Allt

4K – Ultra HD í Sjónvarpi Símans

12/05/2017 • By

Tímamót verða í sjónvarpsútsendingum á Íslandi í dag þegar að við setjum fyrstu 4K sjónvarpsrásina í loftið. Um er að ræða sjónvarpsstöðina InSightTV sem sendir út lífstílsefni allan sólarhringinn í fullri 4K upplausn á rás 50 í Sjónvarpi Símans.

Á mannamáli þýðir 4K útsending bara enn meiri myndgæði. Háskerpu má skipta upp í nokkra flokka og er 4K þar efst á blaði í dag. Venjuleg háskerpa kallast oft 720p, full háskerpa 1080p en 4K sem kallast einnig Ultra HD er með fjórum sinnum fleiri pixla á myndfleti en full háskerpa. Skýringamyndin hér að neðan sýnir vel hversu mikil aukning er hér á ferðinni.

Til að ná 4K útsendingum þarf að hafa nýjustu tegund af myndlykli Sjónvarp Símans sem styður 4K spilun og þessi auknu myndgæði sjást auðvitað ekki heldur ef sjónvarpið sem myndlykilinn er tengdur við styður ekki 4K.

Úrval á 4K efni og sjónvarpsstöðvum mun aukast hratt í náinni framtíð og við fylgjumst að sjálfsögðu vel með þeirri þróun. Sjónvarp Símans er að minnsta kosti klárt og tilbúið í slaginn, í dag stígum við fyrsta skrefið í að koma enn betri myndgæðum heim í stofu.


Allt

Ný sýn í Sjónvarpi Símans

04/05/2017 • By

Ný sýn eru nýir þættir í Sjónvarpi Símans sem hefja göngu sína mánudaginn 8.maí klukkan 20:00. Fyrsti þátturinn er þó nú þegar kominn inn í Sjónvarp Símans Premium.

Þættirnir rekja sögu þekktra landsmanna sem allir hafa tekist á erfiða lífsreynslu. Í fyrsta þættinum segja Svala Björgvinsdóttir söngkona, Voice dómari, Eurovision fari og Egill Einarsson maður hennar frá alvarlegu bílslysi fyrir níu árum sem hafði varanleg áhrif á líf þeirra.

„Þegar maður horfist í augu við dauðann – Einar hefði getað dáið eða ég – hugsar maður; svona getur gerst á broti úr sekúndu. Þess vegna verður maður alltaf að nýta hvert augnablik,“ segir Svala.

Hugrún Halldórsdóttir stýrir þáttunum sem Skot Productions framleiða fyrir Símann. „Það sem situr eftir er lífsýn, viðhorf og baráttukraftur viðmælandanna,“ segir Hugrún. „Margt sem þeir hafa sagt er mér nú svo ofarlega í huga og ég vona að ég hafi smitast af styrkri lífssýn þeirra. Þó að kaflaskilin séu oft þung og erfið er tónninn í þáttunum fallegur og jákvæður og gæti hjálpað fólki í sömu sporum eða þeim sem lenda í því sama – því lífið getur jú breyst á einu augnabliki.“

 


Allt

Gleðilegt sumar frá hinum eilífa vetri í Fargo!

20/04/2017 • By

Við gætum ekki verið spenntari yfir því að þriðja þáttaröðin af Fargo sé hafin í Sjónvarpi Símans Premium. Fyrsti þátturinn sem aðdáendur þáttanna hafa beðið eftir allt of lengi er loksins kominn inn, degi á eftir frumsýningu í Bandaríkjunum.

Aftur snúum við í hinn eilífa vetur, kynnumst nýjum misheppnuðum persónum og þeirra raunum í þessum magnaða myndheimi sem Coen bræður sköpuðu með kvikmyndinni Fargo frá árinu 1996.

Ef þú hefur ekki séð kvikmyndina, sem vann tvenn Óskarsverðlaun á sínum tíma og 72 önnur verðlaun þarftu ekki að leita langt. Hún bíður þín inni í Sjónvarpi Símans Premium. Fyrri þáttaraðirnar tvær bíða þín einnig, við getum ekki mælt nógu mikið með þessum frábæru þáttum.

