Allt

Moto 360

09/10/2014 • By

Á síðustu Google I/O ráðstefnu þar sem Google fer yfir helstu nýjungar í Android og öðrum þjónustum Google var Android Wear kynnt til leiks.

Android Wear er sérstök útgáfa af Android stýrikerfinu sem er aðeins hugsuð fyrir klæðanleg snjalltæki. Strax komu út nokkur snjallúr frá bæði Samsung og LG sem nota Android Wear en þau hafa enn ekki komið í sölu hér á landi þó það vonandi gerist fljótlega.

Mest hefur þó verið beðið eftir vöru Motorola með Android Wear sem þeir höfðu sagt frá sem kallast Moto 360 en þar er hönnun snjallúrsins upp á það allra besta og snjallúrið meira eins og fallegt úr frekar en smátölva á úlnlið.

Moto 360

Við erum komin með nokkur stykki af Moto 360 og það er komið í sölu. Um er að ræða mjög fá eintök enda eftirspurnin úti mikil og við gátum því ekki fengi fleiri eintök í þetta skiptið.

Moto 360 kemur með leðuról en hún er í sömu stærð og ólar á venjulegum úrum og því auðvelt að skipa um ól sé áhugi fyrir því.

Snjallúr með Android Wear virka aðeins á móti snjallsímum sem keyra Android en í úrið flæða tilkynningar frá símanum ásamt því að hægt er að svara skilaboðum, stýra Spotify og sjá dagatalið í úrinu. Moto 360 er líka með púlsmæli og skrefateljara sem fylgist með hreyfingum yfir daginn og tekur stöðuna á púlsinum. Mörg forrit eru komin með Android Wear stuðning og má þar t.d. nefna Google Maps, Endomondo, Evernote, Google Keep, WhatsApp.

Þar sem magnið sem kom af Moto 360 er mjög takmarkað verður úrið aðeins selt í verslun okkar í Kringlunni. Kíkið við og skoðið úrið, það er ótrúlega fallegt.