Allt

Tæki og tól fyrir fermingarbarnið

13/03/2018 • By

Páskaeggjaáti fylgja fermingarveislur en það má klárlega finna hinna einu réttu fermingargjöf í verslunum Símans.

Símar, frábærir hátalarar og snjallúr eru frábær gjöf, auðvitað til í mismunandi verðflokkum.

Í engri sérstakri röð mælum við með :

  1. iPhone X, flaggskip Apple. Snjallsíminn enduruppgötvaður segja þeir.
  2. LG V30, frábær snjallsími frá LG. Með formagnara sem tryggir enn betri hljóðgæði fyrir tónelskandi fermingarbörn. Tilboðsverð 109.990 kr.  í stað 119.990 kr.
  3. LG Q6, ein bestu kaupin í dag. Öflugur sími með góðum skjá og myndavél en kostar ekki nema 29.990 kr. Tilboðsverð 29.990 kr. í stað 39.990 kr.
  4. LG G6, frábær uppfærsla á G5. Skjárinn hreint út sagt ótrúlegur með æðislegri myndavél. Tilboðsverð 69.990 kr. í stað 79.990 kr.
  5. Fitbit Ionic snjallúr sem mælir alla hreyfingu og svefn. Tilboðsverð 39.990 kr. í stað 46.990 kr.
  6. Apple Watch, hinn besti félagi fyrir alla iPhone eigendur. Fylgist með hreyfingu og verður þinn besti vinur.
  7. Sony XZ Premium, það besta frá Sony á frábæru fermingartilboði. Tilboðsverð 89.990 kr. í stað 109.990 kr.
  8. Sony Xperia XZ1. Nú á 30.000 kr. afslætti, tilvalinn á gjafaborðið. Tilboðsverð 69.990 kr. í stað 99.990 kr.
  9. Soundboks, hátalari sem fer alla leið upp í ellefu. 119 desibel, 30 klukkustunda rafhlöðuending. Þetta er alvöru hátalari! Tilboðsverð 89.990 kr. í stað 119.990 kr.
  10. Tosing kareoke hljóðnemi, lætur alla þína söngstjörnu drauma rætast inni í herbergi eða frammi í stofu.
  11. Libratone Zipp Mini, lítill og nettur bluetooth og WiFi hátalari. Dönsk hönnun sem fyllir herbergið af hljómþýðum tónum. Tilboðsverð 19.990 kr. í stað 27.990 kr.
  12. Libratone Zipp, stóri bróðir Zipp Mini. Bara aðeins háværari, stærri og sterkari. Tilboðsverð 29.990 kr. í stað 44.990 kr.
  13. Apple HomePod, snjall hátalarinn frá Apple. Hljómar ekki bara yndislega heldur er leikur einn að setja hann upp.
  14. Libratone Too, sá minnsti en hljóðgæðin eru samt ekkert lítil. Ryk og rakavarinn og hentar því vel í hvað sem er. Tilboðsverð 14.990 kr. í stað 19.990 kr.

30GB af gagnamagni fylgja öllum seldum farsímum. Kíktu á úrvalið á siminn.is/ferming eða kíktu í næstu verslun Símans.


Allt

Spotify Family hjá Símanum

01/02/2018 • By

Loksins, loksins, loksins segjum við og margir aðrir munu segja það sama því nú getum við loksins sagt já við einni algengustu spurningu sem að við fáum.

Nú er hægt að kaupa Spotify Family hjá Símanum. Hvað er Spotify Family? Góð spurning. Spotify Family er fjölskylduáskrift fyrir Spotify þannig að aðeins er greitt eitt gjald fyrir áskriftina sem gefur þér og allt að fimm öðrum fjölskyldumeðlimum Spotify Premium áskrift. Eina reglan er að allir verða að búa undir sama þaki.

