Allt

Samnýttu gagnamagnið!

24/07/2017 • By

Þeim fjölgar stöðugt tækjunum á hverju heimili sem nota SIM kort og tengjast þannig hraðasta farsímaneti landsins.

Með með farsíma áskriftunum okkar er leikur einn að fá fleiri kort, fyrir aðra í fjölskyldunni, fyrir spjaldtölvuna, fartölvuna, veðurstöðina eða bara hvað sem er.

Fjölskyldukort er t.d. frábært fyrir betri helminginn eða unglingana en þau samnýta gagnamagnið með áskriftinni þinni ásamt því að fá endalausar mínútur og SMS.

Krakkakort eru svo tilvalin fyrir öll börn undir 18 ára aldri, þar er 1GB innifalið (hægt að auka gagnamagnið) ásamt auðvitað endalausum mínutum og SMS. Engar áhyggjur þarf að hafa af áfyllingum eða slíku, Krakkakortið bara virkar og er innifalið í áskriftinni og kostar því ekki krónu. Hægt er að fá allt að 11 Krakkakort. Öll kortin virka auðvitað með Roam Like Home.

Fyrir snjalltækin sem þurfa bara samband við internetið er Gagnakort svo málið en þar er einnig samnýtt gagnamagnið með áskriftarleiðinni þinni. Tilvalið í spjaldtölvuna, fartölvuna, 4G beininn eða MiFi-ið eða bara hvaða tæki sem er sem er með SIM korta rauf.

Svo er gott að muna að þeir sem eru með Spotify Premium hjá Símanum streyma allri tónlist á 0 kr. yfir farsímanetið okkar. Því er hægt að hlusta á alla heimsins tónlist án þess að hlustunin sé að éta upp gagnamagnið.

Allar nánari upplýsingar á siminn.is og hjá okkar frábæru ráðgjöfum í 8007000.

 


Allt

Soundboks

12/07/2017 • By

Það er nóg til af nettum ferðahátölurum sem geta græjað smá stemmningu þegar þess þarf en þeir græja ekkert meira en það. Þegar þarf að breyta smá stemmningu í partý og sturlun eða skella upp tónleikum kemur Soundboks til bjargar. Soundboks fer nefnilega upp í ellefu og skilar 119dB, það er MJÖG hátt.

Soundboks er ekki bara ferðahátalari heldur heilt hljóðkerfi sem getur búið til alvöru hljóð, með látum. Rafhlaðan endist og endist, í meira en 30 klukkustundir á hæsta styrk en hægt er að kreista út nærri 100 klukkustundir með lægri stillingum. En ef rafhlaðan tæmist er hægt að skella nýrri í boxið á sekúndum eða tengja það beint við rafmagn.

Hátalarinn er innblásinn af harðgerðum ferðaboxum tónlistarmanna og þolir högg og rigningu og því ætti íslensk veðrátta ekki að flækjast fyrir fjörinu. Soundboks er bæði hægt að tengja með snúru sem og bluetooth og einnig er hægt að tengja nokkra saman til að henda í eitt stykki útihátíð úti í garði.

Soundboks er tilvalinn í veiðina, bústaðinn, pallinn, garðveisluna, partýið eða bara í hvað sem er. Hann hljómar enn betur utandyra en innandyra enda hannaður fyrir aðstæður útidyra.

Á Facebook síðunni okkar erum við einmitt að gefa eitt Soundboks, endilega taktu þátt!

Sigraðu sumarið með Soundboks!


Allt

Hraðasta farsímanetið, aftur!

11/07/2017 • By

Farsímakerfi Símans mældist það hraðasta á Íslandi fyrri árshelming 2017 í hraðamælingum Speedtest, rétt eins og árið 2016. Þessari viðurkenningu erum við sko stolt af.

Meðalhraði á kerfum Símans eykst nokkuð sem er virkilega jákvætt þar sem hraðamælingar Speedtest eru gerðar af notendunum sjálfum og endurspegla því upplifun þeirra á farsímakerfinu og þeim hraða sem þau ná í símtækjum sínum hverju sinni.

