Allt

Enn hraðara 4G

20/12/2016 • By

100% hraðaaukning á þremur árum er staðreynd þegar kemur að 4G kerfi Símans en nú keyrir kerfið á 200 Mb/s eftir að tæknimenn okkar og Ericsson hentu LTE Advanced, 4G+ eða enn hraðara 4G neti á mannamáli í loftið á nokkrum sendum. Enn frekari hraðaaukning er svo framundan en næsta stökk ætti að skila 300 Mb/s strax á næsta ári. Yfir 200 4G sendar eru komnir upp en Vallarhverfið í Hafnarfirði fékk heiðurinn á sendi númer 200.

4G kerfi Símans nær nú til 95,5% landsmanna sem við erum afskaplega stolt af. Af sendum í þeirri uppbyggingu sem nýlega hafa farið í loftið má nefna helst Kjalarnes og Mosfellsdal ásamt því að langdrægir 4G sendar voru settir upp á Borgarhafnarfjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og Þorbirnir. Drægni slíkra senda getur verið allt að 100 kílómetrar og nýtast sjómönnum við landið vel.


Allt

Golden Globe verðlaunin

13/12/2016 • By

Þann 8.janúar í byrjun næsta árs fara Golden Globe verðlaunin fram. Í gær urðu tilnefningar til verðlaunanna öllum ljósar og erum við hjá Símanum afskaplega ánægð með að þættir í Sjónvarpi Símans Premium fá tilnefningar í öllum flokkum eða alls 19 tilnefningar. Það er nefnilega eitthvað fyrir alla í Sjónvarpi Símans Premium. Svo geta auðvitað allir glaðst yfir því að Jóhann Jóhannsson fær tilnefningu fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Arrival.

Flestar tilnefningar fær The People v O.J. Simpson: American Crime Story eða alls fimm stykki. Öll þáttaröðin er nú þegar inn í Sjónvarpi Símans Premium.

The People v O.J Simpson eru leiknir þættir sem byggja á réttarhöldunum yfir O.J Simpson sem heimsbyggðin fylgdist öll með á sínum tíma. Frábærir þættir með einvala liði leikara.

This Is Us er með þrjár tilnefningar en allir þættirnir nema lokaþátturinn er í Sjónvarpi Símans Premium. Lokaþátturinn verður sýndur úti 10 janúar 2017 og ætti því að vera kominn inn til okkar strax daginn eftir. This Is Us eru frábærir drama-gaman (dramedy) þættir sem hafa slegið í gegn bæði hjá gagnrýnendum og áhorfendum í Sjónvarp Símans enda raðar þátturinn sér iðulega í toppsætið yfir þættina með mesta áhorfið.

 

Black-ish eru sömuleiðis með þrjár tilnefningar en þessir gamanþættir hafa fengið í gegnum tíðina fjölda tilnefninga og unnið til verðlauna. Stórleikarinn Laurence Fishburne hefur þótt fara á kostum en þættirnir fjalla um miðstéttar fjölskyldu og líf þeirra allt með gamansömum tóni enda gamanþættir. Tímaritið Rolling Stone sagði um þættina að þetta væru einu gamanþættirnir í sýningum sem fólk ætti að horfa á. Við þau orð getum við lítið bætt. Fyrstu tvær þáttaraðirnar eru inn í Sjónvarpi Símans Premium og allt af þeirri þriðju nema lokaþátturinn sem kemur eftir tvo heila daga.

American Crime fá tvær tilnefningar, sem besta serían (mini-series) og Felicity Huffman fær tilnefningu sem besta leikkonan. Báðar þáttaraðirnar eru í heild sinni í Sjónvarpi Símans Premium en þessum þáttum gef ég mínum hæstu meðmæli. Fyrri serían er frábær og svo vel leikin að mínu mati að fátt í sjónvarpi kemst nálægt því og sú seinni kemur svo enn sterkari inn með allt öðrum söguþræði en sú fyrri með nýjum persónum og engar tengingar eru á milli þáttaraða. Þetta eru því tvær ólíkar og ótengdar sögur undir sama hattinum sem er nafn þáttarins, sömu höfundar og sömu leikarar þó að þeir taki að sér allt önnur hlutverk.