Allir í fjölskyldunni geta haft sinn eigin aðgang þannig að lagalistar, hlustunarsaga og það sem Spotify mælir með fyrir þig er bara út frá þinni hlustun. Tónlistarsmekkur barnanna mengar því ekki Discover Weekly eða árslistann þinn og ólíkur smekkur maka ruglar ekki algrímið í rýminu, allir eru bara með sína sjálfstæðu áskrift hjá Spotify. Yndislegt alveg!

Viðskiptavinir með farsíma og Spotify hjá Símanum halda áfram að streyma sinni tónlist á 0.kr á farsímaneti Símans, alveg sama hvort að það sé Spotify Premium áskrift eða fjölskylduáskrift.

Spotify Premium áskrift kostar 1250 kr. en Spotify Family kostar 1850 kr.

 


Allt

Hvernig bæti ég þráðlausa netið mitt?

22/01/2018 • By

Fjöldi nettengdra tækja á heimilum fjölgar á hverju ári. Tölvurnar, símarnir, spjaldtölvurnar, leikjatölvurnar, sjónvarpið, AppleTV-ið, sous vide græjan og bara eiginlega allt er með þráðlausu neti í dag.

Öll tækin þurfa samband og það gott samband. Við finnum fljótt ef þráðlausa netið er ekki að standa sig, verðum pirruð enda viljum við öll að tæknin bara virki. En þetta er ekki alltaf svona einfalt.

Það er nefnilega margt sem hefur áhrif á þráðlausa netið heima hjá okkur.

Þráðlaus net eru bara útvarpsbylgjur, sem keyra á 2.4Ghz og 5Ghz tíðnisviði. 2.4Ghz tíðnisviðið nær lengra en ber minni hraða. 5Ghz aftur á móti nær styttra en nær miklu meiri hraða. Svo skiptir máli hvaða staðal af þráðlausu neti routerinn (beinir) þinn er að nota. Sé um mjög gamlan router að ræða styður hann mögulega ekki nýjustu tækni og þar með minni hraða.

Steypa, járn og stál, önnur þráðlaus tæki og nær flest allt hefur áhrif á þráðlausa netið. Allt sem er á milli þín og routers dempar merkið að einhverju leyti. Þess vegna vegna skiptir staðsetning hans öllu máli þegar kemur að því að ná góðu þráðlausu sambandi.

Þú vilt hafa router þannig staðsettan að hann sé miðsvæðis heima heima þér, þannig ætti merkið að berast sem best um allt En sé íbúðin eða húsið stærra en ca. 100 fermetrar og/eða á fleiri en einni hæð þarf oftar en ekki að auka fjölda senda til að þráðlausa netið verði sem best og nái sem víðast.

Við bjóðum nokkrar lausnir í þeim efnum og viðskiptavinir okkar fá afslátt af þessum búnaði.

Fyrir þá sem þurfa rétt að bæta merkið mætti benda á Movistar netpunktinn eða AirTies 4920 en hann má einnig fá í stærri útgáfum og eru þá tveir eða þrír í pakka. Allt eftir því hversu langt þarf að bera þráðlausa netið. Uppsetning á þessum tækjum er einföld og þráðlausa netið verður strax betra.

Þeir allra kröfuhörðustu geta svo skoðað Unifi sendana, þeir eru dýrari en bjóða upp á enn meiri möguleika, stillingar og slíkt fyrir þá sem hafa áhuga á því. En fyrir venjuleg heimili í almennri netnotkun myndu bæði Movistar og AirTies vera meira en nóg.

Kíktu í næstu verslun Símans, starfsfólk okkar er boðið og búið að finna út með þér hvað hentar best fyrir þig.


Sjónvarp

Stella Blómkvist í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans

10/01/2018 • By

Það er komið að því. Þættirnir um Stellu Blómkvist verða sýndir í línulegri sjónvarpsdagskrá frá sunnudagskvöldinu 14. janúar í Sjónvarpi Símans. Við hjá Símanum erum spennt að sjá hverjar viðtökurnar verða en nú þegar hafa þættirnir verið spilaðir 235 þúsund sinnum í Sjónvarpi Símans Premium.

