Allt

Auka EM rás í Sjónvarpi Símans

13/01/2012 • By

Sjónvarp Símans sendir út sérstaka EM rás í samstarfi við RÚV og Vodafone á meðan EM í handbolta stendur yfir í Serbíu. Rásin, sem heitir Vodafone EM,  sendir út  í opinni dagskrá það efni sem ekki verður sýnt á RÚV.  Aukaefnið verður aðgengilegt á  rás 224 hjá viðskiptavinum Símans sem eru með Sjónvarp Símans. Dagskrá hennar verður einnig send út í háskerpu á rás 223.

Sem fyrr segir er rásin viðbót við umfangsmikla handboltaumfjöllun RÚV af mótinu þar sem leikir íslenska landsliðsins munu spila stóran sess enda allir leikir landsliðsins sendir út á RÚV

Í einhverjum tilfellum verða sömu leikir sýndir á Vodafone EM og hjá RÚV og í þeim tilvikum sem RÚV sendir út seinni hálfleik eftir kvöldfréttir mun fyrri hálfleikur verða aðgengilegur í gegnum aukarásina.

Til þess að fá inn rásirnar þarf að endurræsa myndlykil Sjónvarps Símans og sem fyrr segir er aukarásina að finna númer 224 og 223 í HD.