Allt

Fréttir af 4G

18/04/2017 • By

Tæknimenn Símans eru stoltir af hraðasta farsímakerfi landsins og eru því á fullu að þétta og bæta 4G kerfið okkar.

Nú voru fjórir sendar að bætast við víðfemt netið okkar.

Búið er að setja upp sendi á Reyðarfirði við álver Alcoa ásamt því að búið er að þétta dreifikerfið á höfuðborgarsvæðinu með uppsetningu senda á Strikinu í Garðabæ, Tunguhálsi í Reykjavík og í hjarta Kópavogs sjálfri Hamraborginni.

Allir sendarnir styðja 150 Mbps hraða og eru gangsettir og til í slaginn nú þegar. Þétting og frekari uppbygging heldur áfram, slíkar aðgerðir klárast víst aldrei.

Látum fylgja með mynd frá Steinnýjarstaðarfjalli ofan við Skagaströnd. Hún tengist þessari færslu ekki beint en okkur þykir hún töff ásamt því að sýna við hvaða fáránlegu aðstæður okkar menn starfa oft við til að halda öllu gangandi og í lagi.


Allt

Blár apríl í Sjónvarpi Símans

05/04/2017 • By

Blár apríl, átak Styrktarfélags barna með einhverfu er nýlega farið af stað en Síminn er aðalstyrktaraðili átaksins í ár.

Tilgangur átaksins er einmitt að vekja athygli á einhverfu og safna fé sem rennur óskert til málefna sem hafa bein áhrif á börn með einhverfu og aðstandendur þeirra.

Við styrkjum átakið með því að leggja til upphæð sem nemur fjölda þátta og kvikmynda sem horft verður á í Sjónvarp Símans Premium í apríl.

Þriðja þáttaröðin af Fargo hefst til dæmis 20.apríl með Ewan McGregor í aðalhlutverki og því tilvalið að vinda sér í að horfa á fyrri þáttaraðir sem auðvitað eru í Sjónvarpi Símans Premium.

Feud eru splunkunýir þættir með Susan Sarandon og Jessicu Lange sem hafa verið að fá frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum.

Svo má auðvitað ekki gleyma vinum okkar hjá Disney en við vorum að gera samning við þetta frábæra fyrirtæki um aðgang að þeirra ótrúlega safni kvikmynda og nú þegar hafa Frozen, Big Hero 6, Monsters University og Oz the Great and the Powerful komið inn í Sjónvarp Símans.


Allt

Samsung Galaxy S8

30/03/2017 • By

Samsung kynntu í gær Galaxy S8 og S8+, nýjasta flaggskip fyrirtækisins sem margir hafa beðið eftir. Það er ekki hægt að segja annað en að tækið sé að vekja mikla athygli enda mjög árennilegt á að líta. Ég var búinn að sjá tækin fyrir kynninguna og get með góðu móti sagt að þetta séu fallegustu snjallsímar sem að ég hef haldið á, þau eru fáránlega nett en samt svo stór sem er magnað hönnunar afrek. Skjárinn á tækjunum dregur mann að tækinu.

Fallegur álrammi umlykur 5,8″ og 6,2″ skjáina á S8 og S8+ og enginn rammi er utan um skjáinn til að tala um. Manni líður eins og maður sé að halda á einum heilum skjá þegar S8 er í hendi. 64GB geymslupláss, heyrnartólatengi, þráðlaus hleðsla og USB-C hleðsla. Heimatakkinn sem hefur verið á Samsung símum frá upphafi er horfinn og í staðinn er að hann komin á skjáinn og hluti af stýrikerfinu.

S8 og S8+ eru IP68 vottaðir og því vatns og rykvarðir að einhverju leyti.

Frábæra myndavélin úr S7 mætir hér uppfærð, í 12MP, með hristivörn og sjálfvirkum fókus og á að skila enn betri myndum ásamt því að hún er fljótari að taka myndirnar. Fingrafaraskanninn er aftan á símanun og svo er komin IRIS skanni sem nemur augun til að hleypa notandanum inn í símann. Myndavélin að framan er 8MP með sjálfvirkum fókus og því tilvalin „selfie” myndavél.