Stella Blómkvist er einnig á leið úr landi. Viaplay, sem er ein vinsælasta efnisveitan á Norðurlöndum, sýnir Stellu Blómkvist frá febrúarmánuði. Sagafilm hefur unnið að alþjóðlegri útgáfu af Stellu og verða þættirnir ýmist sýndir erlendis sem sex þátta sería eða sem þrjár 90 mínútna sjónvarpsmyndir erlendis. Þeir verða sem sagt í svipuðu formi og hin fræga Millennium sería um Lisbeth Salander.

Þættirnir eru sex og verður einn sýndur í einu á sunnudagskvöldum kl. 21 næstu vikurnar, en þeir komu fyrst fyrir sjónir áhorfenda þann 24. nóvember síðastliðinn.

Stella Blómkvist var vinsælasti þáttur ársins 2017 innan efnisveitu Símans en Handsmaid‘s Tale, þættirnir sem hlutu verðlaun sem bestu dramaþættirnir á Golden Globe-hátíðinni í fyrrinótt, voru næstvinsælastir.

Fimm vinsælustu þáttaraðirnar árið 2017 í Sjónvarpi Símans Premium voru :

#1 Stella Blómkvist
#2 The Handmaid’s Tale
#3 Biggest Loser Ísland
#4 Ný sýn, (fyrri þáttaröð)
#5 Imposters


Allt

Golden Globe verðlaunin

08/01/2018 • By

Í nótt voru Golden Globe verðlaunin haldin í 75.skipti en þar eru bæði sjónvarpsþættir og kvikmyndir tilnefndar til verðlauna.

Þættir í Sjónvarpi Símans voru hlaðnir tilnefningum fyrir verðlaunahátíðina sjálfa þetta árið en alls fengu þættir í Sjónvarpi Símans Premium 23 tilnefningar. Aldrei fyrr hafa þættir í Sjónvarpi Símans fengið slíkt magn tilnefninga.

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að The Handmaid’s Tale hafi unnið fyrir bestu drama þættina. Þættirnir hafa fengið mikið lof síðan þeir komu út, ekki bara gagnrýnenda heldur líka áhorfenda. Fyrir utan Stellu Blómkvist voru The Handmaid’s Tale mest spiluðu þættirnir 2017 í Sjónvarpi Símans Premium, þarf engan að undra. Frábærir þættir sem við getum ekki mælt nógu mikið með. Við hálf öfundum þá sem eiga þessa þætti inni. Í apríl kemur svo önnur þáttaröðin af þessum frábæru þáttum.

Elisabeth Moss sem einmitt leikur aðalhlutverkið í The Handmaid´s Tale fékk svo verðlaun fyrir besta leik leikkonu í aðalhlutverki. Moss þekkja margir sem Peggy Olson úr Mad Men þáttunum en hér sýnir þessi frábæra leikkona aðrar hliðar og nær að halda áhorfendum hugföngnum í þeirri eymd sem hún þarf að lifa við. Hún snýr að sjálfsögðu aftur í aðra þáttaröð.

 

Sterling K. Brown sem leikur Randall Pearson í hinum frábæru This is Us hlaut svo Golden Globe verðlaunin sem besti leikari í aðalhlutverki í drama þáttum. This is Us sem eru að ljúka sinni annarri þáttaröð seinna í þessum mánuði eru frábærir þættir sem hafa fengið frábæra dóma, unnið til fjölda verðlauna og fengið enn fleiri tilnefningar. Þættirnir fylgja eftir nokkrum persónum sem allar eiga sama afmælisdag en eru að öðru leyti ólíkar persónur sem ganga ólíka vegferð í gegnum lífið.

