Meira Ísland

Hringferð Símans

14/07/2012 • By

Við höfum nú ferðast vítt og breitt um Ísland með Villa og safnað áhugaverðum sögum um fólk og staði. Við höldum áfram ferðum okkar og ætlum á næstu dögum að fara hringinn í kringum Ísland til að prufa alla þá möguleika sem nýjustu snjallsímarnir hafa upp á að bjóða á stærsta 3G neti landsins.

Með í för verður bunki af Samsung símum sem verða gefnir á hverjum landshluta. Á hverjum stað fyrir sig verður lögð fyrir þraut og sá fyrsti sem leysir þrautina mun fá Samsung síma að launum.

Vísbendingar verða gefnar á Facebook og Twitter síðum Símans en einnig verður hægt að fylgjast með ferðalaginu á Instagram, Foursquare og Símablogginu.

Fylgist með á Facebook, lærið með okkur á græjurnar, sendið okkur áskoranir og takið þátt. Allir eiga jafna möguleika!