Allt

Íslensk sportrás í Sjónvarpi Símans

25/02/2013 • By

Íslenska íþróttastöðin Sport TV, sem hingað til hefur sérhæft sig í útsendingum á íþróttaviðburðum á netinu, er komin í Sjónvarp Símans. Stöðin byrjar með stæl, sýndi frá ítalska boltanum í gær og gerir aftur í kvöld. Klukkan 20 í kvöld má sjá leik Lazio – US Pescara. Stöðin er nr. 17 á myndlyklum Símans.

Rásin er opin, rétt eins og ÍNN og RÚV. Hana sjá allir sem með fulla sjónvarpsþjónustu. Í byrjun verða beinar útsendingar um helgar en uppfyllingarefni þess á milli. Áfram má fylgjast með Sport TV á slóðinni www.sporttv.is. Góða skemmtun.

http://www.sporttv.is/Frettir/