Allt

Margrét úr VÖK í Iceland Airwaves auglýsingum Símans

01/11/2013 • By

vokMargrét Rán Magnúsdóttir segir frá því í viðtali við fréttavefinn Vísi að hún vonist til þess að hljómsveitin hennar Vök feti í fótspor Of Monsters and Men og nái heimsathygli. Vök steig þrisvar á svið á troðfullri utandagskrá Iceland Airwaves í dag. Þetta er fyrsta tónleikahátíð sveitarinnar sem vann Músíktilraunir nú í vor.
Hljómsveitin, sem Ólafur Alexander og Andri Már skipa einnig, spilaði klukkan tólf í Kringlunni og þrjú á KEX Hosteli. Þar var tónleikunum útvarpað á KEXP vefstöðinni frá Seattle. Vök sigraði í Músíktilraunum eins og Of Monsters and Men sem fékk einmitt þetta sama tækifæri að spila á KEXP í kjölfarið og hefur nú náð heimsfrægð.
Margrét situr fyrir í auglýsingum Símans fyrir Iceland Airwaves ásamt fleiri tónlistarmönnum.
Þeir sem vilja ekki missa af þessari hæfileikaríku hljómsveit geta sótt Iceland Airwaves-app Símans og fundið stað og stund síðustu tónleika dagsins. Android símaeigendur í Play Store en iPhone eigendur í App Store.
Síminn heldur einnig úti utandagskrártónleikum í Stúdentakjallaranum. Agent Fresco eru rétt við það að stíga á svið. Á morgun hefjast tónleikar klukkan 14.30 á tónum Halleluwah. Kíktu á OFF VENUE dagskrána hér.