Mr. Robot eru sömuleiðis með tvær tilnefningar. Rami Malek sem besti leikari í aðalhlutverki og gamla brýnið Christian Slater fær tilnefningu sem besti leikari í aukahlutverki. Mr. Robot eru frábærir þættir um Elliott sem er sérfræðingur í tölvuöryggi á daginn en tölvuhakkari á kvöldin. Hann er félagsfælinn, þunglyndur og haldinn kvíða. Hljómar kannski ekki eins og mesta skemmtun heimsins en það er þó þannig að þættirnir eru frábærir. Framvindan er ekki hröð heldur minnir á fyrri tíma þar sem söguþráðurinn opnar sig smám saman og því þarf að fylgjast með til enda. Fyrsta þáttaröðin er öll í Sjónvarpi Símans Premium og stutt í að sú seinni komi inn í heild sinni.

 

The Americans eru tvær tilnefningar en bæði Matthew Rhys og Keri Russell fá tilnefningar sem bestu leikarar í drama þáttum. Þættirnir gerast í kalda stríðinu og fjallar um hjón sem virðast vera afskaplega venjuleg hjón í Bandaríkjunum en eru í raun njósnarar fyrir leyniþjónustu Sovétríkjanna, KGB. Fyrstu fjórar þáttaraðirnar eru inni í Sjónvarpi Símans Premium.

Hinir frábæru Ray Donovan fá tilnefningu en aðalleikari þáttanna, sem einmitt leikur Ray fær tilnefningu sem besti leikarinn. Þessir glæpaþættir fá ótrúlegar viðtökur alls staðar og áskrifendur að Sjónvarpi Símans Premium bætast einmitt við þann hóp, þetta eru vinsælir þættir.

Þættirnir fjalla um Ray sem er tja, skulum bara kalla það reddara fyrir ríka og fræga fólkið í Los Angeles. Hann getur látið öll vandamál heimsins hverfa, nema sín eigin og um það fjalla þættirnir. Fyrstu þrjár þáttaraðirnar eru inni í Sjónvarpi Símans Premium og sú fjórða langt komin en þættirnir bætast við einn af öðrum daginn eftir sýningu í Bandaríkjunum.

 

Jane the Virgin og Crazy Ex-Girlfriend fá svo líka tilnefningar í sama flokki en aðalleikkonur þáttanna fá þar klapp á bakið fyrir vel unnin störf í frábærum þáttum. Jane the Virgin eru klassískir grínþættir sem fjalla um Jane sem er trúuð vinnusöm stúlka sem verður ólétt fyrir mistök. Hún er nefnilega hrein mey. Bold and the Beautiful aðdáendur ættu að kannast við aðalleikkonuna en hún lék einmitt í þeirri langlífu sápuóperu. Fyrstu tvær þáttaraðirnar af Jane the Virgin eru inn í Sjónvarpi Símans Premium og sú þriðja í gangi og bætast nýir þættir við daginn eftir að þeir eru sýndir úti í Bandaríkjunum.

Crazy Ex-Girlfriend eru gaman-söng þættir sem fjalla um ástina og lífið. Rebecca aðalsöguhetjan er lögfræðingur, lærði í góðum skóla og á framtíðina fyrir sér. En svo hittir hún fyrstu ástina sína úti á götu sem er að flytja í smábæ í Kaliforníu og hún ákveður í leit sinni að ástinni að flytja auðvitað þangað, fyrir algjöra tilviljun. Eins og maður gerir! Fyrsta þáttaröðin er inni í Sjónvarpi Símans Premium og sú seinni er í gangi og þættirnir bætast við eftir því sem þeir eru sýndir úti og bætast við daginn eftir.


Allt

Tinitell

13/12/2016 • By

Þau eru loksins komin Tinitell armböndin, krakkaúrin, krakkasímarnir eða hvað sem ætti nú að kalla svona snilld. Við höfum beðið með eftirvæntingu eftir að almennilegt magn kæmi af þessum tækjum þar sem þau eru frábær! Prófanir okkar með okkar börnum hafa aldeilis slegið í gegn, bæði hjá foreldrum sem og börnunum.

Það er ekki til betri fyrsti sími en Tinitell þar sem ekki er um eiginlegt símtæki í hendi að ræða heldur símtæki á hendi. Tinitell fer á úlnlið eins og úr myndi gera og á Tinitell er engin skjár sem truflar heldur aðeins einn stór takki. Tinitell týnist því ekki eins auðveldlega og símtæki og gleymist ekki eins auðveldlega í tösku eða úlpu.

