Allt

Tímaflakk: Þekki ekki betri breytingu á íslensku sjónvarpi síðustu þrjá áratugi

17/01/2013 • By

Tímaflakkið er bylting fyrir sjónvarpsáhorfendur – Get ekki séð það öðruvísi. Finnst þessi áfangi svona álíka stór og þegar skipt var úr svart/hvítu í lit, sem leyft var hér á landi árið 1975. Ekki það að ríflega þrítug skvísa muni það! En veit að mikið þarf að ganga á svo það svart/hvíta heilli.

En það er kristaltært í huga mínum að tímaflakkið er meiri breyting en að sjá dagskrána í háskerpu eða henda túbunni fyrir flatan skjá. Þetta er áfanginn þar sem segja má að dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvanna hættir að ákveða hvenær áhorfandanum þóknast að horfa á fréttir, gamanþætti og kvikmyndir og hann tekur völdin í sínar hendur.

Á heimili undirritaðrar í Kópavogi hefur sjónvarpsnotkunin stökkbreyst á hálfum mánuði. Til að mynda í gærkvöldi kláraði eiginmaðurinn uppgjör handboltaleiksins milli Dana og Íslendinga á HM á sportrás 365. Þá passaði einmitt fyrir mig að byrja á Grey’s, enda þættinum nýlokið á Stöð 2.

Klukkan 22.20 horfði ég á tíufréttir RÚV, svo aðalfréttatímann (enda í mat hjá tengdó á kvöldmatartíma). Loks renndi ég yfir fréttir Stöðvar 2 og kíkti á BBC entertainment og tékkaði á Steven Frey og IQ spurningaþættinum hans, sem var fyrr um kvöldið.

Nú tekur ekki allan klukkutímann milli 18.30-19.30 að horfa á fréttir sjónvarpsstöðvanna. Ég bíð með þær, hef meiri tíma fyrir börnin á kvöldmatartíma og þegar tími gefst fyrir fréttir kvöldsins spóla ég yfir þær óáhugaverðu og vel það sem kveikir áhugann hverju sinni.

En hvað er þetta tímaflakk? http://spyr.is/sida/S%C3%ADminn/427