Allt

Nýtt efni í Sjónvarpi Símans Premium

28/09/2017 • By

Það er komið haust. Það þýðir að sjónvarpsþættirnir eru byrjaðir að rúlla á nýjan leik eftir sumarfrí, því fagna margir.

Margt nýtt er fram undan í Sjónvarpi Símans Premium, ekki bara nýtt efni heldur snúa margir eldri þættir aftur. Dagskráin hefur aldrei verið stærri og nú eru yfir 7.000 klukkustundir af efni sem bíða þín í Sjónvarpi Símans Premium. Við munum líka forsýna fleiri þætti en nokkru sinni fyrr, þættirnir koma þá inn hjá okkur strax daginn eftir að þeir eru sýndir úti.

Til að sýna fjölbreytileikann af efni eru hér nokkur dæmi um þætti sem við erum spennt fyrir.

Hvolpasveitin

Byrjum bara á stóru fréttinni. Hvolpasveitin er nú komin inn í Sjónvarp Símans Premium. Öll fyrsta þáttaröðin er komin inn, með íslensku tali og meira framundan.

Bessi, Kuggur, Kappi, Rikki, Seifur, Píla, Róbert og allir hinir eru mættir. Þú þarft bara að kalla!

Fullt af öðru frábæru barnaefni hefur reyndar bæst við líka, en Hvolpasveitin er eflaust það sem kætir flesta.

 

This is Us

Einn stærsti þátturinn í fyrra, áhorfstölur og dómar gagnrýnenda segja okkur það. Á imdb.com fá þættirnir 8.8 af 10 og hjá Rotten Tomatoes standa þættirnir í 89%.

En hvernig þættir eru This is Us? Þeir flokkast sem drama og gamanþættir og fjalla um líf þriggja systkina og lífshlaup þeirra. Ótrúlega vel skrifaðir og leiknir þættir sem snerta marga, þættir sem við getum eiginlega ekki mælt nógu mikið með.

 

 

The Orville

Seth McFarlane, maðurinn á bak við Family Guy og American Dad leikur hér aðalhlutverkið í glænýjum gamanþáttum. Í sinni einföldustu mynd mætti segja að The Orville sé grín útgáfa af Star Trek sem margir þekkja og elska. Gagnrýnendur eru ekkert að elska þessa þætti, en það var svo sem vitað fyrir þar sem að grín að þessari gerð fær aldrei lofsamlega dóma. The Orville er della eins og pabbi minn myndi segja, en þetta er bara fyndin della sem gerir þættina góða.

Hafi maður gaman að Family Guy og léttum vísindaskáldsap eru þetta þættir fyrir þig!

Nú þegar eru komnir nokkrir þættir inn í Sjónvarp Símans Premium og nýir þættir koma svo strax daginn eftir frumsýningu erlendis.

The Good Place

Önnur þáttaröðin er byrjuð af The Good Place sem hefur að skipa einvalaliði leikara eins og Kristen Bell og sjálfum Ted Danson. Þættirnir eru hugarsmíð David Schwartz sem var handritshöfundur að bandarísku útgáfunni af The Office og Parks and Recreations, sem eru báðir á lista yfir bestu grínþætti síðasta áratugar.

The Good Place fjalla um Eleanor, sem leikin er af Kristen Bell þar sem hún lætur lífið og er boðin velkomin til lífsins að handan af Ted Danson. Vandamálið er bara að hún fór á góðan stað eftir dauðann vegna sinna góðu verka á meðan hún var enn á lífi, verka sem hún gerði ekki heldur alnafna hennar. Hún þarf því að fela galla sína og vandamál til geta verið á þessum góða stað.

Frábærir þættir!

 

Law & Order True Crime

Í anda American Crime Story sem einmitt má finna í Sjónvarpi Símans Premium kemur Dick Wolf, maðurinn á bakvið Law & Order með nýja þætti. Eins og í American Crime byggja þættirnir á raunverulegu sakamáli en í þessari þáttaröð er tekið fyrir þekkt sakamál í Bandaríkjunum þar um Menendez bræðurna. Þeir myrtu forríka foreldra sína með köldu blóði og voru dæmdir í lífstíðarfangelsi. Málið var mikill fjölmiðlasirkus í Bandaríkjunum og hafa margar heimildarmyndir verið gerðar um málið.

