Allt

Símaappið með hlutverk í þýskri ástarsögu

11/11/2014 • By

hringurinn 1Símaappið varð til þess að gátan um týnda, þýska giftingarhringinn leystist farsællega í október. En í júlí tapaði þýsk kona fimm vikna gömlum giftingarhring í hestaferð með Pólarhestum fyrir norðan. Hún var ásamt eiginmanni sínum í brúðkaupsferð hér á landi og höfðu þau ákveðið að skella sér á bak litla, íslenska hestsins – sem nýtur fádæma vinsælda í Þýskalandi. Hringurinn hefur nú aftur verið dreginn á fingur henni. Ólíklegt er að hann hefði skilað sér á leiðarenda ef símanúmer hjónanna hefði ekki verið grafið upp með aðstoð Símans.

Vel á aðra milljón hafa séð umfjöllun Stern TV í Þýskalandi á Facebook. Tæplega sjötíu þúsund manns hafa “lækað” innslagið og fjöldi deilt því. Þá horfðu áhorfendur í Þýskalandi á söguna góðu í sjónvarpinu. Sagan heillaði og ekki síst frábært landslagið sem naut sín í hjartnæmu sögunni.

Mikil leit starfsfólks Pólarhesta að hringnum bar í fyrstu engan árangur en hann fannst svo um síðir í mold á bílastæðinu fyrir utan hesthúsin, eins og þýski frétttamaðurinn Stefan Uhl lýsir. Það leiddi af sér frábæra atburðarás, þar sem starfsfólk Pólarhesta leitaði eigandann uppi með aðstoð sjónvarpsstöðvarinnar.
Leitin að eigandanum tók tíma sinn, sérstaklega þar sem sími Juliane Brigitte Kauertz, sem segir söguna bæði í þýska sjónvarpinu og á mbl.is, hafði skemmst og hún hélt því að hún hefði glatað símanúmeri fólksins.

hringurinn 2Við hjá Símanum aðstoðuðum hana við að setja upp þjónustuappið og þar gat hún fundið símanúmer eigenda hringsins með hjálp starfsmanna Símans. En eins og við vitum geta viðskiptavinir séð sundurliðaða notkun sína 6 mánuði aftur í tímann í appinu, fyllt á frelsi, verslað og fengið aðstoð þjónustuvers.

Segja má að þessi ótrúleg ástarsaga þýsku ferðamannanna hafi fengið frábæran endi með ótrúlegri þrautsegju Pólarhesta og aðstoð Símans