Hinn skoski Ewan McGregor sem margir þekkja hlaut svo verðlaun fyrir leik sinn í hinum eilífa vetri Fargo þáttanna en þriðju þáttaröðinni af þessum skemmtilegu þáttum lauk í sumar. Fyrir hvort hlutverkið vitum við ekki þar sem Ewan lék tvenn hlutverk. Fargo þáttaraðirnar tengjast ekki sín á milli í söguþræði en það er samt óhætt að mæla með þeim öllum rétt eins og kvikmyndinni frá árinu 1996 sem er fyrir löngu orðin klassík, hún er auðvitað í Sjónvarp Símans Premium eins og þáttaraðirnar þrjár.

 


Allt

Opnunartími yfir hátíðarnar

21/12/2017 • By

Eins og alltaf yfir jól og áramót riðlast opnunartími hjá Símanum eitthvað, bæði í verslunum okkar sem og í Þjónustuveri Símans.

Hér má sjá opnunartímann, ef annað er ekki tekið fram gildir almennur opnunartími.

Við óskum þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Takk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

Verslanir Símans

Ármúli Kringlan Smáralind Glerártorg
Þorláksmessa 11:00 – 16:00 10:00 – 23:00 11:00 – 23:00 10:00 – 23:00
Aðfangadagur Lokað 10:00 – 13:00 10:00 – 13:00 10:00 – 12:00
Jóladagur Lokað Lokað Lokað Lokað
Annar í jólum Lokað Lokað Lokað Lokað
Gamlársdagur Lokað 10:00 – 13:00 10:00 – 13:00 10:00 – 12:00
Nýársdagur Lokað Lokað Lokað Lokað

Þjónustuver Símans 8007000

Aðfangadagur 12:00 – 16:00
Jóladagur 14:00 – 20:00
Annar í jólum 14:00 – 20:00
Gamlársdagur 12:00 – 16:00
Nýársdagur 14:00 – 20:00

Allt

Ilmurinn úr eldhúsinu – Ragnar Freyr

19/12/2017 • By

Ragnar Freyr Ingvarsson einnig þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu gerði hefðbundin jólamat með nútímalegu sniði fyrir þættina Ilmurinn úr eldhúsinu. Sous vide hamborgarhryggur er eitthvað sem margir munu prófa enda fjömörg heimili komin með slíkar græjur í notkun.

Hér má sjá uppskriftir þáttarins.

Svínahamborgarahryggur „sous vide“ – púðursykursteiktar kartöflur og rauðkál
2 SS hamborgarahryggir
200 ml rauðvín
200 ml kjötsoð
2 stjörnuanísar
3 lárviðarlauf
2-3 negulnaglar
15 piparkorn
Setjið svínahamborgarahrygginn í ziploc poka og hellið víni og kjötsoði saman við. Bætið kryddinu saman við og lokið pokanum undir þrýstingi.
Eldið í vatnsbaði í þrjár til fimm klukkustundir við 60-72 gráður. Ragnar Freyr eldaði kjötið á 60° í þættinum, hitastig annars eftir smekk.  Þegar kjötið er tilbúið penslið þið það með gljáa og steikið í ofni þar til gljáinn hefur karmellisserast.
Ég gerði minn gljáa úr malti, rauðvíni og hunangi – sauð það niður í potti og bar á kjötið.
Rauðkál
1/2 rauðkál
2 græn epli
1 rauðlaukur
2-3 dl rauðvínsedik
2 dl balsamedik
5 msk sykur
100 g smjör
2 stjörnuanísar
1 msk kóríanderfræ
salt og pipar
Skerið rauðkálið, eplin og rauðlaukinn og steikið í smjörinu þangað til að það er mjúkt. Hellið þá sykrinum, edikinu, kryddinu saman við og blandið vel. Hitið að suðu og látið allan vökva sjóða niður.
Púðursykurbrúnaðar kartöflur
1 kg kartöflur í nokkuð jafnri stærð – soðnar og kældar
50 g sykur
50 g púðursykur
50 ml vatn
30 g smjör
Leysið sykurinn upp í vatni og hitið á pönnu, sjóðið niður þangað til að sykurinn fer að taka lit, bætið þá smjörinu á pönnuna. Þegar smjörið er bráðið og búið að freyða hellið þá kartöflunum saman við og sjóðið þær upp úr sykurbráðinni. Eldið þangað til að bráðin klístrast utan um kartöflurnar.
Sósan
700 ml kjötsoð frá grunni
smjörbolla
rjómi eftir smekk
rifsberjasulta eftir þörfum
salt og pipar

