3G

Netið í Símanum

10/11/2011 • By

Það er gömul mýta að það kosti annan handlegginn af að fara á netið í símanum. Það er satt og rétt að þegar 3G kom fyrst varð sprenging í gagnamagni og fólk fékk allt of háa reikninga. En við höfum lagað okkur að þörfum markaðarins og komið með lausnir sem eru á fínu verði og henta flestum, allavega fyrir notkun innanlands. Í raun kostar bara 25 kr á dag að fara á netið, en innifalið í þeim 25 krónum eru 5 Mb. 5 Mb hentar flestum þeim sem nota netið einstaka sinnum, t.d. til að skoða fréttir eða kíkja á Facebook. Ef notkun fer yfir 5 Mb á dag þá er rukkaður annar dagpakki.

Snjallsímanotendur nota netið meira heldur en hinn almenni meðaljón, enda eru þeir yfirleitt með sítengingu við tölvupóst og fleiri smáforrit sem heimta frekari notkun á internetinu. Þess vegna er mælt með því að þeir sem kaupa sér snjallsíma kaupi sér einhverja gagnaáskrift til þess að vera ekki rukkaðir um dagpakka oft á dag. Síminn býður upp á 3 mismunandi áskriftarleiðir, sem henta mismunandi hópum snjallsímanotenda.

Netið í Símann 1 inniheldur 300 Mb af gagnamagni og kostar bara 490 kr. Þessi leið hentar mjög vel fyrir þá sem eru að kaupa sinn fyrsta snjallsíma. Leiðin er frábær fyrir þá sem eru mest í því að skoða póst og vafra á netinu, til dæmis að skoða fréttir og Facebook. Hún er ódýrari heldur en dagpakkaleiðin ef þú ferð á netið á hverjum degi (30 x 25 kr= 750 kr) og einnig tekur hún mið af notkun yfir allan mánuðinn, ekki bara innan dags.

Netið í Símann 2 er frekar miðuð fyrir þá sem nota netið í símanum mikið. Innifalið í pakka 2 er 1 GB af gagnamagni og hún kostar 1090 kr á mánuði. Þeir sem kaupa þessa leið eru yfirleitt vanir snjallsímanotendur sem nota símana sína í að horfa á myndbönd, hlusta á tónlist, sækja póst og leika sér í smáforritum.

Netið í Símann 3 er sannkölluð stórnotendaleið, með 3 GB inniföldum og kostar 1690 kr. Stórnotendur eru þeir sem nota símana sína stöðugt og stóla mikið á að vera sítengdir við netið. Þeir nota símana sína til að horfa á myndbönd, hlusta á tónlist, hlaða niður pósti, leika sér í smáforritum, skoða stór skjöl og til að tengja tölvur við netið (e. tethering).

Það eru nokkrar leiðir til að fylgjast með hversu mikið gagnamagn hver og einn er að nota. Ein leið er að fara inn á M.Siminn.is í símanum sínum. Þar er hægt að sjá hversu mikið maður hefur notað af inniföldu gagnamagni. Android notendur geta líka sótt sér græju í símann sinn á Android Market sem sýnir þeim í rauntíma hversu mikið þeir eru búnir að nota. Eins og er virkar græjan bara fyrir notendur í áskrift hjá Símanum, en vonandi verður það í boði fyrir Frelsisviðskiptavini fyrr en seinna. Svo geta allir farið á Þjónustuvef Símans og fylgst með notkuninni og gert breytingar á milli áskriftarleiða ef þess þykir þörf.

Græja fyrir Android

Til að geta notað alla þá möguleika sem snjallsíminn býður upp á er best að vera í góðu 3G sambandi. Allar upplýsingar um 3G senda um landið er að finna á Síminn.is.

Nánari upplýsingar um verð og annað er hægt að finna á Síminn.is.