Browsing Category

Spotify

Spotify

Spotify lexía #8

12/08/2015 • By

Með aukinni snjalltækjavæðingu bætast við enn fleiri möguleikar til að stýra hinu og þessu. Spotify skelltu nýlega í stuðning við Android Wear, stýrikerfið sem keyrir á mörgum snjallúrum frá LG, Motorola og fleirum.

Með þessari Android Wear virkni er hægt að stýra Spotify frá úlnliðnum með einföldum skipunum á mettíma. Allt á meðan síminn er annað hvort í vasanum eða í hleðslu á öðrum stað í íbúðinni.

Áður en þessi stuðningur var fyrir hendi var einunings einföld fjarstýring í boði sem gat skipt um lög og hækkað og lækkað en nú bætast við fleiri möguleikar.

Þegar Spotify er í gangi á einhverju tæki skynjar Spotify appið í Android símanum það (ef verið er að nota sama aðganginn) og fjarstýring birtist á skjánum sjálfkrafa.
Apparat

Hér sést til dæmis á úrinu mínu að ég er að hlusta á hið frábæra Konami með Apparat Organ Quartet. Ég get stoppað lagið og sett það af stað aftur með einum smelli.

Með því að renna þessum skjá til hægri opnast svo þeir möguleikar að skipta um lag ásamt því að hækka og lækka.

play

Og með því að renna til hægri aftur opnast svo þeir möguleikar að opna sína eigin lagalista og lög sem búið er að stjörnumerkja eða til að velja einhvern af þeim fjölmörgu topplistum sem Spotify býður upp á, sjá ný útgefið efni og margt fleira.

spotify

Þaðan er þá auðvelt að skipta yfir í hvað sem er. Til dæmis að skipta yfir í hinn frábæra nýja möguleika Discover Weekly sem farið var yfir í síðustu Spotify lexíu.

Playlists

Spotify hafa ekkert sagt til um hvað þeir ætli sér að gera með stuðning fyrir Apple Watch en þó er í dag hægt að stýra Spotify með innbyggðu fjarstýringunni sem að á úrinu er. Hún opnast þó ekki sjálfkrafa eins og á Android snjallúri en hana má opna með því að opna annað hvort Remote appið beint frá app skjá eða renna upp frá skjánum á úrinu og renna til hægri þar sem fjarstýringin leynist.

Opinber stuðningur fyrir Apple Watch er þó komin á listann hjá þeim og áhugasamir geta þá sett sitt atkvæði á þann stuðning og fylgst með framvindu mála.


Spotify

Spotify lexía #7

06/08/2015 • By

Bob Geldof og félagar í The Boomtown Rats sungu I Don´t Like Mondays fyrir margt löngu. Lagið samdi Geldof árið 1979 eftir að hafa lesið um skotárás á grunnskóla í Bandaríkjunum þar sem árásarmaðurinn, 16 ára stúlka sagði ástæðuna fyrir gjörðum sínum vera að hún væri ekki hrifin af mánudögum.

Margir tengja gremju og þreytu við mánudaga þó að vissulega sé það einstaklingsbundið.

Vinir okkar hjá Spotify hafa að minnsta kosti lagt sitt af mörkum með því að gera mánudaga talsvert betri fyrir marga, að minnsta kosti þá sem nota Spotify með frábærum nýjum möguleika sem kallast Discover Weekly.

Discover Weekly er lagalisti handa þér sem uppfærður er hvern mánudag af algrímum Spotify þar sem lögin eru allt að því klæðskerasniðin að þínum tónlistarsmekk. Lögin eru valin út frá því sem að aðrir Spotify notendur eru að hlusta á. En ekki bara hvaða notendur sem er heldur þeir notendur sem deila þínum tónlistarsmekk hvaðan sem þeir eru úr heiminum.

Það er mikil list að búa til góðan lagalista, mikið af reglum sem þarf að hafa í huga. Rob Gordon úr hinni frábæru mynd High Fidelity þekkir það manna best. Spotify telja sig ná þeirri list nokkuð vel með þessari viðbót.

Lagalisti þess sem hér skrifar er til dæmis stútfullur af frábæru efni. Lögum með flytjendum sem ég bæði þekki vel og lítið og hef gleymt og því lítið sem ekkert hlustað á ásamt auðvitað flytjendum sem að ég þekki engin deili á.
Finnið ykkar Discover Weekly lagalista með því að:

  • Velja Browse
  • Velja Discover
  • Velja Discover Weekly
  • Byrja að hlusta!