Tæknimenn Símans segja þetta engin geimvísindi heldur er statt og stöðugt unnið að því að besta farsímakerfið með tilliti til hvar notendur eru hverju sinni og setja farsímasenda þannig upp að þeir þjóni sem flestum, eðlilega.

Speedtest hraðapróf Ookla sem er leiðandi hraðapróf í heiminum er ekki bara að mæla 4G kerfi Símans heldur farsímakerfið Símans í heild sinni óháð hvort að tengst sé yfir 4G eða ekki. Síminn hefur líka sett upp fjölda svokallaðra 4G+ senda en afkastageta þeirra er allt að 300 Mb/s sem er stórt stökk frá fyrstu 4G sendunum sem náðu 100 Mb/s hraða. 4G+ sendar eru til dæmis í miðbæ Reykjavíkur, á Akureyri og í Grímsnesinu.

Það er langhlaup að halda uppi stöðugu og hröðu farsímakerfi sem uppfyllir kröfur og væntingar þeirra sem það nota. Við erum hvergi nærri hætt og erum statt og stöðugt að bæta við sendum, uppfæra senda og gera allt sem við getum til að allir geti gert sitt yfir farsímanetið okkar.

Sigraðu sumarið á hraðasta farsímaneti landsins!


Allt

Roam like home hjá Símanum

14/06/2017 • By

Loksins tekur Roam like home gildi hér á landi en Evrópusambandið hefur unnið að þessu takmarki í skrefum í nokkur ár og loks er skrefið gengið til fulls. Roam like home þýðir að viðskiptavinur Símans getur notað sína farsímaáskrift rétt eins og hann væri heima hjá sér, hvort sem það er að tala í símann, senda SMS eða nota netið í símanum.

Þetta þýðir auðvitað mikla kjarabót fyrir viðskiptavini allra þeirra landa sem þetta nær til en það eru öll lönd í Evrópusambandinu sem og á Evrópska efnahagssvæðinu. Símafyrirtækjum allra þessara landa er þó leyfilegt að setja takmarkanir eða svokallað „fair use policy” eða ákvæði um sanngjarna notkun á gagnamagni til að koma í veg fyrir óhæfilega notkun eða misnotkun en við hjá Símanum ætlum þó ekki nýta þetta ákvæði fyrst um sinn.

Frá og með 15.júní er því ekkert álag eða aukinn kostnaður sem fylgir því að nota símann erlendis í þeim löndum sem Roam like home á við um.

Roam like home virkar sjálfkrafa þegar þú ert í landi sem það er virkt í, ekkert þarf að gera og síminn virkar bara eins og þú værir heima hjá þér.

Ferðapakkinn, áskrift sem margir viðskiptavinir Símans hafa nýtt sér dettur auðvitað út í Roam like home löndum en helst virkur í þeim löndum sem eru utan Roam like home eins og t.d. Bandaríkin, Kanada, Sviss, Tyrkland og fleiri.

Roam like home á við um bæði venjulegar farsímaáskriftir sem og netáskriftir þannig að 4G MiFi eða 4G router og SIM kortið í þeim græjum virkar eins og þú værir á tjaldsvæðinu í Reykjahlíð.

Ef engin innifalin notkun er í áskriftarleið þinni gildir sú verðskrá sem á við um hana, eins og þú værir heima á Íslandi.

Eina flækjustigið sem mætti kalla við Roam like home eru Frelsis notendur. Inneign í Frelsi virkar ekki erlendis en hægt er að skrá sig í þjónustuna Frelsi í útlöndum sem þýðir að öll notkun er þá greidd eftirá en ekki fyrirfram eins og Frelsis áskriftir virka. Ekkert er innifalið í þeirri áskrift og því greitt fyrir alla notkun erlendis eins og notkunin ætti sér stað hér heima.


Allt

Sjónvarp Símans – Nú á ferðinni

12/06/2017 • By

Sjónvarp Símans er þjónusta sem við hjá Símanum er ótrúlega stolt af, bæði er þjónustan tæknilega fullkomin og efnisúrvalið fjölbreytt og mikið. Nú kynnum við nýja virkni sem við erum afskaplega ánægð með og hefur vakið mikla lukku í prófunum starfsmanna sem hafa verið að prufukeyra þessa frábæru viðbót.