 

The Voice US

Þessir frábæru þættir snúa aftur, nýbúnir að vinna Emmy verðlaun fyrir besta þáttinn í sínum flokki. Það er engin skortur á hæfileikaríku fólki í henni stóru Ameríku sem vilja láta reyna á raddböndin og sigra í The Voice.

Sem fyrr eru Adam Levine og Blake Shelton í sínum stólum. Miley Cirus snýr aftur og Jennifer Hudson kemur ný inn sem dómari í þessum frábæru þáttum.

Fylgist með frá byrjun.

Mr. Robot

Þriðja þáttaröðin hefst þann 11.október sem þýðir að fyrsti þátturinn kemur daginn eftir í Sjónvarp Símans Premium. Mr. Robot hafa fengið einróma lof, með fjölda tilnefninga og unnið til fjölda verðlauna. Rami Malek er orðin stjarna eftir frábæran leik sinn á aðalsöguhetjunni Elliot ásamt því að margir gleðjast yfir að sjá Christian Slater dúkka upp í þáttunum.

Þættirnir fjalla um hóp tölvuhakkara og stríð þeirra við stórfyrirtæki. Elliot, aðalsöguhetjan er yfirburðar tölvuhakkari en er þunglyndur og þjáist af kvíða og á erfitt með að vera í kringum fólk. En í hinum stafræna heimi blómstar hann.

Þættirnir eru ekki bara vel leiknir og vel skrifaðir, þeim hefur líka verið hrósað fyrir að vera tæknilega réttir. Eitthvað sem að sjónvarpsþættir og kvikmyndir nær aldrei ná enda raunveruleikinn ekki eins skemmtilegur og glanshúðuð Hollywood útgáfan.

Fyrstu tvær þáttaraðirnar eru auðvitað inni í Sjónvarpi Símans Premium og bíða þín þar.

Spennandi og skemmtilegir þættir.

Þetta er aðeins lítið brot af öllu því nýja efni sem er að byrja í Sjónvarpi Símans næstu vikurnar. Og það er enn meira efni á leiðinni.


Allt

Einlægt fólk með alvöru sögur í Biggest Loser

21/09/2017 • By

„Það eru allar mögulegar tilfinningar [innra með mér]. Gleði, spenna, hræðsla, kvíði – allt saman,“ segir Ólafía Kristín Norðfjörð, ein tólf keppenda í Biggest Loser Ísland, í fyrsta þættinum sem sýndur verður í kvöld í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans kl. 20. Sú sem þetta skrifar var svo heppin að fá að sjá fyrsta þáttinn enn í vinnslu. Hann er flottur. Kemur á óvart og þá fyrst og fremst fyrir hve persónulegur hann er. Við fáum að kynnast keppendunum tólf, sem segja af einlægni frá um leið og þau keppast þau um að missa sem mesta þyngd í þessari fjórðu þáttaröð af Biggest Loser Ísland. Sex karlar og sex konur á aldrinum 19-43 ár. Þáttaröðin er sú fyrsta sem tekin er upp á Bifröst.

„Ég hef oft reynt að létta mig og oft tekist ágætlega,“ segir Almar Þór Þorgeirsson í þessum fyrsta þætti. „Svo er maður búinn að vera að reyna núna síðastliðið ár að að koma sér í gott form, en hefur bara gengið illa. Mig vantar gott spark í rassgatið og hef trú á því að Gurrý og Evert séu góð í að sparka.“

Keppendurnir eru Almar Þór Þorgeirsson, Arna Vilhjálmsdóttir, Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir, Dagný Ósk Bjarnadóttir, Daria Richardsdóttir, Eygló Jóhannesdóttir, Guðjón Bjarki Ólafsson, Helgi Már Björnsson, Hjörtur Aron Þrastarson, Ólafía Kristín Norðfjörð, Ragnar Anthony Svanbergsson og Svanur Áki Ben Pálsson.

