Sjónvarp

Horfðu á EM í háskerpu

07/06/2012 • By

HD veislan í Sjónvarpi Símans heldur áfram!

Það hefur verið staðfest að RÚV HD er komin til að vera á rás 201 í Sjónvarpi Símans. Það hefur líka verið staðfest að langflestir leikirnir  á Evrópumótinu í sumar verða sýndir í háskerpu á RÚV HD. Þeir örfáu leikir sem ekki sýndir í beinni útsendingu á RÚV er hægt að sjá á rás 199 í Sjónvarpi Símans, en það er aukarás frá RÚV.

Allir viðskiptavinir með Ljósnet hafa aðgang að háskerpu en einnig stór hluti af ADSL viðskiptavinum. Línugæði þurfa þó að vera mjög góð. Upplýsingar um línugæði má fá með símtali í 8007000, heimsókn í eina af verslunum okkar eða með tölvupósti í 8007000@siminn.is. Svo er bara að endurræsa myndlykilinn!

Nú er loksins hægt að njóta þess að eiga flatskjá. Ekki missa af Evrópumótinu í HD!