á uppbyggilegan máta. Þær eru frábært tækifæri til að virkja sköpunargleðina.

Rúna Esradóttir og Björn Kristjánsson tónlistarkennarar sjá um kennsluna. Þau velja úr hópi umsækjenda þau heppnu sem komast að. Þau munu einsetja sér að setja saman góða hópa. Ekki er skylda að eiga snjalltæki eða að kunna á hljóðfæri til að taka þátt.Björn

Kynntu þér málið betur á: www.siminn.is/sonarkrakkar/

Fyrirkomulag:
• Öll börn fædd árin 2001-2005 geta sótt um. Ekki er nauðsynlegt að hafa bakgrunn eða menntun í tónlist til að taka þátt, en brennandi áhugi er mikilvægur.
• 48 börn verða valin: 24 stúlkur og 24 drengir.
• Allir þátttakendur hittast í Hörpu sunnudaginn 8. febrúar til að kynnast kennurum og öðrum þátttakendum.