Allt, Leikir, Netið, Sjónvarp

Revelations II og EVETV

20/06/2007 • By

EVE Online: Revelations II viðbótin er komin út.

Revelations II

Revelations II er önnur af þrem viðbótum í Red Moon Rising aukapakkanum í EVE Online sem fjallar um ofurvopn, báráttu um auðlindir og alheimsyfirráð. Nýja viðbótin innheldur fullt af nýjum svæðum, vopnum og nýjum þáttum í bardagkerfi þar sem spilarar berjast á móti öðrum spilurum. Viðbótin mun auk þess bjóða upp á Vistu stuðning fyrir væntanlega aukapakka og nýja fítusa í leikjavélinni sem á að bæta grafík og leikjahögun. Hægt er að lesa meira um viðbótina af vef EVE Online.

Sjónvarpsstöðin EVETV mun fara í loftið þann 23.06.07 klukkan 11 (GMT), sjónvarpsstöðin mun fjalla um málefni sem gerast í leiknum og um leikinn eins og viðtöl við hönnuði. Sjónvarpsstöðin mun vera með vikulega þætti og verður gaman að fylgjast með þessari netstöð sem er rekin af aðdáendum leiksins.