 

Með takkanum getur barnið hringt og svarað en aðeins þeir geta hringt í Tinitel sem búið er að segja til um í appinu að megi gera það. Að sama skapi getur barnið bara hringt í þá sem búið er að stilla í appinu að það geti hringt í. Ef að dóttir mín ætlar að hringja í mig sem dæmi ýtir hún á stóra takkann, úrið segir „Pabbi” (með rödd dóttur minnar þar sem röddin er tekin upp í appinu þegar tækið er sett upp) og ef hún ætlar að hringja í mig ýtir hún aftur á takkann og Tinitell hringir. Ef hún ætlar að hringja í mömmu sína ýtir hún einn niður og þá segir úrið „Mamma” og hún ýtir á stóra takkann. Ekki flókið!

Foreldrarnir geta svo séð í Tinitell appinu (til fyrir iOS og Android) hvar Tinitell tækið er staðsett og þannig hægt að sjá hvar barnið er staðsett á korti í ævintýrum sínum og leik. Í prófunum mínum með sex ára dóttur minni hefur þörfin til að sjá staðsetningu ekki verið mikil enda dagskrá sex ára barna nokkuð fastsett. Hún er í skólanum og í dægradvöl og því lítill tilgangur að vera að fylgjast með því hvar hún er öllum stundum. En hún hefur verið að prófa að labba sjálf heim af æfingum og þá hefur brothætt pabbahjartað haft gott af því að sjá hvort að hún sé nú ekki örugglega á réttri leið heim þó að gangan sé stutt.

Tinitell getur ekki hlerað samskipti eða hringt hljóðlaust eins og sum tæki heldur hringir tækið alltaf eins og sími á fullum styrk með hljóði og ljós lýsast á úrinu sjálfu. Rafhlaðan endist í ca 2-3 daga en það er eldsnöggt að hlaða sig. Tækið notar GSM og GPS og notar u.þ.b 50-100mb af gagnanotkun á mánuði, því er einfaldast að fá Krakkakort frá Símanum og skella í tækið. Tinitell er í stöðugri þróun og rétt handan við hornið er uppfærsla sem gerir Tinitell sannanlega að úri en þá segir Tinitell hvað klukkan sé. Við erum að vinna í því með Tinitell að tækið geti sagt þetta á íslensku, það gerir möguleikann enn betri fyrir notendur Tinitell á Íslandi.

Kíkið í næstu verslun Símans og skoðið Tinitell eða á Vefverslun Símans. Það er til í nokkrum litum en Tinitell kemur í einni stærð sem passar á nær öll börn.


Allt

Arrested Development

24/11/2016 • By

Allar fjórar þáttaraðirnar af Arrested Development eru inni í Sjónvarpi Símans Premium. Sá sem hér skrifar hálf öfundar þá sem eiga þessa þætti eftir, snilldin er slík. Þó ber að taka fram að þeir eru kannski ekki allra, um er að ræða gamanþætti sem eru oft á tíðum með ansi steiktum og jafnvel súrum húmor. En vandað er grínið og afskaplega vel gert og því ættu allir að prófa nokkra þætti og sjá hvort að snilld þáttanna nái ekki til ykkar.

Fáir þættir hafa haft jafn mikla harða fylgjendur og aðdáendur síðustu ár eins og Arrested Development þættirnir. Ef finna ætti svipað dæmi væru það einna helst Seinfeld þættirnir sem eiga jafnvel enn harðari og betri aðdáendur. Aðdáendur þáttanna hafa safnað undirskriftum, rekið fjöldan allan af heimasíðum og haldið úti alfræðiritum sem snúast bara um þættina. Svo dyggir eru þeir að Netflix létu gera fjórðu þáttaröðina sex árum eftir að þættirnir hættu sýningum. Áhuginn og eftirspurnin var enn fyrir hendi þetta mörgum árum síðar og ef eitthvað er var hún enn meiri enda aðdáendurnir bara orðnir enn fleiri eftir DVD útgáfur og endursýningar.

Þættirnir fjalla um Bluth fjölskylduna, raunir þeirra og ævintýri. Fjölskylda sem átti allt en lendir í vandræðum en þó halda flest þeirra áfram að lifa allsnægtarlífi þó innistæðan fyrir slíku sé lítil sem engin. Kostulegir fjölskyldumeðlimir halda uppi fjörinu með sífelldum tilraunum sínum í að ná aftur á fyrri stall, stjórna lífi annarra og forðast réttvísina. Það er eiginlega hálf erfitt að lýsa þessum þáttum svo vel sé gert, það er eiginlega bara best að horfa á þá.