Kvikmyndin tengist ekki þáttunum beint, og þáttaraðirnar tengjast ekki sín á milli en saman deila þær allar þessum ótrúlega Fargo myndheimi og aðstæðum sem við fáum ekki nóg af, né gagnrýnendur.

Ewan McGregor leikur aðalhlutverkin (já bæði aðalhlutverkin!) í nýjustu þáttaröðinni en hann fer með hlutverk bræðranna Emmit Stussy og Ray Stussy. Emmit er bílastæðakóngur og gerir það gott á meðan að Ray hefur það ekki eins gott og er bitur út í bróðir sinn sem hann telur hafa svikið sig. Ray ræður smákrimma til að ræna hús bróður síns en auðvitað fer allt í bál og brand eins og vill nær alltaf gerast í heimi Fargo.
Við segjum ekki meir, veislan bíður þín í Sjónvarpi Símans.
Góða skemmtun og gleðilegt sumar!


Allt

Sjónvarp Símans nú loksins fyrir alla

18/04/2017 • By

Sjónvarp Símans er nú komið til allra landsmanna, því fögnum við! Allsstaðar þar sem RÚV birtist í sjónvarpi á nú Sjónvarp Símans að nást líka. Sé hún ekki að birtast á að vera nóg að láta myndlykilinn leita aftur af stöðvum og í einhverjum tilfellum á endurræsing að duga, fer þó alfarið eftir því hvaða búnað er verið að nota til að ná útsendingum UHF dreifikerfisins.

Sjónvarp Símans sem áður hét SkjárEinn hefur verið frístöð, opin öllum sem henni hafa náð síðan haustið 2015. Úrval þátta og kvikmynda á stöðinni hefur aldrei verið meira og betra og á dögunum sömdum við hjá Símanum við Disney um að Sjónvarp Símans verði heimahöfn þessa kvikmyndarisa á Íslandi. Frozen var páskamyndin í ár og allt hið frábæra efni sem frá Disney kemur mun svo skreyta stöðina á næstu mánuðum. Tvær nýjustu Star Wars myndirnar verða sýndar í haust og mikið af þeim vinsælu teiknimyndum sem Disney hafa gert munu svo telja inn jólin.

Ásamt Disney er Sjónvarp Símans með efnissamninga við Twentieth Century Fox, CBS, NBC, Showtime og auðvitað Disney.

Fyrir þá sem eru að koma nýir að Sjónvarpi Símans bendum við sem dæmi á  The Voice USA, Billions og The Catch en af nógu er að taka. Næsta laugardag verður svo kvikmyndin The Hobbit: An Unexpected Journey á dagskrá.


Allt

Fréttir af 4G

18/04/2017 • By

Tæknimenn Símans eru stoltir af hraðasta farsímakerfi landsins og eru því á fullu að þétta og bæta 4G kerfið okkar.

Nú voru fjórir sendar að bætast við víðfemt netið okkar.

Búið er að setja upp sendi á Reyðarfirði við álver Alcoa ásamt því að búið er að þétta dreifikerfið á höfuðborgarsvæðinu með uppsetningu senda á Strikinu í Garðabæ, Tunguhálsi í Reykjavík og í hjarta Kópavogs sjálfri Hamraborginni.

Allir sendarnir styðja 150 Mbps hraða og eru gangsettir og til í slaginn nú þegar. Þétting og frekari uppbygging heldur áfram, slíkar aðgerðir klárast víst aldrei.

Látum fylgja með mynd frá Steinnýjarstaðarfjalli ofan við Skagaströnd. Hún tengist þessari færslu ekki beint en okkur þykir hún töff ásamt því að sýna við hvaða fáránlegu aðstæður okkar menn starfa oft við til að halda öllu gangandi og í lagi.


Allt

Blár apríl í Sjónvarpi Símans

05/04/2017 • By

Blár apríl, átak Styrktarfélags barna með einhverfu er nýlega farið af stað en Síminn er aðalstyrktaraðili átaksins í ár.

Tilgangur átaksins er einmitt að vekja athygli á einhverfu og safna fé sem rennur óskert til málefna sem hafa bein áhrif á börn með einhverfu og aðstandendur þeirra.

Við styrkjum átakið með því að leggja til upphæð sem nemur fjölda þátta og kvikmynda sem horft verður á í Sjónvarp Símans Premium í apríl.