„Mig langar að breyta um lífsstíl, því að ég verð ekki langlífur svona. Ég finn að líkaminn er að gefa mér aðvaranir,“ segir þátttakandinn Ragnar Anthony Svanbergsson. „Það er núna eða aldrei. Annars enda ég hjálparvana þegar ég er orðinn þrítugur.“

Í fyrsta þættinum kynnumst við keppendum og bakgrunni þeirra. Sjáum fyrstu æfingarnar og hvort þau lenda í höndum Gurrýjar eða Everts og kveðjum fyrsta þátttakandann. Áhugasamir geta fylgst með Biggest Loser Ísland og kynnst keppendunum enn betur á Mbl.is. Ef þú missir af þættinum á Sjónvarpi Símans er hann að sjálfsögðu í Sjónvarpi Símans Premium.


Allt

Apple kynning – 12. september 2017

12/09/2017 • By

Maður getur verið nokkuð viss um að haustið sé komið. Enski boltinn byrjaður að rúlla og Apple héldu kynningu og kynntu nýjan iPhone til leiks ásamt öðru góðgæti fyrir okkur sem elskum tækni, tæki og dót.

Rennum stuttlega yfir allt það sem var kynnt. Ég er pottþétt að gleyma einhverju en þetta er svona það helsta sem ég skrifaði niður á meðan að Tim Cook, forstjóri Apple og kollegar hans kynntu allt það nýjasta til leiks.

iPhone X

iPhone X (10 í rómverska stafrófinu) er flaggskip Apple. Þeir sögðu sjálfir í kynningunni að þetta tæki væri framtíð snjallsímans. iPhone línan er tíu ára núna í ár og því er þetta tæki númer tíu, níunda tækið er ekki til. Svona eins og Microsoft gerðu með Windows þar sem þeir fóru beint úr útgáfu 8 í 10.

iPhone X er magnað tæki að sjá. Ný hönnun, tækið lítur ekki út eins og iPhone tæki hafa gert hingað til. Með nýjum 5.8 tommu OLED skjá sem þeir kalla Super Retina í stað Retina áður sem styður HDR, tækið er einn skjár að framan að sjá fyrir utan myndvélina. Loksins eru stóru rammarnir sem hafa verið í kringum skjáinn efst og neðst á tækinu horfnir.

Heima takkinn sem hefur verið í iPhone frá upphafi er horfinn sömuleiðis, svipað og menn þekkja úr Android heiminum þar sem heima takkinn hefur horfið og allt er þá leyst á skjánum í stýrikerfinu sjálfu. Apple kynna FaceID í stað TouchID enda fingrafaraskannin horfinn (hann var í heima takkanum). FaceID er einhver svartagaldurs tækni sem virðist vera ótrúlega mögnuð þar sem tugþúsundir punkta á andlitinu eru notaðir til að staðfesta að þetta sé raunverulega þú með hjálp dýptar myndavélar sem og innrauðum geisla og hún virkar þó eigandi símans sé með gleraugu, skegg, nýrakaður og hvaðeina.

Þráðlaus hleðsla er komin í iPhone og notast er við Qi staðalinn sem margir símar hafa notað. Bakhlið símans er úr gleri og þannig er hægt að hafa þráðlausa hleðslu. Það er eiginleiki sem margir hafa beðið eftir.

iPhone X með sínu nýja útliti lítur út fyrir að vera ótrúlega fallegur og magnaður að sjá, með 2 tíma betri rafhlöðuendingu en iPhone 7.

Hvenær iPhone X kemur til Íslands vitum við ekkert um eins og staðan er í dag enda kynningunni ný lokið. Hvað hann mun kosta vitum við ekki heldur en ljóst er að iPhone X verður dýrari en iPhone hefur verið vanalega miðað við hvað Apple segir að hann muni kosta í Bandaríkjunum.

iPhone 8 og 8 Plus

Það var ekki bara iPhone X sem var kynntur til leiks heldur líka venjulegir iPhone ef svo má segja. iPhone X er hetjuframtíðar tækið sem verður nokkuð dýrt á meðan að iPhone 8 og 8 Plus verða venjulegu tækin sem að flestir þekkja.

En hvað er nýtt?

Með því að setja gler á bakið er nú hægt að bjóða uppá þráðlausa hleðslu sem er frábært því það er ótrúlega þægilegt að geta lagt tækið sitt á mottu á borðinu og hann byrjar að hlaða sig fyrir eitthvað kraftaverk.