77 tilnefningar til verðlauna, 30 sigrar og allar þessar vinsældir segja í raun allt sem segja þarf. Það er að minnsta kosti margt vitlausara en að horfa á Arrested Development og allar fjórar þáttaraðirnar sem nú eru komnar inn í Sjónvarp Símans Premium sem er einmitt innifalin í Heimilispakka Símans.


Allt

Senn koma jólin – í Sjónvarpi Símans Premium

10/11/2016 • By

Við erum að gíra okkur upp fyrir jólin hér hjá Símanum. Við erum að undirbúa yfir 70 kvikmyndir til að setja í Sjónvarp Símans Premium og erum að hlaða nokkrum þáttaröðum inn.

 

Byrjum á þáttaröðunum

Lost

Sex þáttaraðir af þessum mögnuðu þáttum koma inn fyrir jólin. Sá sem hér skrifar hálf öfundar þá sem eiga þetta eftir. Þetta eru sex þáttaraðir og því mikið magn af efni og stundum sér maður ekki tilgang að klára en ég lofa ykkur að það er þess virði.

 

Brothers and Sisters

Sally Field, Calista Flockhart og Rob Love ásamt einvala liði leikara í frábærum drama þáttum um stórfjölskyldulífið. Það eru margir sem muna eftir þessum frábæru þáttum en núna eru þeir allir að koma inn í Sjónvarp Símans Premium.

Glee

Menntaskólakrakkar í skólakór dansa auðvitað og syngja hvenær sem ástæða er til. Margverðlaunaðir þættir sem fjölskyldan getur horft á saman.

Glee

 

Við erum að setja inn yfir 70 kvikmyndir í Sjónvarp Símans Premium fyrir jólin, eitthvað af þeim er að bætast við núna og við bætum svo við næstu vikurnar.

Af því helsta mætti t.d. nefna Hugh Grant þrennu í About a Boy, Four Weddings and a Funeral og Love Actually.

Meet The Parents, Meet the Fockers og Little Fockers þríleikurinn kemur ásamt Pretty Woman, When Harry Met Sally, Father of the Bride ásamt fullt af öðrum rómantískum gamanmyndum og fjölskyldumyndum. P.S I Love You, My Big Fat Greek Wedding, How to Lose a Guy in 10 Days, Win a Date with Ted Hamilton og auðvitað The Holiday.

Hugh Grant
Það ættu því flestir að fá eitthvað fallegt til að horfa á í Sjónvarpi Símans Premium fyrir jólin þetta árið. Það verða yfir 6.000 klukkustundir af efni komnar inn og nóg framundan. Sjónvarp Símans Premium fylgir með í Heimilispakka Símans.


Allt

Ný verslun í Smáralind

04/11/2016 • By

Á morgun, laugardag opnum við nýja verslun í Smáralind sem einmitt fagnar 15 ára afmæli sínu. Af því tilefni verða auðvitað frábær afmælis og opnunartilboð á völdum vörum, candy floss, Voice stóll sem allir geta prófað og allskonar í gangi enda tilefnið ærið.

tilbodblog

Kíkið við, tilboðin munu gilda alla helgina og starfsfólk okkar í Smáralind tekur vel á móti þér. Og ef við högum okkur vel er aldrei að vita nema að við sjáum Strumpana bregða fyrir.


Allt

Hvað er fólk að horfa á í Sjónvarpi Símans Premium?

04/11/2016 • By

Nú þegar nýbúið er að telja atkvæði þjóðarinnar í kosningum er ekki svo galið að við gerum slíkt hið sama nema í stað þess að telja atkvæði teljum við áhorf í Sjónvarpi Símans Premium fyrir október mánuð. Við erum ákaflega stolt af þessari mögnuðu efnisveitu sem inniheldur svona mikið af efni, af öllum stærðum og gerðum. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi þarna inni. Sjónvarp Símans Premium fylgir svo með Heimilispakka Símans.

Yfir 5.500 klukkustundir af sjónvarpsefni og kvikmyndum má finna inni í Sjónvarpi Símans Premium og því dreifist áhorfið á ansi marga þætti en þó eru nokkrir sem skera sig strax úr, óháð kjördæmum og aldri áhorfenda.

