Allt

Ásgeir Trausti vinsæll í VoDinu

21/11/2012 • By

Það virðist sama hvar Ásgeir Trausta ber niður. Hann slær í gegn. Nú hafa rétt um 1.400 manns hlustað á plötuna hans Dýrð í dauðaþögn í Sjónvarpi Símans; VoDinu – margir oftar en einu sinni. Það er met. Þannig er það bara.

Platan Börn Loka með Skálmöld fær einnig góðar móttökur. 635 hafa hlustað á hana og nýja platan hans Friðriks Dórs Jónssonar, Vélrænn, fylgir henni fast á eftir. Nærri sex hundruð höfðu hlustað á plötuna frá byrjun mánaðar. Frábært það.

Topp popplisti Símans:

1. #1300 Plata: Dýrð í dauðaþögn – 1.367

2. #1500 Plata: Börn Loka              – 635

3. #1600 Plata: Vélrænn                 – 581

4.  #1400 Plata: Önnur Mósebók       – 387

5. #1700 Plata: Kiriyama Family     – 274