Allt

Karaoke í Sjónvarpi Símans

16/12/2014 • By

Sjónvarp Símans er svo miklu meira afþreyingartól en marga grunar. Með því að smella á “VoD” takkann á fjarstýringunni og velja “Karaoke”, taka á móti þér um 50 íslensk karaoke lög og yfir 100 erlend lög, án þess að það kosti krónu aukalega. Nú er einfaldlega málið að snúa baki við óveðri og nepju og byrja að syngja af hjartans list.

Kareoke

Og úrvalið er ekkert slor, við sjáum dæmi :

Íslensk tónlist – “Draumur um Nínu” – “Lífið er yndislegt” – “Bahama” – “Little Talks” – “Það geta ekki allir verið gjördjöss” – “Is it true” – “Enga fordóma” – “Diskó Friskó” ofl. ofl.

Íslensk jólatónlist – “Ef ég nenni” – “Jólahjól” – “Snjókorn falla” – “Þú komst með jólin til mín” – “Ég sá mömmu kyssa jólasvein” – “Yfir fannhvíta jörð” – “Aðfangadagskvöld” – “Jólastund” ofl. ofl.

Dæmi um erlenda tónlist – “Dancing Queen” – “Crazy in love” – “Your Song” – “Careless Whisper” – “Billie Jean” – “Rio” – “I kissed a Girl” – “Someone Like You” – “Get Lucky” – “Royals” – “Happy” og um hundrað önnur eðal lög.