Allt

Síminn lofar samfélagsábyrgð

12/04/2013 • By

Síminn er nú meðal þeirra fyrirtækja sem ritað hafa undir UN Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð fyrirtækja.

Síminn er eina íslenska fjarskiptafyrirtækið sem á aðild að Global Compact. Rúmlega sjö þúsund fyrirtæki um allan heim hafa ritað undir samfélagsábyrgðarsáttmálann. Þar af eru um 570 á Norðurlöndunum. Síminn er ellefta íslenska fyrirtækið sem fær aðild.

„Með því að skoða og greina það sem við gerum tryggjum við að skuldbinding Símans til samfélagslegrar ábyrgðar verði samfélaginu, viðskiptavinum fyrirtækisins og starfsfólki þess til hagsbóta,“ segir Fanney Karlsdóttir, sérfræðingur Símans í samfélagsábyrgð.
Samfélagsábyrgðarsáttmálinn styðst við tíu viðmið, byggð á alþjóðasamningum:

• Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna
• Yfirlýsingu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um grundvallarreglur og réttindi vinnustaða
• Ríó-sáttmálanum um verndun líffræðilegs fjölbreytileika
• Sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu

Hversu magnað er það?