Betri upplausn á skjá, betri rakavörn ásamt nýjum örgjörva sem kallast A11 Bionic. Báðar myndavélarnar hafa fengið uppfærslu og eru nú 12MP (megapixlar) sem á að skila betri myndum almennt. Eins og áður fær Plus útgáfan aðeins betri myndavél en hitt tækið en iPhone 8 Plus er með nýjum nemum og mun bjóða upp á eitthvað sem Apple kalla Portrait Lighting sem á að skila betri lýsingu í portrett myndum eins og hún hafi hreinlega verið tekin hjá fagaðila sem ber lögverndað starfsheiti í ljósmyndun. Tækið tekur upp 4K myndbönd á 60 römmum á sekúndu og FullHD (1080p) myndbönd á 240 römmum á sekúndu.

Tækið mun líka styðja vel við augmented reality/breyttur raunveruleiki tæknina sem Apple hafði áður kynnt til leiks.

Hvenær iPhone 8 og iPhone 8 Plus koma til Íslands er ekki vitað eins og staðan er akkúrat núna né hvað þeir muni kosta.

AppleTV

Uppfært AppleTV var líka kynnt til leiks, það styður nú 4K/UHD (3840×2160 upplausn sem er UHD en allir segja 4K) ásamt HDR og það báða staðlana sem bítast nú um yfirburði þegar kemur að upptöku HDR. Nýja AppleTV styður sem sagt bæði HDR10 og Dolby Vision. Eins og með 4K/UHD þarf sjónvarpið þitt að styðja HDR svo að þú sjáir muninn.

AppleTV 4K notast við A10X örgjörvann sem er í iPad Pro og þannig er þetta uppfærða tæki tvisvar sinnum öflugra en fyrra AppleTV ásamt því að það er með 3GB af vinnsluminni.

Apple Watch

Nýr dagur, nýtt úr og nú með 4G stuðningi. Úrið kalla þeir Apple Watch Series 3 enda þriðja kynslóð af þessu magnað tæki.

Betri örgjörvi, meiri hraði. Apple Music stuðningur og með 4G í úrinu sjálfu er hægt að gera hluti og skilja símann eftir heima.

 


Allt

Ertu með Stjörnustríðsfræðin á hreinu?

08/09/2017 • By

Það er ekki langt síðan að Stjörnustríðs myndirnar allar komu inn í Sjónvarp Símans Premium. Viðtökurnar hafa verið vægast sagt ótrúlegar. Núna um mánaðamótin var búið að horfa á myndirnar samfleytt í 7 ár! sem eru 62.273 klukkustundir eða eru 3,7 milljón mínútur. Það er ótrúlegt áhorf en svo sem ekki skrýtin þegar um er að ræða einhvern þekktasta kvikmyndabálk sögunnar.

Við ætlum því að henda í skemmtilegan leik. Ef þú getur svarað öllum spurningunum rétt ferðu beint í pottinn og getur unnið BB-8 fjarstýrt vélmenni að andvirði 22.990 kr. Þeir sem taka þátt þurfa að gefa upp netfangið sitt svo að við getum haft samband við vinningshafann.

Við dröfum út nafn þess heppna föstudaginn 15. september.

 


Allt

Síminn Pay

06/09/2017 • By

Í AppStore og PlayStore má nú finna appið Síminn Pay, nýja greiðslulausn sem gerir þér kleift að borga með símanum þínum.

Appið virkar hjá fjölda söluaðila um allt land, virkar með öllum íslenskum debet og kreditkortum óháð banka og farsímakerfi.

Síminn Pay virkar þannig að við fyrstu uppsetningu þarf að staðfesta hver þú ert, annað hvort með rafrænum skilríkjum eða með því að fá sent lykilorð beint í heimabankann þinn.

Síðan bætirðu við kortunum þínum, annað hvort með myndavélinni í gegnum appið eða með því að slá inn númerin á kortunum.

Þegar greiða á með Síminn Pay er nóg að opna appið, velja kortið sem á að greiða með og skanna kóðann hjá söluaðila. Greiðslan fer þá beint í gegn og kvittun kemur beint í appið.