4GB af vinnsluminni er í báðum tækjum sem gerir það að verkum að síminn flýgur áfram í allri vinnslu með hjálp átta kjarna örgjörvans. 3000 mAh rafhlaða er í S8 en S8+ er með 3500 mAh rafhlöðu.

Forsalan er hafin á siminn.is. Forsölutækin verða afhent 21.apríl en almenn sala hefst svo 28.apríl.

 

 

 


Allt

Páskarnir í Sjónvarpi Símans Premium

30/03/2017 • By

Við erum hoppandi kát og glöð yfir þeirri viðbót sem var að detta inn í Sjónvarp Símans Premium. Vinir okkar hjá Disney eru mættir, og myndum frá þeim mun bara fjölga á næstu mánuðum. Teiknimyndirnar eru svo auðvitað allar með íslensku tali.

 

Það er kannski eðlilegt að byrja á að nefna að vinsælasta teiknimynd síðari ára, Frozen er mætt í Sjónvarp Símans Premium. Fjölskyldan getur því horft á hana lon og don alla páskana eða þangað til að einhver öskrar „Þetta er nóg”

Monsters University

Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna, forsagan af Monsters Inc frá árinu 2001 sem flest öll börn þekkja.

 

Big Hero 6

Enn ein frábæra Disney myndin, fjallar um strákinn Hiro og vélmenni Baymax sem mynda ótrúlegt samband sín á milli og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bjarga borginni sem þeir búa í.

Af öðrum myndum má svo nefna OZ The Great and the Powerful sem er frábær ævintýramynd ásamt The Hobbit þríleiknum, The Lone Ranger með Johnny Depp, Saving Mr. Banks með Tom Hanks, Shawshank Redemption, Rain Man, Unbreakable og 50 ára afmælistónleika Stefán Hilmarssonar.

Öll fjölskyldan ætti að geta notið Sjónvarp Símans Premium yfir páskana!


Allt

Scandal í Sjónvarpi Símans Premium

30/01/2017 • By

Það er allt á suðupunkti í Washington í dag eftir að nýr forseti Bandaríkjanna tók til starfa. Eflaust er allt á fullu bakvið tjöldin og eflaust ekki helmingurinn af því sem er í gangi sem flýtur upp á yfirborðið. Það er fullt af fólki í fullri vinnu við að laga til, snúa slæmri frétt í góða og bara redda málunum. Þetta hljómar eins og efni í góða sjónvarpsþætti eða bíómynd.

Slíkir þættir eru einmitt til en fyrsti þáttur í sjöttu þáttaröðinni af Scandal kom einmitt í Sjónvarp Símans Premium síðasta föstudag. Hver þáttur kemur inn daginn eftir að hann er sýndur í Bandaríkjunum þannig að áskrifendur að Sjónvarpi Símans Premium sjá hann ekki löngu á eftir forseta Bandaríkjanna sem elskar víst að horfa á sjónvarp.

Fyrstu fimm þáttaraðirnar bíða þín nú þegar í Sjónvarpi Símans Premium og því ekki seinna vænna að horfa sig í gegnum þær áður en nýjasta þáttaröðin fer á flug.

Scandal fjalla um Oliviu Pope og hennar fólk sem starfa við krísustjórnun og almannatengsl í Washington D.C. Verkefnin eru oft stór og flókin en þau ná einhvern veginn alltaf að leysa þau öll. Eins og svo stundum gerist eru það eigin vandamál Oliviu sem erfiðast er að leysa, enda er hún öllum stundum í vinnunni og ekki mikill tími eða orka til að tækla hin raunverulegu vandamál.

Shonda Rhimes, höfundur Scandal er engin nýgræðingur þegar kemur að sköpun sjónvarpsþátta og fáar konur sem hafa sett mark sitt eins vel á sjónvarpsiðnaðinn síðustu ár en hún er ekki bara höfundur Scandal heldur einnig Grey´s Anatomy, The Catch, Private Practive og How to Get Away with Murder. Hún er margverðlaunuð fyrir sköpun sína og hefur einnig fengið fjölda viðurkenninga fyrir að hafa bæði sterkar kvenpersónur í sögum sínum og velja leikara úr minnihlutahópum.

