Sjónvarp

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í HD

19/05/2012 • By

Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu mun fara fram í kvöld, laugardaginn 19. maí, klukkan 19:00. Um er að ræða einn stærsta íþróttaviðburð heims og því má búast við að landsmenn flykkist að sjónvarpsskjánum til að horfa á Chelsea mæta Bayern á Allianz vellinum í Þýskalandi.

Leikurinn verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport en líka á Stöð 2 Sport HD. Allir sem eru með Ljósnet hafa aðgang að háskerpu og líka stór hluti ADSL viðskiptavina. Til þess að fá rásina inn á myndlykilinn þarf að skrá sig í HD áskrift sem kostar 0 kr og endurræsa myndlykilinn. Þeir sem eru nú þegar með slíka áskrift þurfa líka að endurræsa lykilinn til að fá rásina inn. Háskerpuáskriftin er á 0 kr eins og er í kynningarskyni, en með henni færðu aðgang að 7 erlendum stöðvum sem eru allar sýndar í háskerpu.

Það er gríðarlega einfalt að skrá sig í þessa 0 kr. áskrift með því að fylgja einföldum leiðbeiningum hér. Nánari upplýsingar um háskerpu má finna hér: http://www.siminn.is/einstaklingar/sjonvarp/haskerpa/.

Þar sem það er engin dagskrá á HD stöðinni þangað til leikurinn byrjar klukkan 19:00 mætir þér svartur skjár þegar þú kveikir á stöðinni. Mynd kemur svo á skjáinn klukkan 19:00.

Góða skemmtun!