Netið, Sjónvarp

BBC iPlayer og Sjónvarp Símans

02/08/2007 • By

iPlayer - lógóBBC kynnti í síðustu viku forritið iPlayer, en forritið gerir breskum netnotendum kleift að hlaða niður nær öllu efni sem BBC hefur sent út síðustu vikuna og spila á tölvunni þegar þeim hentar.

Forritið er enn í Beta útgáfu. Þessi fyrsta útgáfa hefur fengið misjafna dóma, en BBC hefur stór plön og stefna að því að meira og minna allt efni sem BBC hefur framleitt í gegnum tíðina verði með tímanum aðgengilegt í gegnum iPlayer. Að sjálfsögðu munu þeir einnig vinna úr þeim tæknilegu vandamálum sem notendur Beta útgáfunnar hafa hafa verið að lenda í.

Sjónvarp Símans - FjarstýringSjónvarp Símans hefur um alllangt skeið boðið notendum upp á sambærilega þjónustu fyrir Fréttir RÚV og valið efni af Skjánum, bæði nýtt og gamalt. Stefnan er að auka efnisframboð í þessari þjónustu verulega á næstu misserum og mun m.a. íslenskt efni frá Stöð 2 og öðrum miðlum 365 verða aðgengilegt þar innan tíðar.

Til að nálgast efnið í Sjónvarpinu þínu smellirðu á VOD hnappinn á fjarstýringunni. Síðan velur þú “Frítt Efni” úr valmyndinni og þá blasir efnisúrvalið við þér. Vinsælasta efnið eru fréttatímar liðinnar viku, en eldra efni, t.d. gamlir þættir með Silvíu Nótt hafa líka notið mikilla vinsælda.

Ef þitt heimili er ekki eitt þeirra meira en 30 þúsund heimila sem eru með Sjónvarp Símans, getur þú kynnt þér þjónustuna hér