Allt

Við leitum að UNIX meistara!

31/01/2013 • By

Fyrirtækjasvið Símans leitar að öflugum UNIX sérfræðingi til að taka þátt í fjölbreyttum og spennandi verkefnum. Starfið felst fyrst og fremst í rekstri á UNIX kerfum sem eru í hýsingarumhverfi Símans. Verkefnin tengjast öllu frá vefþjónum yfir í stór kerfi viðskiptavina. Við leitum að sveigjanlegum og jákvæðum einstaklingi sem hefur frumkvæði og getu til að vinna sjálfstætt.

Hjá Símanum er starfsfólki boðið upp á að vinna að fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum í lifandi umhverfi. Teymisvinna er öflug og áhersla lögð á að starfsmenn vinni saman sem ein heild. Boðið er upp á sveigjanlegan vinnutíma, góðan aðbúnað og möguleika á starfsþróun.

Nánari upplýsingar um starfið og hæfniskröfur má finna á http://www.siminn.is/storf-i-bodi/

Hvað segir Símafólkið?