Allt

Moto X

13/11/2014 • By

Hinn forni fjarskiptarisi Motorola hefur ekki horft mikið til Íslands eða hinna Norðurlandanna almennt síðustu ár og því hafa nokkur tæki frá þeim sem almennt hafa slegið í gegn og unnið sér inn sterkan fylgjendahóp því alveg farið framhjá eyjunni okkar fögru.

Nú breytum við því.

Nýverið hófum við að selja hið rómaða snjallúr Moto 360 sem keyrir á Android Wear og var talað um hér á Símablogginu um daginn. Fallegasta snjallúr sem sá sem hér skrifar hefur séð.

Nú er komið að flaggskipi Motorola sem ber nafnið Moto X. Um er að ræða 2014 útgáfuna af tækinu sem er ný og endurbætt útgáfa af upprunalegu útgáfunni sem kom út í fyrra.

Moto X

Moto X er stílhreint og fallegt tæki með 5.2″ Full HD skjá, 13MP myndavél og öllum þeím fídusum sem eiga prýða flaggskip almennt. Moto X fer vel í hendi og virkar ekki eins stór og maður myndi halda. Moto X kemur úr  kassanum með Android KitKat en uppfærsla í Lollipop, nýjustu útgáfuna af Android er farin í loftið. Síminn keyrir Android eins næst og það kemur af kúnni, beint frá Google og er því nær ósnert af Motorola og því er upplifunin ekki ólík því að vera með Nexus tæki.