Allt

Adolf Ingi kominn upp á Esju: Lýsir HM leik fyrir Símann

16/06/2014 • By

Adolf Ingi á EsjunniAdolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður er kominn upp á Esju en þaðan lýsir hann leik Þjóðverja og Pólverja á HM! Ha, af Esjunni? Jamm…

Adolf Ingi lýsir leiknum í gegnum appið að Sjónvarpi Símans og af spjaldtölvu. Leiknum verður streymt með 3G/4G farsímaneti Símans. Hægt er að sjá lýsinguna á HM-síðu Símans og í borða Símans á mbl.is.

Viðskiptavinir Símans sem kjósa að horfa á 3G/4G netum Símans greiða ekki aukalega fyrir niðurhalið en lýsingin er að sjálfsögðu opin öllum netverjum.

„Þetta verður mjög fróðlegt,” sagði Adolf Ingi þar sem við náðum honum uppi á Esjunni fyrir rúmri klukkustund. “Ég hef aldrei lýst við þessar aðstæður áður. Þetta verður áskorun, sem er nú ekki vandamál, því ég hef gaman að því að fást við áskoranir.“

Með Adolf Inga í för eru strákarnir í framleiðslufyrirtækinu Tjarnargötinni. Þeir mynda og streyma og eiga hugmyndina af þessu litla ævintýri.

Leikurinn hefst á í dag kl. 16 eða eftir rúmt korter. Missum ekki af honum. Mælum með því að horfa á sjónvarpið og hafa Adolf Inga á sófakantinum í spjaldtölvunni eða símanum. Góða skemmtun.