Þriðja þáttaröðin af Fargo hefst til dæmis 20.apríl með Ewan McGregor í aðalhlutverki og því tilvalið að vinda sér í að horfa á fyrri þáttaraðir sem auðvitað eru í Sjónvarpi Símans Premium.

Feud eru splunkunýir þættir með Susan Sarandon og Jessicu Lange sem hafa verið að fá frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum.

Svo má auðvitað ekki gleyma vinum okkar hjá Disney en við vorum að gera samning við þetta frábæra fyrirtæki um aðgang að þeirra ótrúlega safni kvikmynda og nú þegar hafa Frozen, Big Hero 6, Monsters University og Oz the Great and the Powerful komið inn í Sjónvarp Símans.


Allt

Samsung Galaxy S8

30/03/2017 • By

Samsung kynntu í gær Galaxy S8 og S8+, nýjasta flaggskip fyrirtækisins sem margir hafa beðið eftir. Það er ekki hægt að segja annað en að tækið sé að vekja mikla athygli enda mjög árennilegt á að líta. Ég var búinn að sjá tækin fyrir kynninguna og get með góðu móti sagt að þetta séu fallegustu snjallsímar sem að ég hef haldið á, þau eru fáránlega nett en samt svo stór sem er magnað hönnunar afrek. Skjárinn á tækjunum dregur mann að tækinu.

Fallegur álrammi umlykur 5,8″ og 6,2″ skjáina á S8 og S8+ og enginn rammi er utan um skjáinn til að tala um. Manni líður eins og maður sé að halda á einum heilum skjá þegar S8 er í hendi. 64GB geymslupláss, heyrnartólatengi, þráðlaus hleðsla og USB-C hleðsla. Heimatakkinn sem hefur verið á Samsung símum frá upphafi er horfinn og í staðinn er að hann komin á skjáinn og hluti af stýrikerfinu.

S8 og S8+ eru IP68 vottaðir og því vatns og rykvarðir að einhverju leyti.

Frábæra myndavélin úr S7 mætir hér uppfærð, í 12MP, með hristivörn og sjálfvirkum fókus og á að skila enn betri myndum ásamt því að hún er fljótari að taka myndirnar. Fingrafaraskanninn er aftan á símanun og svo er komin IRIS skanni sem nemur augun til að hleypa notandanum inn í símann. Myndavélin að framan er 8MP með sjálfvirkum fókus og því tilvalin „selfie” myndavél.

4GB af vinnsluminni er í báðum tækjum sem gerir það að verkum að síminn flýgur áfram í allri vinnslu með hjálp átta kjarna örgjörvans. 3000 mAh rafhlaða er í S8 en S8+ er með 3500 mAh rafhlöðu.

Forsalan er hafin á siminn.is. Forsölutækin verða afhent 21.apríl en almenn sala hefst svo 28.apríl.

 

 

 


Allt

Páskarnir í Sjónvarpi Símans Premium

30/03/2017 • By

Við erum hoppandi kát og glöð yfir þeirri viðbót sem var að detta inn í Sjónvarp Símans Premium. Vinir okkar hjá Disney eru mættir, og myndum frá þeim mun bara fjölga á næstu mánuðum. Teiknimyndirnar eru svo auðvitað allar með íslensku tali.

 

Það er kannski eðlilegt að byrja á að nefna að vinsælasta teiknimynd síðari ára, Frozen er mætt í Sjónvarp Símans Premium. Fjölskyldan getur því horft á hana lon og don alla páskana eða þangað til að einhver öskrar „Þetta er nóg”

Monsters University

Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna, forsagan af Monsters Inc frá árinu 2001 sem flest öll börn þekkja.

 

Big Hero 6

Enn ein frábæra Disney myndin, fjallar um strákinn Hiro og vélmenni Baymax sem mynda ótrúlegt samband sín á milli og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bjarga borginni sem þeir búa í.

Af öðrum myndum má svo nefna OZ The Great and the Powerful sem er frábær ævintýramynd ásamt The Hobbit þríleiknum, The Lone Ranger með Johnny Depp, Saving Mr. Banks með Tom Hanks, Shawshank Redemption, Rain Man, Unbreakable og 50 ára afmælistónleika Stefán Hilmarssonar.

Öll fjölskyldan ætti að geta notið Sjónvarp Símans Premium yfir páskana!