Núna geturðu tekið Sjónvarp Símans með þér í bústaðinn, hjólhýsið, tjaldvagninn, í mat til tengdó eða bara hvert sem er. Myndlykilinn er einfaldlega tekinn með og tengdur við internet, hvort sem það er við þráðlaust net eða með netsnúru. Hann fer þá aftur í gang og helstu aðgerðir eru til staðar.

Fyrst um sinn er ekki um að ræða fulla sjónvarpsþjónustu þannig að hún sé alveg eins og heima en allt það helsta er til staðar eins og Sjónvarp Símans Premium, Frelsi, SíminnBíó, SíminnKrakkar ásamt því að auðvitað er hægt að horfa á RÚV, Sjónvarp Símans, Stöð2, Stöð2Sport, N4 og valdar erlendar rásir. Sjónvarp Símans á ferðinni virkar eingöngu með SagemCom 4K myndlyklunum okkar eins og er.

Viðmótið er auðvitað það sama og heima og allar aðgerðir eins, bara ekki gleyma fjarstýringunni eða spennubreytinum já eða HDMI snúrunni en tengja verður myndlykilinn við HDMI tengi á sjónvarpinu.

Það skiptir engu hvaðan netið kemur, myndlykilinn hrekkur í samband yfir 4G samband eða annað net. Þannig er hægt að vera með 4G MiFi eða 4G beini í bústaðnum, tjaldinu eða hvar sem er. Gæðin fara svo eftir því hvernig tengingin er og skalast til allt eftir því hvernig hún er á meðan horft er. Í mestu gæðum ætti samt klukkustund af áhorfi aldrei að fara yfir 2GB.

Munið bara að tengja myndlykilinn aftur þegar heim er komið svo að full upplifun kemst aftur á og sjónvarpið telji ekki af inniföldu gagnamagni.


Allt

WWDC17 – Apple kynning

06/06/2017 • By

Árlega halda sína WWDC ráðstefnu, sem er hugsuð fyrir og sótt af þeim sem þróa hugbúnað fyrir Apple tæki. Þar kynna Apple næstu útgáfur af sínum stýrikerfum og hvað þær uppfærslur hafa að geyma. Þeir nýta einnig tækifærið og tala um tæki og búnað, sem er skemmtilegast fyrir okkur tækjanördanna. Í gær var einmitt ráðstefnan sett með langri kynningu. Okkar maður var á svæðinu og smellti af nokkrum myndum.

Það sem stendur upp úr mætti helst nefna í engri sérstakri röð :

HomePod

Apple breytti heiminum með iPod MP3 spilaranum á sínum tíma og færði tónlistarhlustun frá útvarpi og að hlustandanum sjálfum. Nú kynna þér til leiks HomePod sem er það sem þeir kalla næstu byltingu og nú er horft á heimilið allt með þessum fallega hátalara.

Hann er með Siri stuðningi og því er hægt að nota raddstýringu (á ensku) til að skipta um lag, skipta um lagalista og spyrja hver spili nú á trommur í þessu lagi og svo mætti lengi telja. Einnig er hægt að fá upp dagatalið, veðrið og helstu skipanir sem Siri gerir í dag rétt eins og Amazon Echo og Google Home gera. Hátalarinn er öflugri þegar kemur að hljómgæðum en þeir tveir fyrrnefndu og fer í raun beint á umráðasvæði Sonos sem hafa verið konungar snjallra hátalara með „multi-room” stuðningi í mörg ár.

Fyrst um sinn verður HomePod bara í sölu í Bandaríkjunum og Bretlandi og kemur formlega út í desember. Hvenær tækið kemur til Íslands er með öllu óvitað.

iOS 11

Næsta útgáfan af stýrikerfinu sem iPhone og iPad nota. Búið er að geri Siri enn öflugri, eitthvað sem margir höfðu beðið eftir þar sem Google Assistant í Android heimi hefur haft nokkuð mikið forskot á Siri síðan hann leit dagsins ljós. Siri er orðin klárari, getur þýtt setningar og hún lærir á notandann og kemur með tillögur um hvað þú sért að fara að gera. Einnig er hægt að skrifa til Siri í stað þess að gjamma til hennar með röddinni.

iOS 11 mun styðja QR kóða beint úr kassanum – voru ekki allir að bíða eftir því?

iMessage er nú komið í skýið og samtöl flæða á milli tækja sem nota sama AppleID. Podcast appið sem margir nota fær nýtt útlit og búið er að laga þann hluta sem snýr að því að finna ný podcöst, sem er vel.

