Allt

Lay Low í beinni á Siminn.is – #laylowlive

01/05/2013 • By

Laugardaginn 4. maí klukkan 21 mun verður haldinn einstakur viðburður. Þá mun hún Lay Low bjóða landi, þjóð og öllum heiminum á tónleika í stofunni heima í stofunni hjá sér . Tónleikunum verður nefnilega streymt á netinu í boði Símans. Tónleikarnir verða teknir upp samhliða streyminu og því geta aðdáendur Lay Low bráðlega keypt tónleikaplötu frá söngkonunni.

703840fe6048401604e6fbb992c6f2f4

Lay Low hefur gert það gott undanfarin ár bæði hér heima og erlendis og hefur meðal annars farið á tónleikaferðalög með Of Monsters and Men og bresku hljómsveitinni Daughter.

Við hvetjum alla til þess að heimsækja siminn.is/laylowlive og horfa á þennan einstaka viðburð í beinni útsendingu og taka þátt í umræðunni á Twitter undir merkinu #laylowlive.

Vertu heima í stofu á laugardaginn og horfðu á Lay Low spila, heima í stofu með Símanum.