Allt

iOS 8 er komið

17/09/2014 • By

Apple hafa ýtt á stóra græna takkann og iOS 8, nýjasta útgáfan af stýrikerfinu þeirra fyrir iPhone og iPad er tilbúin fyrir okkur öll að njóta.

En hvað er nýtt ? Er eitthvað sem má ekki fara framhjá neinum ? Það sem mér finnst merkilegast við þessa uppfærslu, í engri sérstakri röð er.

Útskiptanleg lyklaborð

Ha ? Fyrst núna segja Android notendur en núna loksins er hægt að skipta út lyklaborðinu í iOS fyrir eitthvað allt annað. Swiftkey, eitt það allra besta lyklaborð sem Android notendum býðst upp á er auðvitað í boði á iOS 8. Mæli með að sem flestir kíki á það, gáfur Swiftkey eru slíkar að sparar ótrúlega oft mikinn innslátt á lyklaborðið og íslensku stuðningur í Swiftkey er til fyrirmyndar þó hann sé ekki enn komin í iOS 8 en kemur eflaust fljótlega.

Hvað er að eyða rafhlöðunni þinni ?

iOS 8 segir þér núna hvaða öpp eru að eyða rafhlöðunni þinni og þannig geturðu hreinlega hent út appi sem er að fara illa rafhlöðutímann.

Samfelld samskipti (continuity)

Apple eru loksins farnir að notfæra sér skýið, eitthvað sem þeir voru ekki alveg búnir að gera og þú getur byrjað að vinna með t.d. skjal á iPhone eða iPad og fært þig yfir á Apple tölvu og haldið áfram. Eða öfugt og stokkið af stað frá skrifborðinu og haldið áfram að klára það sem þarf að klára.

Myndavélin

Í iOS 8 verður hægt að taka svokölluð time-lapse myndskeið, stilla fókusinn meira og vinna meira með myndirnar.

Spotlight leitin

Leit á iPhone og iPad er enn öflugri. Leitin nær núna yfir fleiri hluti og inn í öpp sem ætti að þýða að hún verður nothæfari.

Widgets

Eitthvað sem Android notendur þekkja, en widgets eru smáforrit sem keyra á í tilkynningarslánni til hliðar við forritið sem þau eru annars hluti af. Þannig er hægt að hafa widget sem sýnir stöðuna í leikjunum í boltanum sem uppfærist í rauntíma, annað sem sýnir veðrið á nokkrum stöðum og enn annað sem gerir þér kleift að stýra Spotify. Allt aðgengilegt bara með því að draga slánna niður.

Ótrúlega þægileið flýtileið og virkilega þægilegt fyrir auðveldar aðgerðir.

Widgets

Heilsa

Í iPhone 5S kynnti Apple til sögunnar sérstakann örgjörva M7 sem gerir ekkert annað en að geyma og vinna úr öllum þeim gögnum sem fjölmargir nemar á iPhone 5S skynja, finna og nema. Í iOS 8 er komið app sem sýnir þessi gögn öll skilmerkilega og segir þér hversu langt þú hefur gengið, hversu miklu þú hefur brennt og hversu vel þú ert að ná að sofa.

Stórbætt tilkynningarslá

Nú er hægt að bregðast við tilkynningum beint í stað þess að opna app sérstaklega. Þannig er til dæmis hægt að svara skilaboðum beint í lock screen eða svarað beint í tilkynningar slánni
. Sparar sporin og verður eflaust enn betra þegar að fleiri öpp byrja að nýta sér þetta.

Og svo auðvitað allt hitt….

Þessi uppfærsla er full af nýjum hlutum. breytingum og bætingum. Apple sjálfir kalla þetta tímamóta uppfærslu en tíminn verður að leiða það í ljós.

Áður en uppfært er bendum við sérstaklega notendum a að taka afrit (backup) af tækjunum sínum þar sem uppfærslur sem þessar geta klikkað. Þá er gott að eiga afrit.

Uppfærslan er líka nokkuð plássfrek og það gæti verið að þú þurfir að taka til á tækinu þínu áður en að þú getur sett upp iOS 8. Þó tekur uppfærslan minna pláss sé tækið tengt við tölvu og uppfært í gegnum iTunes en að uppfæra þráðlaust í gegnum Settings – General – Software Update.