Myndavéla appið fær líka sína uppfærslu en það er nú betra að taka myndir þar sem birta er lítil, hægt er að fikta í Live Photos myndum og nú er 3D Touch virkni komin í appið þannig að auðveldara er að stilla, græja og gera án þess að allur skjárinn fari undir slíkt.

iOS 11 fær líka nýja virkni sem setur símann sjálfkrafa í „Do Not Disturb” stillingu þegar síminn skynjar að eigandi hans sé að keyra. Það er auðvitað bannað og stórhættulegt að nota símann sinn undir stýri og því má fagna þessari viðbót þó einhverjir muni kvarta. Það er hægt að slökkva á þessari virkni þannig að engar áhyggjur þeir sem blóta þessu.

iPad hluti iOS er líka uppfærður, multitasking (að vinna í nokkrum öppum í einu) er mjög bætt ásamt því að Apple kynntu nýja útgáfu af iPad Pro. Nýja útgáfan er með 20% stærri skjá, 12MP myndavél eins og iPhone 7.

iOS fær svo margar aðrar uppfærslur, Apple komust ekki einu sinni yfir það allt í kynningunni.

WatchOS

Apple úrið er auðvitað ekki skilið útundan og nú er Siri líka orðin klárari á úlnliðnum. Hún mun minna á eitt og annað eftir því sem dagatalið þitt og tölvupóstur segir til um ásamt því að Apple kynntu ný þemu með Toy Story persónum. Æfingahlutinn er uppfærður mikið og úrið mun hvetja þig í markmiðasetningu sem er byggð á þínum æfingum og sögu þannig að markmiðin ættu ekki að vera út úr kú miðað við þína getu og tíma sem þú eyðir í hreyfingu.

Apple kynntu einnig uppfærslur á tölvunum sínum. Fartölvurnar stökkva í Kaby Lake, nýjustu kynslóð Intel örgjörva ásamt því að nýr iMac Pro var kynntur til leiks en við látum aðra um að segja betur frá þeim.

Hér má svo sjá stutta útgáfu af því sem þarna fór fram, alls 19 mínutur í stað þeirra 139 mínutna sem þetta nú tók.


Allt

Þú getur meira á hraðasta farsímaneti landsins

01/06/2017 • By

Það hefur aldrei verið auðveldara að nota snjalltækin og í raun hvað sem er á farsímaneti Símans, hraðasta farsímaneti landsins.

4G MiFi og 4G beinar eru einmitt á tilboði þessa dagana og því tækifærið núna að græja sig upp fyrir sumarið.

Þeir sem vilja enn betra samband í sumarbústaðnum þurfa beini (router) en hann er þarfasti þjónninn þegar kemur að góðu sambandi. Hægt er að tengja utanáliggjandi loftnet við beininn en beinirinn styður allt að 32 tæki í einu. Frábær í bústaðinn þar sem hann er bara alltaf í gangi og tryggir gott netsamband fyrir öll tækin sem þess þurfa.

MiFi er lítil græja sem SIM korti er skellt í og þannig býr MiFi-inn til þráðlaust net sem allt að 10 tæki geta tengst við og þannig komist á netið. Rafhlaðan endist í allt að 12 klukkustundir en svo er auðvitað hægt að hafa hana í sambandi við rafmagn. Gæti ekki verið einfaldara til að koma Sjónvarpi Símans, Netflix, YouTube og öllu hinu í snjalltækin í sumarfriínu.

Það er sniðugt að samnýta gagnamagnið í Endalausu áskriftarleiðunum okkar með því að bæta við Gagnakorti fyrir sumarbústaðinn. Þau henta til dæmis í MiFi-ið, beininn, spjaldtölvuna, fartölvuna eða bara öll snjalltækin sem hafa SIM korta rauf.