Það er klárt að stjórnarmyndunarvaldið fer beint til Shondu Rimes skapara Grey´s Anatomy. En þetta sívinsæla læknadrama þar sem fylgst er með lífi og störfum læknanna á Seattle Grace sjúkrahúsinu. Grey´s Anatomy eru með yfirburða kosningu þegar kemur á áhorfi. Ellefu þáttaraðir af Grey´s Anatomy eru í Sjónvarpi Símans Premium. Þeir sem eru hrifnir af Grey´s Anatomy ættu þá að kíkja á Scandal, The Catch eða How To Get Away With Murder en það eru allt þættir úr smiðju Shondu Rimes. Scandal er án nokkurs vafa vinsælasti þátturinn af þessum þremur þó hann nái ekki sama fylgi og Grey´s Anatomy. Þá er auðvitað alla að finna í Sjónvarpi Símans Premium.

Greys Anatomy

Hawaii Five-O, lögguþættir sem eru endurgerð af eldri þáttum sem bandaríska þjóðin elskaði þá er í öðru sæti, en það stóð tæpt þar sem húsmæðurnar í Deseperate Housewifes eru örfáum smellum á fjarstýringunni frá því að taka annað sætið. Ólíkir þættir en báðir góðir á sinn hátt. Desperate Housewifes eru þó ekki lengur í framleiðslu en allar þáttaraðirnar má finna í Sjónvarpi Símans Premium.

 

 

Fjórða sætið fer til Ted Mosby, Marshall, Robin, Barny Stinson og Lily í gamanþáttunum How I Met Your Mother. Þeim lauk árið 2014 með síðustu þáttaröðinni sem var sú níunda í röðinni. Söguramminn í þáttunum er að Ted árið 2030 er að segja börnunum sínum hvernig hann kynntist móður hans og tekur það níu þáttaraðir að klára söguna en á milli kynnumst við auðvitað vinum hans og þá skal helst nefna Barney Stinson sem varð ótrúlega vinsæl persóna, leikinn af Neil Patrick Harris. Átta þáttaraðir eru í Sjónvarpi Símans Premium og loka þáttaröðin ætti ekki að vera langt undan.

barney

This is Us taka fimmta sætið en þessi glænýja þáttaröð hefur hrifið gagnrýnendur og áhorfendur um heim allan síðan hún hóf göngu sína. Frábærir þættir sem flokkast sem „dramedy” þar sem drama og gríni er skeytt saman í einn flokk. Sex þættir eru komnir inn hjá okkur en þeir bætast svo við alltaf daginn eftir að þeir eru sýndir í Bandaríkjunum. Við getum ekki mælt nóg með þessum þáttum.

Við teljum svo aftur í lok nóvember og þá er stóra spurningin hvort að áhorfið hefur breyst mikið. Sjónvarp Símans Premium fylgir með Heimilispakka Símans og ef þú ert ekki búínn að tryggja þér áskrift hvetjum við þig til að kíkja á Heimilispakkann.


Allt

Google Pixel

03/11/2016 • By

Eitt orð, ótrúlegur! er fyrirsögn margra dóma sem hafa verið að koma út um Google Pixel. Pixel er fyrsti síminn sem kemur beint frá Google. Áður var Google með svokallaða Nexus línu sem þeir fengu aðra til að framleiða fyrir sig en skiptu sér aðeins af hönnun tækjanna og því hvernig stýrikerfið þeirra, Android liti út.

Pixel er fyrsti síminn þar sem Google stýra bæði hönnun tækjanna, því sem í honum er og auðvitað hvernig Android er. Rétt eins og Nexus tækin áður keyrir Pixel á Android eins og það kemur beint frá Google, eins og hönnuðir og forritarar stýrikerfisins sjá það fyrir sér. Önnur Android tæki eru með annað útlit og möguleika sem framleiðendur þeirra tækja hafa bætt við en Pixel tækin keyra Android eins og eigendur þess sjá það fyrir sér.

Pixel keyrir nýjustu útgáfuna af Android, sem kallast Nougat. Rétt eins og Nexus tækin fær Pixel allar uppfærslur strax og þær eru í boði. Ekki þarf að bíða í marga mánuði eins og oft eftir uppfærslu á stýrikerfinu sem margir telja eitt stærsta vandamál Android fjölskyldunnar.

