Allt

Spotify Premium í snjallpökkum Símans

21/08/2013 • By

Spotify og Síminn í samstarf og Hjaltalín, Ylja og Sometime spila á Kex Hostel í kvöld; miðvikudaginn 21. ágúst. Við ætlum að fagna því að Premium áskrift Spotify fylgir nú Snjallpökkum Símans.
Premium tryggir viðskiptavinum betri hljómgæði, tuttugu milljónir laga í símtækið sitt, spjaldtölvu eða fartölvu, og að engar auglýsingar verði á vegi þeirra á Spotify. Premium er rjóminn á kökunni, créme de la créme, já eða eins og við segjum: rúsínan í pylsuendanum!

Tónleikum Ylju, Hjaltalín og Sometime, verður streymt á vef Símans í kvöld. Frábært, þá þurfa þeir sem ekki komast ekki að missa af stemningunni og magnaðri tónlistinni. Þeir geta hlustað og horft í gegnum snjalltækin eða tölvuna. Hljómsveitirnar stíga í þessari röð á svið.

Og það praktíska: Með samningnum við Símann fá allir viðskiptavinir Símans aðgang að þessari lúxusþjónustu Spotify; Premium áskriftinni, án aukagjalds í hálft ár gegn hálfs árs samningi við Símann.NM58829_FB_cover