Nú þegar er til dæmis hægt að greiða með Síminn Pay hjá Te & Kaffi, Kaffitár, Dunkin Donuts, Local, Lemon, Frú Laugu, Culiacan, Ísbúð Vesturbæjar, Mosfellsbakarí, 10-11, Olís og Samkaup og fleirum. Söluaðilum mun svo fjölga jafnt og þétt og enn fleiri möguleikar koma inn í appið.

Prófaðu Síminn Pay, skildu veskið eftir heima!


Sjónvarp

Haustið og veturinn í Sjónvarpi Símans

01/09/2017 • By

Við erum endurnærð eftir sumarið og förum full tilhlökkunar inn í sjónvarpsveturinn sem fram undan er. Fjölmargir gamlir vinir snúa aftur á skjáinn, ný andlit bætast við ásamt því að við kynnum glænýja íslenska þáttaröð sem verður frumsýnd í nóvember. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í Sjónvarpi Símans Premium, úrvalið hefur aldrei verið meira en yfir 7.000 klukkustundir bíða þín.

Yfir 40 þættir verða í forsýningum í Sjónvarpi Símans Premium, sem þýðir að þeir koma inn daginn eftir að þeir eru sýndir erlendis. Af öllu þessu frábæra sjónvarpsefni mætti til dæmis nefna :

Stella Blómkvist

Ísland er í blússandi góðæri og áhrif Kínverja á íslenskt efnahagslíf og stjórnmál eru mikil. Það er framið morð í Stjórnarráðinu og þar kemur Stella Blómkvist að málum. Byggt á bókunum um Stellu Blómkvist sem margir þekkja, en engin veit hver skrifar bækurnar. Stella er leikin af Heiðu Reed sem margir þekkja úr þáttunum Poldark.

Þáttaröðin mun koma inn í heild sinni í Sjónvarp Símans Premium í nóvember.

Biggest Loser Ísland

Í fjórða sinn snúa Evert, Gurrý og Inga Lind aftur og nú í hinum stórbrotna Borgarfirði en þar fara tökur á þáttunum fram í þetta sinn. Falleg náttúran leikur því hlutverk í þáttunum þar sem 12 einstaklingar víða af landinu takast á við sitt sameiginlega markmið. Ný þáttaröð hefst 21.september.

Will & Grace

Það eru 12 ár síðan að síðasta þáttaröð af Will & Grace var framleidd, nú er komið að nýrri þáttaröð. Þættirnir hlutu 83 tilnefningar til Emmy verðlauna á sínum tíma og eiga stóran aðdáendahóp sem bíður eflaust spenntur eftir að þessir gömlu vinir snúi aftur á skjáinn.

The Orville

Nýir leiknir þættir frá Seth McFarlane höfundi Family Guy og American Dad. Komandi frá Seth MacFarlane þarf varla að taka fram að um grín þætti er að ræða, og það með vísindaskáldsöguþema. Nokkuð ljóst að hér hefur Star Trek verið innblásturinn og mikið grín gert að þeim heimi öllum. Þetta verða fyndnir þættir, Seth mun sjá til þess.

This is Us

Stærsta nýja þáttaröðin frá því í fyrra snýr aftur. This is Us var ekki bara ein vinsælasta þáttaröðin í Bandaríkjunum heldur líka í Sjónvarpi Símans enda frábærir þættir hér á ferðinni. Fyrsti þátturinn í nýrri þáttaröð kemur 27.september í Sjónvarp Símans Premium.

Mr. Robot

Þriðja þáttaröðin af Mr. Robot fer senn af stað en þessir þættir hafa rakað inn tilnefningum og verðlaunagripum ásamt því að Rami Malek sem leikur aðalhlutverkið hefur skotist upp á stjörnuhimininn fyrir frábæran leik sem hakkarinn Elliot Alderson. Frábærir þættir, fyrri þáttaraðirnar tvær bíða þín auðvitað í Sjónvarpi Símans Premium ef þú átt eftir að sjá þær.

Af öðrum nýjum þáttum má nefna Marvel´s The Inhumans, The Gifted, Kevin (Probably) Saves the World, valor, 9JKL, White Famous, Law & Order True Crime og SMILF. Við erum svo alltaf að bæta við eldra efni í Sjónvarp Símans Premium en fimm þáttaraðir af Ally McBeal koma fljótlega inn ásamt Futurama, Glee, Family Guy, New Girl, 90210 og fleira.

