Með því að setja upp tölvupóstþjónstu eða með MMS í farsímanum er hægt að senda myndir úr farsímanum yfir á Flickr tölvupóstfang sem birtir myndina á netinu með nafni myndar og merki (e. tag) ef þess er óskað. Einnig er hægt að setja upp tölvupóstfang á Flickr sem tengist bloggkerfinu þínu og leggur fram farsímamyndina þína.
Til þess að hægt sé að nota þjónustuna þurfa að vera MMS stillingar til staðar eða uppsett tölvupóstfang í símanum. Tölvupóstfangið er oftast stillt í skilaboðastillingum farsímans en getur mismunandi eftir tegundum farsíma. Hægt er að nota að nota tölvupóstfang eins og …@simnet.is sem er tölvupóstfangið sem viðskiptavinir Símans nota og auðvitað hægt að nota önnur tölvupóstföng.
Ef Flickr aðgangur er ekki til staðar, þarf að sækja um aðganginn. Sækja um Flickr aðgang. Þegar sótt hefur verið um Flickr aðgang notandi innskráður er hægt að fara af forsíðunni í “uploading tools…” með því að smella á “tools“.
Til hægri á síðunni má sjá:
Hér er smellt á tengilinn; upload by email og svo fær notandi netfang sem er búið til að handahófi og kæmi til með að líta svona út:
Það er ekki nauðsynlegt að setja upplýsingar í tag reitinn en gott er að merkja færslurnar svo myndirnar birtast þegar þessi orð koma við sögu þegar notendur leita af myndum. Því næst ætti að vera hægt að skrifa tölvupóst setja mynd úr símanum í viðfang og senda á tölvupóstfangið sem Flickr úthlutaði (…@photos.flickr.com).
Það er ekki nauðsyn að hafa uppsett tölvupóstfang í GSM símanum til að senda myndir á Flickr. Það er nóg að senda MMS skeyti með myndinni í og senda það sem tölvupóst. Pósturinn kemur þá frá símanumer@mms.simi.is og er alveg eins og venjulegur tölvupóstur.
Sæll Guðmundur,
takk fyrir ábendinguna. MMS skilaboðin virka líka vel.
I would recommend checking out the Flickr: help: photos FAQ.
Link -> http://www.flickr.com/help/photos/#140