 

 


Allt

Sigfús Sigurðsson næstur í Nýrri sýn

01/06/2017 • By

Sigfús Sigurðsson handboltahetja verður í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans í kvöld. Saga hans er áhugaverð og því þess virði að setjast við tækið.

„Ég stóð ekki uppi á bíl með 100 þúsund manns að fagna, nýkominn af ólympíuleikunum og sagði að fimm árum seinna ætlaði ég að vinna í fiskbúð. En ég verð nú að segja að það var töluvert gæfuspor,“ segir Sigfús Sigurðsson í þættinum og fer yfir ferilinn, sem var brösóttur í byrjun vegna vímuefnavanda hans.

Sigfús lýsir lífi sínu í dag og er þátturinn sá fjórði í röð fimm þátta þar sem þekktir landsmenn, segja frá því hvernig þeir tókust á við erfiða lífreynslu. Söngkonan Svala Björgvins var í þeim fyrsta, svo Stefán Karl Stefánsson leikari, þá Karl Berndsen og nú Sigfús. Skot Productions framleiðir þættina fyrir Símann.

Viðtalið við Sigfús verður í sýndur í kvöld, fimmtudag kl. 20. Þættirnir bíða einnig í efnisveitunni Sjónvarpi Símans Premium fyrir þá sem vilja horfa þegar hentar.


Allt, Sjónvarp

Stefán Karl í Sjónvarpi Símans

16/05/2017 • By

Það er ekki ólíklegt annað en að Stefán Karl Stefánsson leikari hreyfi við áhorfendum á fimmtudagskvöld, því þá lýsir hann því þegar hann greindist með krabbamein í vetur. Það er nú á bak og burt. Stefán Karl er næsti gestur Hugrúnar Halldórsdóttur í þættinum Nýrri sýn í Sjónvarpi Símans.

„Ég lít allt öðruvísi á lífið. Það hefur hægst á mér. Mér liggur ekki eins mikið á að lifa lífinu,” lýsir hann og er æðrulaus þrátt fyrir að líkurnar séu meiri en minni á því að krabbameinið taki sig upp. Þátturinn með Stefáni Karli er annar í röð fimm þátta þar sem þekktir landsmenn segja frá því hvernig þeir tókust á við erfiða tíma lífi sínu.

Það er ekki annað hægt en að mæla með þættinum, sem enginn með Sjónvarp Símans Premium þarf að missa af. Hann er kominn í veituna. Aðrir ættu að stilla klukku, því þátturinn er sýndur í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans á fimmtudag kl. 20.

 


Allt

4K – Ultra HD í Sjónvarpi Símans

12/05/2017 • By

Tímamót verða í sjónvarpsútsendingum á Íslandi í dag þegar að við setjum fyrstu 4K sjónvarpsrásina í loftið. Um er að ræða sjónvarpsstöðina InSightTV sem sendir út lífstílsefni allan sólarhringinn í fullri 4K upplausn á rás 50 í Sjónvarpi Símans.

Á mannamáli þýðir 4K útsending bara enn meiri myndgæði. Háskerpu má skipta upp í nokkra flokka og er 4K þar efst á blaði í dag. Venjuleg háskerpa kallast oft 720p, full háskerpa 1080p en 4K sem kallast einnig Ultra HD er með fjórum sinnum fleiri pixla á myndfleti en full háskerpa. Skýringamyndin hér að neðan sýnir vel hversu mikil aukning er hér á ferðinni.

Til að ná 4K útsendingum þarf að hafa nýjustu tegund af myndlykli Sjónvarp Símans sem styður 4K spilun og þessi auknu myndgæði sjást auðvitað ekki heldur ef sjónvarpið sem myndlykilinn er tengdur við styður ekki 4K.

Úrval á 4K efni og sjónvarpsstöðvum mun aukast hratt í náinni framtíð og við fylgjumst að sjálfsögðu vel með þeirri þróun. Sjónvarp Símans er að minnsta kosti klárt og tilbúið í slaginn, í dag stígum við fyrsta skrefið í að koma enn betri myndgæðum heim í stofu.