Fyrst bjó ég til grísasoð eftir kúnstarinnar reglum. Gulrætur, laukur, sellerí og hvítlaukur skorið smátt og steikt í nokkrar mínútur. Síðan brúnaði ég nokkur grísabein í ofni og setti í pottinn. Setti hálfa flösku af rauðvíni út í og sauð upp áfengið. Setti svo 2 lítra af vatni og hitaði að suðu. Saltaði og pipraði og bætti við nokkrum lárviðarlaufum. Soðið upp og svo  niður, þannig að 700 ml urðu eftir.

Bjó til smjörbollu, 50 gr af smjöri, 50 gr af hveiti hrært saman í heitum potti. Bætti síðan síuðu soði saman við og sauð í nokkrar mínútur til að ná hveitibragðinu burtu.

Þá er bara að bragðbæta sósuna þangað til að hún verður ljúffeng. Bætið vökva af kjötinu saman við, skvettu af rjóma, sultu, Lea og Perrins Worchestershire sósu, salti og pipar. Bragðið til þangað til að þið eruð sátt við guð og menn.

Dásamlegur Pipp-ís með heimagerðri súkkulaðisósu

750 ml rjómi
6 egg
150 g sykur
1 vanillustöng
4 súkkulaði stykki – Pralín frá Nóa Síríus

Aðskiljið eggjarauðurnar frá hvítunum. Setjið eggjarauðurnar í skál. Blandið sykrinum saman við og hrærið vandlega saman. Því næst skafið þið innan úr einni vanillustöng og hrærið vandlega saman við eggjablönduna. Þarna er maður kominn með vanilluís – og í raun hægt að stöðva á þessum tímapunkti – eða halda áfram með hvaða annað hráefni sem er.

Setjið til hliðar í augnablik á meðan þið sinnið öðrum hráefnum sem eiga að fara í ísinn.
Næst er að stífþeyta eggjahvíturnar. Það hjálpar að setja smá sykur saman við þær – einhver sagði mér að þær myndu verða betri við það – en ég sel það ekki dýrara en ég keypti !
Svo er það auðvitað rjóminn – en hann er lykilatriði í þessari uppskrift og ástæða þess að fólk biður um ábót. Takið hann beint úr kælinum og þeytið saman. Gætið þess að breyta honum ekki í smjör.
Skerið súkkulaðið í bita.

Svo er lítið annað en að blanda ísnum saman. Hrærið fyrst rjómann saman við eggjarauðurnar, svo eggjahvíturnar. Svo súkkulaðinu. Blandið þessu vandlega saman með sleikju – varlega – þar sem þið viljið ekki slá loftið úr ísnum.

Svo var ísnum skellt í ísskálina (sem þarf að geyma í frosti í 15 tíma áður en hún er tekin í notkun). Ísinn er svo hrærður í 15-20 mínútur þangað til að hann hefur blandast vel saman. Geymdur í frysti þangað til að hann er tilbúinn.
Sósan er svo einfölt að það er eiginlega kjánalegt. Bræðið súkkulaði í potti í skvettu af rjóma. Hitið og hrærið.
Hellið yfir ísinn. Njótið.
Nú mega jólin fara að koma.
Verði ykkur að góðu!

