Allt

Tugmilljóna króna gsm, 3G og 4G búnaður aftur í gang eftir bruna

10/07/2014 • By

Skeifan brennur 6.7.14

4G farsímasendir Símans, sem í síðustu viku var settur upp í Skeifunni, slapp óskemmdur ásamt 2G og 3G sendum þegar eldur kviknaði í fatahreinsun Fönn á sunnudagskvöld. Eldurinn breiddist víða út um húsalengjuna en endinn þar sem sendarnir standa slapp. Sendarnir héldu sambandi þar til rafgeymar tæmdust, en rafmagn var tekið af byggingunni upp úr 22 á sunnudagskvöld vegna stórbrunans.

Eftir vettvangskoðun Símamanna á mánudagsmorgun var allt útlit fyrir að búnaðurinn hefði sloppið. Það fékkst þó ekki endanlega staðfest fyrr en rafmagnið var aftur komið á hann nú í morgun. Verðmæti búnaðar Símans í Skeifunni er vel á annan tug milljóna svo mikið var fagnað þegar ljóst var að hann virkaði sem skyldi.

Síminn þakkar slökkviliðinu fyrir frábært starf.

Blússandi umferð var um sendana á meðan húsið brann. Gagnamagnsnotkunin, sem bendir til myndsendinga, var mjög mikil. Einhverjir viðskiptavinir Símans gætu hafa fundið fína hnökra á sambandinu í Skeifunni í vikunni en þeir hverfa nú þegar sendarnir eru aftur komnir í notkun og sambandið sterkara en nokkru sinni fyrr með 4G.

4G væðing Símans hefur verið hröð á þessu ári. Auk þessa nýja sendis í Skeifunni hefur 4G netið verið þétt hratt á höfuðborgarsvæðinu fyrir sumarið: Nýir sendar bæði í Árbæ og Breiðholti. Þá er Síminn nú með 4G samband í Hafnarfirði, Reykjavík, Garðabæ, Vestmannaeyjum, Keflavík, Hvalfirði, Borgarnesi og Stykkishólmi. Einnig á Akureyri og Þingvöllum, á Egilsstöðum og Borgarfirði. Í hverri viku er unnið að því að þétta þetta hraðasta farsímanet sem býðst um þessar mundir.

Ertu ekki örugglega með rétta búnaðinn fyrir 4G? Hér sérðu símtækin sem virka á 4G og hér er búnaður sem fleytir þér inn á þetta hraðasta farsímanet sem nú býðst í ferðalaginu.