Allt

Síminn flytur inn til Pennans á Ísafirði

29/04/2013 • By

Með fullan bíl af innréttingum ekur Borgar Jónsteinsson, rekstrarstjóri verslunarsviðs Pennans Eymundssonar, nú vestur á firði. Breyta á versluninni við Hafnarstræti 2, Silfurtorgi, á Ísafirði fyrir fimmtudag. Þá hefst formleg samvinna við Símann.

Penninn er nýr endursöluaðili Símans, tekur við að Særafi sem heldur þó áfram að þjónusta viðskiptavini Símans í vanda með búnað.

Steingrímur Rúnar Guðmundsson fylgir Símanum eftir sem fyrr og hefur nú störf hjá Pennanum Eymundssyni. Hann sinnir ekki aðeins símastörfum heldur tekur við verslunarstjórastöðunni.

Takið því eftir: Síminn verður núna í gömlu Bókhlöðunni; í Pennanum Eymundssyni á Ísafirði.