 


Allt

Samsung Galaxy Note 8

24/08/2017 • By

Í gær kynntu Samsung nýjasta tækið sitt til leiks, Samsung Galaxy Note 8. Tækið byggir á sömu hugmyndum og hinir frábæru S8 sem komu fyrr á þessu ári en eins og venjan er með Note tæki að þá er allt stærra og meira. Note tækin hafa alltaf verið stór og meiri um sig en símar almennt. Note línan á marga aðdáendur sem bíða spenntir á hverju ári eftir nýju tæki enda engin sími þarna úti sem hefur sömu möguleika í þessum stærðarflokki. Þegar maður hefur vanist Note tæki getur verið erfitt að snúa frá því.

Það er 6,3¨ Super AMOLED skjár í tækinu, engin smá stærð en þökk sé hönnun Samsung er tækið minna í hendi en maður hefði haldið. Framhliðin er bara skjár, lítið sem ekkert um annað á allri framhlið símans. Og á bakhliðinni eru tvær myndavélar, báðar 12 Megapixlar með hristivörn (OIS) en önnur er með víðlinsu (f/1.7) en hin er með aðdráttarlinsu (f/2.4). Myndavélin í Galaxy S8 er frábær, hér er sú tækni öll tekin á næsta stig. Myndavélin að framan er 8 Megapixla víðlinsa, tilvalin fyrir selfies!

Og hvað meira?

Átta kjarna Exynos örgjörvi, nýjasta kynslóð slíkra örgjörva er í Galaxy Note 8, 6GB af innra minni og 64GB geymslupláss ásamt SD minniskortarauf.

Note 8 er IP68 ryk og rakavarinn, Gorilla Glass 5 að framan, þráðlaus hleðsla, tengi fyrir heyrnartól og 3300mAh rafhlaða.

Forsala á Samsung Galaxy Note 8 var að fara í gang, tækin verða svo afhent 15.september og öllum forsölutækjum fylgir Samsung DeX dokka að verðmæti 19.990kr. Samsung Galaxy Note 8 kostar 149.990 kr.

 


Allt

Star Wars – Sagan öll í Sjónvarpi Símans Premium

03/08/2017 • By

Stjörnustríð er komið inn í Sjónvarp Símans Premium. Star Wars sem byrjaði með látum árið 1977 þegar Star Wars : A New Hope var frumsýnd. Nú 40 árum síðar eru sjö kvikmyndir komnar sem flokkast sem hluti af aðalsögunni ásamt Rogue One sem er hliðarsaga sem gerist rétt fyrir A New Hope. Allar þessar myndir eru nú komnar inn í Sjónvarp Símans Premium og því tilvalið að endurnýja kynnin við þessa gömlu vini og kynna þá í leiðinni fyrir framtíðar aðdáendum Stjörnustríðs heimsins.

Myndirnar sem um ræðir eru :

Star Wars : Episode IV – A New Hope, frumsýnd árið 1977

Star Wars : Episode V – The Empire Strikes Back, frumsýnd árið 1980

Star Wars : Episiode VI – The Return of the Jedi, frumsýnd árið 1983.

Star Wars : Episode I – The Phantom Menace, frumsýnd árið 1999.

Star Wars : Episode II – Attack of the Clones, frumsýnd árið 2002.

Star Wars : Episode III – Revenge of the Sith, frumsýnd árið 2005.

Star Wars : Episode VII – The Force Awakens, frumsýnd árið 2015.

Rogue One : A Star Wars Story, frumsýnd árið 2016.

Það eru margar skoðanir á því í hvaða röð sé réttast að horfa á myndirnar.

George Lucas skapari Stjörnustríðs segir að best sé að horfa á myndirnar í réttri röð og byrja þannig á The Phantom Menace. Það er ágætis leið til að sýna börnum heiminn og persónurnar í fyrsta skipti þar sem Phantom Menace er eiginlegt léttmeti. En harðir aðdáendur myndanna eru því ósammála.

Margir segja réttu röðina að horfa eftir framleiðsluári myndanna og byrja þannig á A New Hope frá 1977, hinni eiginlegu fyrstu Star Wars mynd. Sá sem hér skrifar og er æstur aðdáandi hallast að þeirri leið enda er upplifunin þá sú sama og heilu kynslóðirnar hafa upplifað myndirnar.

