Allt

Fimm myndavélar Símans streyma frá Vessel Orchestra í Reykjavíkurhöfn

17/05/2013 • By

Vessel Orchestra - Opnunaratriði Listahátíðar í ReykjavíkurhöfnFimm myndavélar, tvær um borð í bátum í Reykjavíkurhöfn, verða notaðar til að streyma verki Lilju Birgisdóttur, Vessel Orchestra inn á heimili landsmanna. Það er opnunarverk Listahátíðar í Reykjavík.

Ekki nóg með að hægt sé að fylgjast með verkinu á siminn.is. Því verður útvarpað á Rás 2.

Myndavélunum var stillt upp fyrr í dag og var yfirsýnin yfir höfnina góð.Lilja lofar tilkomumikilli sjón þegar hún stýrir skipstjórunum á skipsflautunum en hljómur skipsflautna hafa alla tíð heillað hana.
„Og þegar ég komst að þessu merkilega elementi að engin þeirra er eins, og hver og ein hefur sinn hljóm vegna þykktar, lengdar flautunnar og skrúfanna í þeim, fannst mér spennandi að nota þær sem hljóðfæri í tónverk,“ sagði Lilja þegar samvinna Listahátíðar og Símans var kynnt.

Vessel Orchestra verður flutt klukkan 17.45 – 17:55 á miðbakka Reykjavíkurhafnar og streymt á siminn.is.