Allt

Horfðu á eldflaugarskot á Íslandi núna!

15/05/2014 • By

a videoUppfært: 8.32

Nú er um það bil korter í næsta eldflaugarskot af Mýrdalssandi. Búast má við skotinu um 8.45. Undirbúningur stendur sem hæst og hægt að fylgjast með honum á streyminu af 4G sendi Símans sem fluttur var á svæðið.

***

Tæknifræðingur hjá Símanum er nú á Mýrdalssandi að aðstoða háskólanema í HR við að skjóta upp eldflaug! Þetta er hreint frábært framtak enda ekki á hverjum degi sem eldflaug er skotið upp á Íslandi.
Síminn styður þetta draumaverk háskólanemanna bæði með fjárframlagi og með því að setja upp sendi á staðnum og síma í eldflaugina til þess að hægt sé að safna upplýsingum um skotið.
Hér má fylgjast með þessari fyrstu íslensku eldflaug. Búast þeir við að skotið verði upp um klukkan 8. Streymið er að hefjast og hægt að fylgjast með undirbúningnum.
Linkurinn hér: https://sites.google.com/site/rumjolnir/videos
Nánar um verkefnið.