Allt, Leikir

Zelda valinn besti leikur allra tíma

05/07/2007 • By

Tölvuleikjablaðið EDGE hefur valið 100 bestu tölvuleiki allra tíma út frá lesendakönnun. Legend of Zelda: Ocarina of Time fékk flestu atkvæðin og er einn af fimm leikjum sem hafa nokkurn tímann fengið 10 af 10 í einkunn frá upphafi í gagnrýni EDGE blaðsins. Resident Evil 4 er í öðru sæti og Súper Mario 64 er í þriðja sæti.

Zelda Carina of Time1. Legend of Zelda: Ocarina
2. Resident Evil 4
3. Super Mario 64
4. Half Life 2
5. Super Mario World
6. Zelda: A Link to the Past
7. Halo: Combat Evolved
8. Final Fantasy XII
9. Tetris
10. Super Metroid

Aðeins einn PC leikur er á topp 10 listanum sem er Half-Life2 en annars eru það leikjavéla leikir sem verma öll hin sætin á þessum top 10 lista. Auk þess eru engir fjölnotendanetspuna leikir (Massive Multiplayer Online Role-play Game) á topp 10 listanum.