Browsing Category

Tæki & Tól

Allt, Fróðleikur, Sjónvarp, Svona gerum við..., Tæki & Tól

Nýtt viðmót í Sjónvarpi Símans

17/09/2015 • By

Við höfum ekki bara setið sveitt síðustu vikur og mánuði að hnoða saman Heimilispakkanum heldur hafa okkar menn í Sjónvarpskerfum verið á fullu að uppfæra viðmótið í Sjónvarpi Símans. Sjónvarp Símans er nefnilega íslenskt hugvit, búið til og rekið af starfsfólki Símans. Þjónusta sem við erum ótrúlega stolt af.

Nú er loks komið að því að svipta hulunni af nýju viðmóti sem við erum satt best að segja mjög ánægð með. Það skiptir öllu máli í viðmótum sem þessum að stutt sé í þær aðgerðir sem notaðar eru mest, við viljum meina að einstaklega vel hafi tekist til við þessa uppfærslu. Einn af nýju möguleikunum, eitthvað sem margar hafa beðið um er nú mættur, hægt er að spóla enn hraðar. Svo hratt nú er engin tími til að blikka, þú gætir misst af því sem þú ætlaðir að sjá.

í dag byrjar nýja viðmótið að rúlla út til viðskiptavina Símans. Það er gert í skrefum til að tryggja að allt gangi vel og því tekur heildarferlið nokkrar vikur enda ansi margir myndlyklar frá okkur í gangi á heimilum landsins. Til að virkja nýja viðmótið er nóg að slökkva og kveikja á myndlykli með fjarstýringunni, semsagt tveir smellir. Annar til að slökkva og hinn til að kveikja.

í neðstu stiku viðmótsins má finna flýtileiðir beint í Frelsi, Útvarp,  Karaoke og það sem þitt heimili er með í leigu. 

nyrportall2

Þó að þinn myndlykill fái ekki nýja viðmótið strax í dag er bara að sýna biðlund, það kemur. Við gerum þetta hægt og rólega af ástæðu, við viljum að upplifun allra sé góð.

Á meðan beðið er eftir nýja viðmótinu má til dæmis horfa á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem verða í beinni útsendingu í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans í kvöld klukkan 19:30. Tónleikana má upplifa á rásum 50 og 250 (HD). Á dagskránni verða leikin nokkur dáðustu verka vínarmeistaranna Mozarts og Beethoven, það verður engin svikin af þessari skemmtun.


Allt, Apple, Fróðleikur, GSM, iPhone, Tæki & Tól

Hvað var Apple að kynna?

10/09/2015 • By

Apple kynningu dagsins er nú lokið, margir búnir að bíða spenntir eftir hver tíðindi dagsins yrðu en nú liggur þetta nú allt fyrir. Uppfærðir iPhone símar eins og allir áttu von á, nýr iPad mini, enn stærri iPad sem kallast iPad Pro og uppfært AppleTV sem er enn öflugra og með enn fleiri möguleikum en áður.

iPhone
iPhone 6s og iPhone 6s Plus eru nýju símarnir. Með uppfærðu innvolsi og 12MP myndavél innanborðs í stað 8MP áður ásamt nýrri virkni sem kallast 3D Touch sem nemur hversu fast ýtt er á skjáinn og þannig opnast möguleikar og stillingar eftir því hvernig er ýtt á skjáinn. 12MP uppfærslan kemur líka með 4K upptöku, sem er gott. Útlitslega eru þetta klassískir iPhone símar og engar stórvæilegar breytingar gerðar á ytra útliti. Gárungarnir segja oft að S-ið við iPhone s símana þýði „subtle” eða smávægilegt enda verið að gera smávægilegar uppfærslur með þau tæki í stað þess að taka stór stökk eins og oft eru gerð á milli kynslóða.

Ekki er vitað nákvæmlega hvenær nýju iPhone símarnir koma í sölu á Íslandi en við munum rækilega láta vita af því þegar við vitum nánari dagsetningar.

6splus

iPad
Spjaltölvurnar fá líka uppfærslu en fjórða kynslóð iPad mini var kynnt og nú er öflugri örgjörvi innanborðs ásamt betri myndavél.