Allt

Scandal í Sjónvarpi Símans Premium

30/01/2017 • By

Það er allt á suðupunkti í Washington í dag eftir að nýr forseti Bandaríkjanna tók til starfa. Eflaust er allt á fullu bakvið tjöldin og eflaust ekki helmingurinn af því sem er í gangi sem flýtur upp á yfirborðið. Það er fullt af fólki í fullri vinnu við að laga til, snúa slæmri frétt í góða og bara redda málunum. Þetta hljómar eins og efni í góða sjónvarpsþætti eða bíómynd.

Slíkir þættir eru einmitt til en fyrsti þáttur í sjöttu þáttaröðinni af Scandal kom einmitt í Sjónvarp Símans Premium síðasta föstudag. Hver þáttur kemur inn daginn eftir að hann er sýndur í Bandaríkjunum þannig að áskrifendur að Sjónvarpi Símans Premium sjá hann ekki löngu á eftir forseta Bandaríkjanna sem elskar víst að horfa á sjónvarp.

Fyrstu fimm þáttaraðirnar bíða þín nú þegar í Sjónvarpi Símans Premium og því ekki seinna vænna að horfa sig í gegnum þær áður en nýjasta þáttaröðin fer á flug.

Scandal fjalla um Oliviu Pope og hennar fólk sem starfa við krísustjórnun og almannatengsl í Washington D.C. Verkefnin eru oft stór og flókin en þau ná einhvern veginn alltaf að leysa þau öll. Eins og svo stundum gerist eru það eigin vandamál Oliviu sem erfiðast er að leysa, enda er hún öllum stundum í vinnunni og ekki mikill tími eða orka til að tækla hin raunverulegu vandamál.

Shonda Rhimes, höfundur Scandal er engin nýgræðingur þegar kemur að sköpun sjónvarpsþátta og fáar konur sem hafa sett mark sitt eins vel á sjónvarpsiðnaðinn síðustu ár en hún er ekki bara höfundur Scandal heldur einnig Grey´s Anatomy, The Catch, Private Practive og How to Get Away with Murder. Hún er margverðlaunuð fyrir sköpun sína og hefur einnig fengið fjölda viðurkenninga fyrir að hafa bæði sterkar kvenpersónur í sögum sínum og velja leikara úr minnihlutahópum.

Kerry Washington sem leikur Oliviu Pope sjálfa er svo margverðlaunuð eftir að hafa leikið í þáttunum og er orðin stórstjarna enda Olivia Pope mögnuð persóna.

 


Allt

Hraðasta farsímanetið á Íslandi

27/01/2017 • By

Ookla sem reka Speedtest.net sem eflaust er þekktasta hraðapróf í heiminum hefur krýnt farsímakerfi Símans sem hraðasta farsímakerfi Íslands árið 2016. Af því erum við afskaplega stolt enda hafa starfsmenn Símans verið á fullu að bæta og uppfæra 3G og 4G kerfi Símans og eru hvergi nærri hættir, enda áframhaldið skýrt, að fjölga sendum og efla kerfið enn frekar.

4G net Símans nær nú til 95,5% þjóðarinnar og 3G kerfið til 99% landsmanna. Nú í nóvember tókum við svo í notkun næstu kynslóð 4G senda í samstarfi við Ericsson sem kallast LTE Advanced eða 4G+ sem ná yfir 200 Mb/s hraða.

Hraði á farsímanetum dreifist á milli notenda og því geta hraðapróf sýnt misjafnar niðurstöður. Einnig skiptir fjarlægð frá farsímasendum og tegund símtækis máli. Meðalhraðinn 2016 hjá Símanum var 44 Mb/s en við höfum oft séð yfir 100 Mb/s og nýlega yfir 200 Mb/s í Vesturbæ Reykjavíkur.

Vertu með á hraðasta farsímanetinu. Vertu Endalaus Snjall með endalaus símtöl og SMS, 30 GB af gagnamagni en þar fylgja einmitt með Krakkakort þar sem börnin fá endalaus símtöl, endalaus SMS og 1GB af gagnamagni. Í Endalaus Snjall er einnig hægt að fá gagnakort fyrir spjaldtölvuna eða fartölvuna sem samnýtir gagnamagnið.