Allt

Troðfullt á Berndsen á Laundromat

05/11/2014 • By

· Tónleikaþyrstir landsmenn með dagskrána á hreinu

Troðfullt var á Laundromat þar sem hljómsveitin Berndsen tryllti gesti. Stemningin var frábær og hægt að sjá stuðið hér. „Staðurinn tekur yfir 200 manns allt í allt, þar af 110 í sæti og það er varla auður blettur,“ segir Steinn Einar Jónsson, einn eiganda Laundromat í Austurstræti. Einnig var þétt setið þegar

Snorri Helgason sló fyrsta tóninn í þriggja daga tónleikaröð Laundromat, Símans og Spotify. Frábærir listamenn stíga á svið frá miðvikudegi fram á laugardagskvöld: Meðal þeirra eru Sóley, Lay Low, Grísalappalísa, Ylja og Sing Fang slær svo botninn á laugardag. „Já, það var sama stemning þegar Snorri spilaði og nú, svo grisjaðist út og nýir gestir bættust við. Nú fyrir Berndsen var meira að segja röð fyrir utan.

Miðvikudagur: 14:00 – Snorri Helgason. 16:00 – Berndsen. 18:00 – Vio Fimmtudagur: 13:30 – Fufanu. 15:00 Mr. Silla. 16:30 – Sóley. 18:00 – Lay Low. Föstudagur: 13:00 – Grísalappalísa. 14:30 – Mammút. 16:00 – Sísí Ey. 17:00 – Júníus Meyvant. 18:00 – Rökkurró. Laugardagur: 13:00 – Amaba Dama. 13:30 – Bartónar – Male Choir. 14:30 – Ylja. 16:00 – Valdimar.17:00 – Kött Grá Pjé.  18:00 – Sin Fang

 

berndsen laundromat röð berndsen 3