Google Assistant er svo kynntur til sögunnar, næsta skref Google í að reyna að aðstoða notandann sem mest. Helst þá þannig að einfalda lífið og koma með upplýsingar helst áður en notandinn fer að leita að þeim, Google Assistant lærir á þig og þú á hann.

Í Pixel er Snapdragon 821 örgjörvi, fjögurra kjarna og 4GB af vinnsluminni. Pixel er með frábærum háskerpu skjá og myndavél sem allir gagnrýnendur lofa, lofa og lofa. Sumir segja þetta bestu myndavél sem hefur verið í snjallsíma punktur!

Pixel er 5″ tæki en svo er til Pixel XL sem er að öllu leiti alveg eins nema að hann er stærri, 5,5″.

Mikil eftirspurn er eftir Pixel um heim allan og langir biðlistar eftir Pixel XL. Við erum þó komin með bæði 32GB og 128GB útgáfuna af Pixel og Pixel XL í verslanir okkar.


Allt

Hrekkjavaka í Sjónvarpi Símans

28/10/2016 • By

Þeir sem eru hrifnir af uppvakningum, blóði, innyflum, raðmorðingjum, hrollvekjum og öllu hinu ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í Sjónvarpi Símans þessa hrekkjavökuna. Það ætti að vera auðvelt að valta yfir þessa þætti með ljósin slökkt, símann á silent og hjartamagnyl á kantinum. Eitthvað af þessu er ekki fyrir viðkvæma, það er bara þannig!

The Walking Dead

Það eru sex heilar þáttaraðir af þessum frábæru þáttum í Sjónvarpi Símans Premium. Fyrsti þátturinn í þeirri sjöundu er líka komin inn og þeir halda áfram að koma inn strax daginn eftir og þeir eru sýndir úti.

Vírus þurrkar út mannkynið og breytir sýktum í uppvakninga. Þeir sem eftir lifa og eru ósýktir þurfa að leita skjóls.

walkingdead

 

Hannibal

Flest þekkjum við Hannibal Lecter úr Silence Of The Lambs. Hér er Hannibal (leikin af Mads Mikkelsen) þá ungur sálfræðingur fengin til að aðstoða FBI við finna raðmorðingja sem gengur laus í Minnesota. Hannibal sjálfur er þá löngu byrjaður að stunda sín myrkraverk en þættirnir gerast þó áður en kvikmyndirnar sem við þekkjum um Hannibal Lecter.

Tvær heilar þáttaraðir eru inni í Sjónvarpi Símans Premium. Sú þriðja er ekki langt undan.

hannibal

 

Scream Queens

Svört og blóðug kómedía sem gerir grín að morðfaraldri í háskóla. Halloween drottningin Jamie Lee Curtis er meðal leikara ásamt John Stamos og Lea Michelle.

Fyrsta þáttaröð er öll inn í Sjónvarpi Símans Premium og nokkrir úr annari þáttaröð. Þeir koma svo fleiri inn einn af öðrum daginn eftir að þeir eru sýndir úti.

screamqueens

Penny Dreadful

Josh Hartnett og Eva Green leika hér í drama/hryllingsþáttum sem gerast í London á Viktoríu tímabilinu. Margar þekktar persónur eins og Dr. Frankensteni, Dorian Gray og Dracula koma fyrir.

Tvær heilar þáttaraðir eru í Sjónvarpi Símans Premium.

penny

 

Svo er auðvitað fullt af öðru frábæru efni sem passar fyrir Hrekkjavökuna, það er yrði allt of löng færsla að telja upp allt hið frábæra efni sem er í Sjónvarpi Símans Premium.

Sjónvarp Símans Premium er einmitt innifalið í Heimilispakka Símans, en einnig hægt að græja staka áskrift.

 


Allt

Þekkir þú persónurnar?

10/10/2016 • By

Í Sjónvarpi Símans Premium er að finna yfir 5.500 klukkustundir af allskonar sjónvarpsþáttum. Við hjá Símanum spyrjum því, hversu vel þekkir þú persónurnar úr þessum þáttum? Allar þessar persónur má auðvitað finna inn í Sjónvarpi Símans Premium.

Ekki til betri hlutur á mánudegi en að hendast í smá spurningakeppni. Við munum verðlauna nokkra þáttakendur sem svara öllu rétt með glaðningi frá okkur.