Kerry Washington sem leikur Oliviu Pope sjálfa er svo margverðlaunuð eftir að hafa leikið í þáttunum og er orðin stórstjarna enda Olivia Pope mögnuð persóna.

 


Allt

Hraðasta farsímanetið á Íslandi

27/01/2017 • By

Ookla sem reka Speedtest.net sem eflaust er þekktasta hraðapróf í heiminum hefur krýnt farsímakerfi Símans sem hraðasta farsímakerfi Íslands árið 2016. Af því erum við afskaplega stolt enda hafa starfsmenn Símans verið á fullu að bæta og uppfæra 3G og 4G kerfi Símans og eru hvergi nærri hættir, enda áframhaldið skýrt, að fjölga sendum og efla kerfið enn frekar.

4G net Símans nær nú til 95,5% þjóðarinnar og 3G kerfið til 99% landsmanna. Nú í nóvember tókum við svo í notkun næstu kynslóð 4G senda í samstarfi við Ericsson sem kallast LTE Advanced eða 4G+ sem ná yfir 200 Mb/s hraða.

Hraði á farsímanetum dreifist á milli notenda og því geta hraðapróf sýnt misjafnar niðurstöður. Einnig skiptir fjarlægð frá farsímasendum og tegund símtækis máli. Meðalhraðinn 2016 hjá Símanum var 44 Mb/s en við höfum oft séð yfir 100 Mb/s og nýlega yfir 200 Mb/s í Vesturbæ Reykjavíkur.

Vertu með á hraðasta farsímanetinu. Vertu Endalaus Snjall með endalaus símtöl og SMS, 30 GB af gagnamagni en þar fylgja einmitt með Krakkakort þar sem börnin fá endalaus símtöl, endalaus SMS og 1GB af gagnamagni. Í Endalaus Snjall er einnig hægt að fá gagnakort fyrir spjaldtölvuna eða fartölvuna sem samnýtir gagnamagnið.

 


Allt

Spotify+Síminn: Emmsjé Gauti og Aron Can mennirnir 2016

09/01/2017 • By

Emmsjé Gauti er vinsælastur allra íslenskra flytjenda á Spotify árið 2016. Hann náði fjórum lögum á topp 50 lista mest streymdra laga hér á landi. Aron Can tveimur.
Aron Can á vinsælasta innlenda lagið; Enginn mórall, sem situr í tíunda sæti. Lag Emmsjé Gauta, Silfurskotta, sem þeir syngja saman, var næstvinsælast og í því ellefta.

Spotify tók listann saman fyrir Símann – sem er eina fyrirtækið í samstarfi við Spotify hér á landi.
Fjöldi laganna fleytir Emmsjé Gauta í fjórða sæti mest spilaðra flytjenda á Spotify hér á landi á árinu – strax á eftir Kanye West, Drake og svo Justin Bieber, sem trónir á toppi flytjenda. Rihanna situr svo í fimmta sæti á milli þeirra Emmsjé Gauta og Arons Can.

Fimm innlendir flytjendur voru meðal þeirra 25 mest spiluðu hér á landi á árinu. Auk Emmsjé Gauta og Arons Can, Bubbi Morthens og sveitirnar Úlfur úlfur og Kaleo. Úlfur úlfur – sem var vinsælastur íslenskra á Spotify í fyrra – vermir nú 22. sæti flytjenda.

Spotify er ein stærsta tónlistarveita í heimi. Með henni má hlusta á tónlist hvort sem er í snjalltækinu eða tölvunni. Sex mánaða Spotify Premium áskrift fylgir Heimilispakkanum.
Einnig geta viðskiptavinir Símans í GSM áskrift gerst áskrifendur að Spotify Premium og er þá mánaðargjaldinu bætt við símareikninginn um hver mánaðamót. Tékkaðu á því.