Allt

Ilmurinn úr eldhúsinu – Berglind

19/12/2017 • By

Það hafa margir sent okkur fyrirspurnir um uppskriftirnar hennar Berglindar hjá Gulur, Rauður, Grænn og Salt en það má sjá hana framreiða dýrindis rétti í þáttunum Ilmurinn úr eldhúsinu sem búið er að sýna í Sjónvarpi Símans.

Forréttur – Humarvefja í hvítlaukssmjöri

Fransbrauð
Humar, skelflettur
Smjör
Hvítlaukur
Steinselja
Sítrónupipar

Bræðið smjörið, pressið hvítlaukinn og blandið saman ásamt steinseljunni. Skerið skorpuna af brauðinu og fletjið það út með kökukefli báðum megin. Hreinsið humarinn og leggið hann á brauðið. Kryddið með sítrónupiparnum. Vefjið brauðinu utan um humarinn og veltið rúllunum upp úr hvítlauskssmjörinu. Bakið í ofni við 200°C í 10-15 mín. Berið fram með rucola og hvítlaukssósu.

Aðalréttur – Hægelduð önd með eplafyllingu fyrir sex manns.

3 kg önd
3 epli
2 rauðlaukar
1 poki sveskjur

Sósa

2 gulrætur
1 laukur
3 hvítlauksrif
3 sellerístönglar
1 tsk piparkorn
5 lárviðarlauf
innmatur úr öndinni
salt
pipar
ólífuolía
2 dl rauðvín
1 l vatn
rifsberjahlaup
smá sítrónusafi

Snyrtið öndina og þerrið vel að innan sem utan. Saltið og piprið hana ríflega. Pikkið göt á húðina og innan úr til að fitan fari inn í fuglinn frekar en að leka niður.

Skerið laukinn í fjórðunga og eplin í báta. Steikið lauk í nokkrar mínútur og bætið því næst eplum og sveskjum saman. Steikið í um 5 mínútur. Takið af hellunni og kælið lítillega.

Setjið fyllinguna í öndina og lokið fyrir með kjötpinnum. Stingið öndinni inn í 130°c heitan ofn með undir- og yfirhita (ekki blástur) í 6 klst. Takið úr ofni og látið standa í 15 mínútur áður en þið skerið kjötið niður. Setjið fyllinguna í skál og berið fram með öndinni.

Skerið grænmetið fyrir sósuna niður í bita. Setjið grænmetið í ofnplötu/steikarfat ásamt innmatnum. Saltið og piprið. Hellið rauðvíni yfir allt og dreypið síðan ólífuolíu yfir. Setjið inn á sama tíma og þið byrjið að elda öndina. Hellið vatninu saman við eftir nokkrar klukkustundir.

Þegar öndin er tilbúin, hellið þá sósunni yfir í pott og sigtið í leiðinni. Látið sósuna sjóða í um 30 mínútur eða þar til hún er farin að þykkna. Fjarlægið reglulega fituna sem myndast. Smakkið að lokum til með salti, pipar og bragðbætið með smá sítrónu, rifsberjahlaupi eða sojasósu. Einnig er gott að bæta smá skvettu af rjóma saman við – en það er ekki nauðsyn.

Sætkartöflumús með púðursykurs- og pekanhnetukurli

3-4 sætar kartöflur
100 g sykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
70 g smjör
1 dl mjólk
Salt og pipar eftir smekk

Kurlið

100 g pekanhnetur
200 g púðursykur
40 g hveiti
70 g smjör

Afhýðið kartöflurnar, skerið í bita og sjóðið. Stappið því næst kartöflurnar saman við sykur, egg, vanilludropa, smjör og mjólk og saltið og piprið. Setjið í ofnfast mót.

Saxið pekanhneturnar og setjið í pott ásamt púðusykri, hveiti og smjöri. Bræðið saman og hellið síðan yfir kartöflumúsina. Bakið í 170°C heitum ofni í 30 mínútur.

