Allt

Gríptu ótrúleg augnablik – #RIG13

25/01/2013 • By

Núna um helgina hefst seinni keppnishelgin á Reykjavíkurleikunum, Reykjavík International Games. Um síðustu helgi var keppt í fullt af skemmtilegum greinum eins og frjálsum, fimleikum, júdó og mörgum fleirum. Núna verður hins vegar keppt m.a. í ólympískum lyftingum, keilu, dansi og sundi, ásamt fleiri greinum. Nánari upplýsingar um dagskrá leikanna má finna á heimasíðu RIG – www.rig.is.

Síminn er samstarfsaðili RIG og hefur verið það frá upphafi. Við erum mjög stolt af því að koma að þessum flotta viðburði og það verður gaman að fylgjast með honum vaxa í framtíðinni. Við hvetjum alla að fara og verða vitni að frábærum íþróttaafrekum um helgina.

Að sama skapi hvetjum við fólk til að taka þátt í að deila myndum á Instagram, Facebook og Twitter. Merki keppninnar er #RIG13. Nú þegar hefur fjöldinn allur af myndum borist inn og við búumst við enn meiri fjölda um helgina. Því er um að gera að hafa snjallsímann á lofti, grípa ótrúleg augnablik og deila þeim með vinum sínum.

Síðast en ekki síst viljum við þakka ykkur sem hafa horft á og deilt myndbandinu þar sem fimleikamaðurinn Jón Sigurður úr Ármanni skorar 4 körfur í röð með fótunum á meðan hann sveiflar sér á slá. Myndbandið var framleitt til að vekja athygli á Reykjavíkurleikunum og hefur það núna fengið um 70.000 áhorf. Eins og áður hefur komið fram var myndbandinu breytt með 3D tæknibrellum, en það gerir það samt ekkert minna skemmilegt.