 

50 mest streymdu lögin hér á landi á árinu 2016
1. Drake – One Dance
2. Justin Bieber – Love Yourself
3. Sia – Cheap Thrills
4. Justin Bieber – Sorry
5. Mike Posner – I Took A Pill In Ibiza – Seeb Remix
6. The Chainsmokers – Don’t Let Me Down
7. Major Lazer – Cold Water (feat. Justin Bieber & MØ)
8. Justin Bieber – What Do You Mean?
9. Desiigner – Panda
10. Aron Can – Enginn Mórall
11. Emmsjé Gauti – Silfurskotta
12. Major Lazer – Light It Up (feat. Nyla & Fuse ODG) – Remix
13. Lukas Graham – 7 Years
14. DJ Snake – Let Me Love You
15. Calvin Harris – This Is What You Came For
16. Twenty One Pilots – Stressed Out
17. Alan Walker – Faded
18. Jonas Blue – Fast Car – Radio Edit
19. Rihanna – Work
20. Zara Larsson – Lush Life
21. Fifth Harmony – Work from Home
22. Bebe Rexha,G-Eazy – Me, Myself & I
23. Drake – Too Good
24. Rihanna – Needed Me
25. Twenty One Pilots – Heathens
26. ZAYN – PILLOWTALK
27. The Chainsmokers – Roses
28. The Chainsmokers – Closer
29. The Weeknd – Starboy
30. Zara Larsson, MNEK – Never Forget You
31. Aron Can – Rúllupp
32. Adele – Hello
33. Cheat Codes, Kris Kross Amsterdam – Sex
34. Shawn Mendes – Treat You Better
35. Emmsjé Gauti – Strákarnir
36. Emmsjé Gauti – Reykjavík
37. gnash – i hate u, i love u (feat. olivia o’brien)
38. Kungs vs. Cookin’ On 3 Burners – This Girl
39. DNCE – Cake By The Ocean
40. Kygo – Stay
41. Twenty One Pilots – Ride
42. Flume + Kai – Never Be Like You
43. Kiiara – Gold
44. Coldplay – Hymn For The Weekend
45. Emmsjé Gauti – Djammæli
46. Galantis – No Money
47. Flo Rida – My House
48. Ariana Grande – Into You
49. Robin Schulz – Sugar (feat. Francesco Yates)
50. Snakehips – All My Friends

25 mest spiluðu listamennirnir á landinu 2016:
1. Justin Bieber
2. Drake
3. Kanye West
4. Emmsjé Gauti
5. Rihanna
6. Aron Can
7. The Weeknd
8. Coldplay
9. Beyoncé
10. Sia
11. Eminem
12. Twenty One Pilots
13. Adele
14. David Bowie
15. Bubbi Morthens
16. The Chainsmokers
17. Major Lazer
18. Úlfur Úlfur
19. Ariana Grande
20. Ed Sheeran
21. One Direction
22. The Beatles
23. Kendrick Lamar
24. Kaleo
25. Muse


Allt

Opnunartími verslana og Þjónustuvers um jólin

22/12/2016 • By

Enn ein jólin að ganga í garð og hátíðarnar hafa að sjálfsögðu einhver áhrif á opnunartíma bæði verslana og Þjónustuvers hjá okkur.

Starfsfólk Símans óskar ykkur öllum gleðilegra jóla með þökkum fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

Opnunartíminn yfir hátíðarnar er eftirfarandi :

Smáralind

Aðfangadagur : 10:00 – 13:00

Jóladagur : Lokað

Annar í jólum : Lokað

Hefðbundinn opnunartími 27-30.desember

Gamlársdagur : 10:00 – 13:00

Nýársdagur : Lokað

Kringlan

Aðfangadagur : 10:00 – 13:00

Jóladagur : Lokað

Annar í jólum : Lokað

Hefðbundinn opnunartími 27-30.desember

Gamlársdagur : 10:00 – 13:00

Nýársdagur : Lokað

Ármúli 25

Aðfangadagur : Lokað

Jóladagur : Lokað

Annar í jólum : Lokað

Hefðbundinn opnunartími 27-30.desember

Gamlársdagur : Lokað

Nýársdagur : Lokað

Glerártorg, Akureyri

Aðfangadagur : 10:00 – 12:00

Jóladagur : Lokað

Annar í jólum: Lokað

Hefðbundinn opnunartími 27-30.desember

Gamlársdagur : 10:00 – 12:00

 