Eftirréttur

Risalamande ostakaka – fyrir 6-8

Karamellubotn

150 gr sykur
50 gr möndur
100 gr haframjöl
50 g möndlumjöl

Fylling

250 g rjómaostur
250 ml sýrður rjómi
250 ml rjómi
3 msk flórsykur
1 vanillustöng
2 msk síróp

Toppur

kirsuberjasósa
hvítt súkkulaði

Stráið sykur á pönnu og bræðið þar til hann er orðinn gylltur á lit.

Saxið möndlur gróflega á meðan. Þegar sykurinn er tilbúinn takið þá af pönnunni og bætið söxuðum möndlum, haframjöli og möndlumjöli út í.

Blandið vel saman á pönnunni. Hellið á bökunarpappír og dreifið vel úr blöndunni. Kælið. Brjótið niður og setjið í eftirréttaglösin.

Gerið því næst fyllinguna. Hrærið rjómaost og sýrðan rjóma saman. Bætið fræjum úr vanillustöng saman við ásamt flórsykri og sírópi og hrærið saman. Hrærið rjóma í annarri skál. Blandið síðan varlega samman við með sleif. Deilið fyllingunni á glösin yfir karamellubotninn.

Hellið að lokum kirsuberjasósu yfir fyllinguna og skreytið með rifnu hvítu

súkkulaði. Geymið í kæli þar til eftirrétturinn er borinn fram.


Allt

Jólagjöfin í ár

15/12/2017 • By

Jólaverslunin hefur farið vel af stað hjá okkur, þetta verða sannkölluð SIM korta jól. Margir sem ætla að hafa harða pakka undir jólatrénu, gefa eitthvað snjallt eða hjálpartæki fyrir tónelskendur.

Okkur datt því í hug að taka saman hvað hefur verið vinsælast fyrir þessi jól, í engri sérstakri röð.

1) iPhone X. Snjallsíminn enduruppgötvaður segja Apple, kannski eitthvað til í því enda magnað tæki. Með iPhone X fyrir jólin fylgir þráðlaus hleðslumotta að verðmæti 6.490 kr og 150 GB af gagnamagni.

2) AppleTV 4K. Nýjasta útgáfan af AppleTV nú með 4K og HDR stuðningi. Frábært fyrir Netflix, YouTube og allar hinar streymisþjónusturnar.

3) iPhone 8 og iPhone 8 Plus. Snarpari og stílhreinni en nokkru sinni fyrr og nú með þráðlausri hleðslu. Með iPhone 8 og 8 Plus fyrir jólin fylgir þráðlaus hleðslumotta að verðmæti 6.490 kr og 150 GB af gagnamagni.

4)  Samsung Galaxy S8 og Samsung Galaxy S8 Plus. Mögulega fallegustu snjallsímar sem komið hafa út en með þeim fyrir jólin fylgja Samsung IconX þráðlaus heyrnartól að verðmæti 34.990kr og 150GB af gagnamagni.

5) Apple AirPods. Lauflétt þráðlaus heyrnartól, nauðsynleg nú þegar að heyrnartólatengið er að hverfa úr símum.

6) Kareoke hljóðnemi. Tengdu hljóðnemann við símann yfir bluetooth og einn,tveir,þrír þú átt sviðið!

7) Soundboks. Ferðahátalari sem kemst upp í ellefu, sprengir skalann og breytir garðveislu í útihátíð.

8) Spjaldtölvur, og þá helst Samsung Tab S3 og iPad. Eðlilega enda frábær tæki.

9) Tinitell krakkasími. Snjallari og einfaldari síma er ekki hægt að finna, frábær fyrsti sími.

10) Fitbit Alta mælir allt, alla hreyfingu sem og svefn.

11) Bose QC35, heyrnartól með frábærri „noise canceling” virkni sem eyðir út umhverfishljóðum. Flugferðir og langar bílferðir hafa aldrei verið betri.