„Í dag kynnum við stærstu iPad fréttirnar síðan við kynntum iPad fyrst” sagði Tim Cook forstjóri Apple, hann meinti það mögulega bókstaflega en iPad Pro er 12,9 tommu spjaldtölva sem er eiginlega smá blanda af spjaldtölvu og fartölvu. Hægt er að nota lyklaborð og Apple kynnti penna til leiks sem búinn er allskyns skynjurum sem á að vera leikur einn að nota. Vélinni svipar til Microsoft Surface fyrir þá sem þekkja þær en þó samt ekki. Microsoft stigu á svið og sýndu hvað vélin hentar vel í Office umhverfinu þeirra.

ipad-pro-1200-1

Apple TV
Það mætti segja að AppleTV boxið sé nú orðið fullorðið en hingað til hafa Apple alltaf sagt litla svarta boxið vera áhugamál. AppleTV hafa hingað til keyrt iOS, sama stýrikerfi og símarnir og spjaldtölvurnar en án möguleikans að sækja öpp en loksins er sá möguleiki komin með nýju stýrikerfi sem Apple kalla tvOS. Stýrikerfið byggir á iOS og bætir við mögleikanum að setja inn öpp, fjarstýringin er uppfærð með snertifleti svo hægt er að skrolla þægilega í gegnum allt og Siri hjálpar til við að leita af efni til að horfa á. Tækið styður iTunes, Netflix, Hulu og Showtime streymisþjónusturnar ásamt því að spila tölvuleiki.

appletv2

 


Tæki & Tól

Moto G

26/06/2015 • By

Við getum loksins boðið uppá úrval farsíma frá okkar gamla vin Motorola. Motorola hafa lengi verið í þeim geira að búa til farsíma ásamt öðrum raftækjum en síðustu árin hafa þeir virkilega dottið í lukkupottinn því tækin þeirra hafa verið frábær og fengið einróma lof gagnýnenda. Ekki bara fyrir flaggskipið sitt heldur einnig fyrir tæki í öðrum verðflokkum sem ekki allir geta leikið eftir.

Moto X flaggskipið þeirra er með því betra sem gerist, keyrir Android nærri því eins og það kemur frá Google ásamt nokkrum þægilegum viðbótum sem Google sjálfir hafa svo verið að taka upp sjálfir. Motorola eru líka snöggir að koma út uppfærslum á sín tæki sem skiptir marga miklu máli.

Moto G, nýjasti síminn frá Motorola sem kemur í hillur Símans er ekki bara frábær sem snjallsími heldur líka á frábæru verði eða 39.990 kr.

Verðið segir ekki alla söguna því tækið er vel búið og tilfinningin að nota Moto G er á pari við að nota síma í dýrari flokki. Því er ekki annað hægt að mæla sterklega með Moto G.

Moto G er með fjögurra kjarna örgjörva, víðóma (stereo) hátalara, fimm tommu skjá, 8MP myndavél og kemur með nýjustu útgáfunni af Android.

Kíkið á Moto G í Vefverslun Símans eða í næstu verslun okkar.


Tæki & Tól

iGrill kjöthitamælir

22/06/2015 • By

Þarfasti þjónn hins nútíma heimakokks og grillara er klárlega kjöthitamælirinn iGrill mini. Sama hvort verið er að hægelda læri í ofni eða grilla nauta ribeye við óbeinan hita á grillinu er iGrill kjöthitamælirinn þarfur þjónn sem auðveldar eldamennskuna til muna.

Tækið eldar ekki fyrir þig matinn en hjálpar það mikið til að kjötið ætti að vera nær fullkomið í hvert skipti, sama hvað verið er að grilla.

iGrill tengist við snjallsímann (iPhone eða Android) með Bluetooth og appið sér um rest. Hægt er að fylgjast með hvernig kjötinu líður og appið lætur svo vita þegar að kjörhitastigið nálgast. Algjör óþarfi að stressa sig eitthvað við að ofelda eða enda með hrátt kjöt í miðjunni, iGrill sér um að þetta sé leikur einn.

iGrill fæst í öllum verslunum Símans og kostar 8.990 kr.

Og á meðan kjötið er að ná sínum kjarnhita er auðvitað tilvalið að hlusta á grill lagalistann okkar á Spotify.