Þjónustuver 8007000 – Tæknileg aðstoð

Aðfangadagur : 11:00 – 16:00

Jóladagur : 14:00 – 21:00

Annar í jólum : 14:00 – 21:00

Hefðbundinn opnunartími 27-30.desember

Gamlársdagur : 11:00 – 16:00

Nýársdagur : 14:00 – 21:00


Allt

Enn hraðara 4G

20/12/2016 • By

100% hraðaaukning á þremur árum er staðreynd þegar kemur að 4G kerfi Símans en nú keyrir kerfið á 200 Mb/s eftir að tæknimenn okkar og Ericsson hentu LTE Advanced, 4G+ eða enn hraðara 4G neti á mannamáli í loftið á nokkrum sendum. Enn frekari hraðaaukning er svo framundan en næsta stökk ætti að skila 300 Mb/s strax á næsta ári. Yfir 200 4G sendar eru komnir upp en Vallarhverfið í Hafnarfirði fékk heiðurinn á sendi númer 200.

4G kerfi Símans nær nú til 95,5% landsmanna sem við erum afskaplega stolt af. Af sendum í þeirri uppbyggingu sem nýlega hafa farið í loftið má nefna helst Kjalarnes og Mosfellsdal ásamt því að langdrægir 4G sendar voru settir upp á Borgarhafnarfjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og Þorbirnir. Drægni slíkra senda getur verið allt að 100 kílómetrar og nýtast sjómönnum við landið vel.


Allt

Golden Globe verðlaunin

13/12/2016 • By

Þann 8.janúar í byrjun næsta árs fara Golden Globe verðlaunin fram. Í gær urðu tilnefningar til verðlaunanna öllum ljósar og erum við hjá Símanum afskaplega ánægð með að þættir í Sjónvarpi Símans Premium fá tilnefningar í öllum flokkum eða alls 19 tilnefningar. Það er nefnilega eitthvað fyrir alla í Sjónvarpi Símans Premium. Svo geta auðvitað allir glaðst yfir því að Jóhann Jóhannsson fær tilnefningu fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Arrival.

Flestar tilnefningar fær The People v O.J. Simpson: American Crime Story eða alls fimm stykki. Öll þáttaröðin er nú þegar inn í Sjónvarpi Símans Premium.

The People v O.J Simpson eru leiknir þættir sem byggja á réttarhöldunum yfir O.J Simpson sem heimsbyggðin fylgdist öll með á sínum tíma. Frábærir þættir með einvala liði leikara.

This Is Us er með þrjár tilnefningar en allir þættirnir nema lokaþátturinn er í Sjónvarpi Símans Premium. Lokaþátturinn verður sýndur úti 10 janúar 2017 og ætti því að vera kominn inn til okkar strax daginn eftir. This Is Us eru frábærir drama-gaman (dramedy) þættir sem hafa slegið í gegn bæði hjá gagnrýnendum og áhorfendum í Sjónvarp Símans enda raðar þátturinn sér iðulega í toppsætið yfir þættina með mesta áhorfið.

 

Black-ish eru sömuleiðis með þrjár tilnefningar en þessir gamanþættir hafa fengið í gegnum tíðina fjölda tilnefninga og unnið til verðlauna. Stórleikarinn Laurence Fishburne hefur þótt fara á kostum en þættirnir fjalla um miðstéttar fjölskyldu og líf þeirra allt með gamansömum tóni enda gamanþættir. Tímaritið Rolling Stone sagði um þættina að þetta væru einu gamanþættirnir í sýningum sem fólk ætti að horfa á. Við þau orð getum við lítið bætt. Fyrstu tvær þáttaraðirnar eru inn í Sjónvarpi Símans Premium og allt af þeirri þriðju nema lokaþátturinn sem kemur eftir tvo heila daga.