 


Allt

Ilmurinn úr eldhúsinu – Jói Fel

28/11/2017 • By

Í kvöld, er annar þáttur af Ilmurinn úr eldhúsinu á dagskrá í opinni dagskrá auðvitað í Sjónvarpi Símans.

Jói Fel eldar dásamlega rétti og sýnir okkur hvernig á að matreiða girnilegar villibráðar bruschettur, hreindýrafille með girnilegu meðlæti.

Og uppskriftirnar? Þær eru hér.

Villibráðar bruchettur

Ristað brauð, eitthvað gott brauð

Smjör

Hunang

Balsamikedik

Truffluolía

Villibráð t.d. gæs, önd eða hreindýr

Garðablóðberg

Látið garðablóðberg utan um kjötið, brúnið smjör mjög mikið á pönnu og eldið kjötið þar til það er vel brúnað. Takið af hitanum og kælið við stofuhita. Skerið í mjög þunnar sneiðar.

Ostar að eigin vali

Rifsberjasulta

Fallegt, blandað salat

Jarðarber, bláber eða önnur ber eftir smekk

 

Hreindýrafile

Hreindýrakjöt

Pekanhnetur

Sykur

Létt brúnið pekanhnetur á pönnu og setjið 2-3 msk sykur saman við og veltið hnetunum vel uppúr karmellunni. Setjið á álpappír og kælið.

Kjötið stendur úti við stofuhita með garðablóðbergi.

Athugið að þrífa ekki pönnuna eftir hneturnar.

Kjötið er svo steikt upp úr smjöri, hitið smjörið mjög vel og brúnið kjötið mjög vel á háum hita.

Setjið í eldfast mót og inní c.a 90°-120°C heitan ofn og eldið uppí u.þ.b. 54°. Látið kjötið standa í um 5 mín. hið minnsta áður en það er skorið niður.

 

Bökunarkartöflur 

Skerið kartöflur niður í litla teninga og steikið á pönnu þar til þeir eru vel brúnir. Svo er hægt að hita þá létt upp í restina rétt áður en bera á fram.

 

Villisveppasósa

Athugið að nota helst sömu pönnu áfram sem er ekkert búið að þrífa á milli.

100gr smjör

500gr blandaðir sveppir

30gr þurrkaðir villisveppir, maukaðir mjög smátt

1 dl portvín

3 dl villibráðasoð

1/2 l rjómi

Gráðostur

Rifsberjahlaup

Salt og pipar

Steikið sveppi upp úr smjöri og brúnið vel ásamt villisveppum, setjið þá vínið saman við og sjóðið niður. Blandið villibráðasoðinu saman við og látið suðuna koma upp. Setjið þá rjóma saman við ásamt gráðosti og sultu. Látið suðuna koma upp og slökkvið svo undir, kryddið með salti og pipar.

Gott er að láta sósuna standa í smá tíma og hita svo upp aftur áður er borin er fram.

 

Bleikur marengs

4 hvítur

250g sykur

1 tsk edik

Vanilludropar

Salt

Rauður matarlitur

Allt þeytt saman í stífan marengs. Setja nokkrar góðar matskeiðar á plötu. 

Ber að eigin vali

Vanilluís

Flórsykur

Myntulauf

Afgangurinn af ristuðu hnetunum

 

Bakið við 100°C í 45 mín. Slökkvið þá á ofninum og látið standa í 30 mín. Kælið vel.

 

Veljið þau ber sem ykkur líkar best við, u.þ.b. 500g.

Berin eru skorin niður og steikt á pönnu. Kreistið sítrónusafa yfir og setjið smá hunang saman við. Maukið berin lítillega og berið svo fram við stofuhita.

Setjið marengsinn á disk og væna matskeið af vanilluís yfir.

Flórsykur dassaður yfir til skrauts.

Myntu lauf notuð sem skraut.

Stráið svo afganginum af ristuðu hnetunum yfir.

Verði ykkur að góðu!