Hörðustu aðdáendur myndu svo alltaf mæla með Machete röðuninni. Þá er byrjað á A New Hope, síðan horft á The Empire Strikes Back og svo beint í Attack of the Clones, þaðan í Revenge of the Sith og svo horft á Return of the Jedi. The Force Awakens kæmi svo síðust en hún var ekki komin þegar að Machete röðin var búin til. The Phantom Menace er hreinlega sleppt og hún hunsuð með öllu. Sem er slæmt því þá kynnast áhorfendur ekki Darth Maul og heyra aldrei hið frábæra Duel of the Fates eftir John Williams.

Megi mátturinn vera með ykkur!

 


Allt

Samnýttu gagnamagnið!

24/07/2017 • By

Þeim fjölgar stöðugt tækjunum á hverju heimili sem nota SIM kort og tengjast þannig hraðasta farsímaneti landsins.

Með með farsíma áskriftunum okkar er leikur einn að fá fleiri kort, fyrir aðra í fjölskyldunni, fyrir spjaldtölvuna, fartölvuna, veðurstöðina eða bara hvað sem er.

Fjölskyldukort er t.d. frábært fyrir betri helminginn eða unglingana en þau samnýta gagnamagnið með áskriftinni þinni ásamt því að fá endalausar mínútur og SMS.

Krakkakort eru svo tilvalin fyrir öll börn undir 18 ára aldri, þar er 1GB innifalið (hægt að auka gagnamagnið) ásamt auðvitað endalausum mínutum og SMS. Engar áhyggjur þarf að hafa af áfyllingum eða slíku, Krakkakortið bara virkar og er innifalið í áskriftinni og kostar því ekki krónu. Hægt er að fá allt að 11 Krakkakort. Öll kortin virka auðvitað með Roam Like Home.

Fyrir snjalltækin sem þurfa bara samband við internetið er Gagnakort svo málið en þar er einnig samnýtt gagnamagnið með áskriftarleiðinni þinni. Tilvalið í spjaldtölvuna, fartölvuna, 4G beininn eða MiFi-ið eða bara hvaða tæki sem er sem er með SIM korta rauf.

Svo er gott að muna að þeir sem eru með Spotify Premium hjá Símanum streyma allri tónlist á 0 kr. yfir farsímanetið okkar. Því er hægt að hlusta á alla heimsins tónlist án þess að hlustunin sé að éta upp gagnamagnið.

Allar nánari upplýsingar á siminn.is og hjá okkar frábæru ráðgjöfum í 8007000.

 


Allt

Soundboks

12/07/2017 • By

Það er nóg til af nettum ferðahátölurum sem geta græjað smá stemmningu þegar þess þarf en þeir græja ekkert meira en það. Þegar þarf að breyta smá stemmningu í partý og sturlun eða skella upp tónleikum kemur Soundboks til bjargar. Soundboks fer nefnilega upp í ellefu og skilar 119dB, það er MJÖG hátt.

Soundboks er ekki bara ferðahátalari heldur heilt hljóðkerfi sem getur búið til alvöru hljóð, með látum. Rafhlaðan endist og endist, í meira en 30 klukkustundir á hæsta styrk en hægt er að kreista út nærri 100 klukkustundir með lægri stillingum. En ef rafhlaðan tæmist er hægt að skella nýrri í boxið á sekúndum eða tengja það beint við rafmagn.

Hátalarinn er innblásinn af harðgerðum ferðaboxum tónlistarmanna og þolir högg og rigningu og því ætti íslensk veðrátta ekki að flækjast fyrir fjörinu. Soundboks er bæði hægt að tengja með snúru sem og bluetooth og einnig er hægt að tengja nokkra saman til að henda í eitt stykki útihátíð úti í garði.

Soundboks er tilvalinn í veiðina, bústaðinn, pallinn, garðveisluna, partýið eða bara í hvað sem er. Hann hljómar enn betur utandyra en innandyra enda hannaður fyrir aðstæður útidyra.

Á Facebook síðunni okkar erum við einmitt að gefa eitt Soundboks, endilega taktu þátt!

Sigraðu sumarið með Soundboks!