American Crime fá tvær tilnefningar, sem besta serían (mini-series) og Felicity Huffman fær tilnefningu sem besta leikkonan. Báðar þáttaraðirnar eru í heild sinni í Sjónvarpi Símans Premium en þessum þáttum gef ég mínum hæstu meðmæli. Fyrri serían er frábær og svo vel leikin að mínu mati að fátt í sjónvarpi kemst nálægt því og sú seinni kemur svo enn sterkari inn með allt öðrum söguþræði en sú fyrri með nýjum persónum og engar tengingar eru á milli þáttaraða. Þetta eru því tvær ólíkar og ótengdar sögur undir sama hattinum sem er nafn þáttarins, sömu höfundar og sömu leikarar þó að þeir taki að sér allt önnur hlutverk.

Mr. Robot eru sömuleiðis með tvær tilnefningar. Rami Malek sem besti leikari í aðalhlutverki og gamla brýnið Christian Slater fær tilnefningu sem besti leikari í aukahlutverki. Mr. Robot eru frábærir þættir um Elliott sem er sérfræðingur í tölvuöryggi á daginn en tölvuhakkari á kvöldin. Hann er félagsfælinn, þunglyndur og haldinn kvíða. Hljómar kannski ekki eins og mesta skemmtun heimsins en það er þó þannig að þættirnir eru frábærir. Framvindan er ekki hröð heldur minnir á fyrri tíma þar sem söguþráðurinn opnar sig smám saman og því þarf að fylgjast með til enda. Fyrsta þáttaröðin er öll í Sjónvarpi Símans Premium og stutt í að sú seinni komi inn í heild sinni.

 

The Americans eru tvær tilnefningar en bæði Matthew Rhys og Keri Russell fá tilnefningar sem bestu leikarar í drama þáttum. Þættirnir gerast í kalda stríðinu og fjallar um hjón sem virðast vera afskaplega venjuleg hjón í Bandaríkjunum en eru í raun njósnarar fyrir leyniþjónustu Sovétríkjanna, KGB. Fyrstu fjórar þáttaraðirnar eru inni í Sjónvarpi Símans Premium.

Hinir frábæru Ray Donovan fá tilnefningu en aðalleikari þáttanna, sem einmitt leikur Ray fær tilnefningu sem besti leikarinn. Þessir glæpaþættir fá ótrúlegar viðtökur alls staðar og áskrifendur að Sjónvarpi Símans Premium bætast einmitt við þann hóp, þetta eru vinsælir þættir.

Þættirnir fjalla um Ray sem er tja, skulum bara kalla það reddara fyrir ríka og fræga fólkið í Los Angeles. Hann getur látið öll vandamál heimsins hverfa, nema sín eigin og um það fjalla þættirnir. Fyrstu þrjár þáttaraðirnar eru inni í Sjónvarpi Símans Premium og sú fjórða langt komin en þættirnir bætast við einn af öðrum daginn eftir sýningu í Bandaríkjunum.

 

Jane the Virgin og Crazy Ex-Girlfriend fá svo líka tilnefningar í sama flokki en aðalleikkonur þáttanna fá þar klapp á bakið fyrir vel unnin störf í frábærum þáttum. Jane the Virgin eru klassískir grínþættir sem fjalla um Jane sem er trúuð vinnusöm stúlka sem verður ólétt fyrir mistök. Hún er nefnilega hrein mey. Bold and the Beautiful aðdáendur ættu að kannast við aðalleikkonuna en hún lék einmitt í þeirri langlífu sápuóperu. Fyrstu tvær þáttaraðirnar af Jane the Virgin eru inn í Sjónvarpi Símans Premium og sú þriðja í gangi og bætast nýir þættir við daginn eftir að þeir eru sýndir úti í Bandaríkjunum.

Crazy Ex-Girlfriend eru gaman-söng þættir sem fjalla um ástina og lífið. Rebecca aðalsöguhetjan er lögfræðingur, lærði í góðum skóla og á framtíðina fyrir sér. En svo hittir hún fyrstu ástina sína úti á götu sem er að flytja í smábæ í Kaliforníu og hún ákveður í leit sinni að ástinni að flytja auðvitað þangað, fyrir algjöra tilviljun. Eins og maður gerir! Fyrsta þáttaröðin er inni í Sjónvarpi Símans Premium og sú seinni er í gangi og þættirnir bætast við eftir því sem þeir eru sýndir úti og bætast við daginn eftir.