Discover Weekly


Spotify

Síminn+Spotify Session

14/07/2015 • By

Spotify hafa lengi gert efni sem kallast Spotify Sessions en þar fá þeir hina og þessa tónlistarmenn til að taka lagið, oft í skrifstofuhúsnæði sínu eða á hinum og þessum stöðum og setja svo í loftið enda allt tekið upp. Fjölbreytileikinn er lykilinn að því sem þeir gera í þessum Session bálki sínum og við ákváðum að gera slíkt hið sama með íslenskum tónlistarmönnum og á Spotify er því komið efni undir heitinu Síminn+Spotify Session.

Dikta, Vök, Júníus Meyvant og Valdimar voru fengin í þetta skiptið til að koma sínu efni á stafrænt form, öll spila þau eitt lag úr eigin ranni en taka svo ábreiðu (coverlag) frá einhverjum hinna. Allt tekið upp live í Sundlauginni og Stúdíó Sýrlandi.

Dikta taka Color Decay með Júníusi Meyvant, Vök taka Thank You með Diktu, Valdimar taka Before með Vök og Júníus Meyvant gerir Næturrölt með Valdimar að sínu. Ótrúlega fallegar og ólíkar útgáfur allar saman. Við erum virkilega stolt og ánægð með þetta framlag þeirra og erum fáránlega sátt með útkomuna. Enda fátt betra í lífinu til að lyfta manni upp en góð tónlist.

Hljómsveitirnar munu svo stíga á stokk næstu laugardaga á KRÁS götumatarmarkaði í Fógetagarðinum og aldrei að vita nema að eitthvað af þessu efni heyrist þar.
Spotify

Spotify lexía #6

06/07/2015 • By

Í öllum forritum er gott að kunna hinar og þessar flýtileiðir, góðar flýtileiðir nefnilega stytta sporin og láta viðkomandi sem þær brúkar auðvitað líta út fyrir að vera afskaplega töff ofurnotandi.

Í Spotify er nóg af flýtileiðum fyrir lyklaborð, sumar afskaplega einfaldar en aðrar sem gott er að bæta í safnið.

Dæmi um nokkrar þrælmagnaðar flýtileiðir, gilda fyrir PC / Mac.

Spila og stoppa (play/pause) Spacebar / Spacebar
Hækka hljóðstyrk Control – Ör upp / Command – Ör upp
Lækka hljóðstyrk Control – Ör niður / Command – Ör niður
Hámarks hljóðstyrkur (Upp í ellefu) Control – Shift – Ör Upp / Cmd – Shift – Ör upp
Spila næsta lag Control- Hægri ör / Control – Command – Hægri ör
Spila síðasta lag Control – Vinstri ör / Control – Command – Vinstri ör
Gera nýjann lagalista Control – N / Command – N
Fara í leitarglugga Control – L / Command – L

Dæmi um fleiri flýtileiðir má svo finna hér hjá Spotify.

lyklaborð

 


Allt, Spotify

Spotify lexía #5

11/06/2015 • By

Og enn höldum við áfram að segja frá hinu og þessu tengt Spotify sem að okkur þykir merkilegt. Fögnum því að nú telur streymi yfir farsímakerfi Símans ekkert af inniföldu gagnamagni ef Spotify Premium áskriftin er frá Símanum, það eru svokallaðar gleðifréttir.

Deila lögum með öðrum
Ef þú dettur niður á lag sem algjörlega grípur þig gætirðu fundið þörf til að deila gleðinni með öðrum. Það er oft þannig með góða tónlist.

Með því að hægri smella á lag og velja share er bæði hægt að deila því með vinum á Spotify sem og deila á Facebook, Twitter og Tumblr. Það sama gildir svo auðvitað um lagalista, heiluplöturnar og listamenn.

deila

Einnig er hægt að draga lag beint (drag & drop) yfir í tölvupóst og þannig kemur upp tengill í tölvupóstinum, auðvelt og þægilegt.

Hvað eru vinir þínir að hlusta á?
Með því að fara í browse og þaðan í charts má finna nokkra vinsældarlista. Bæði er hægt að sjá hvað er vinsælast í heiminum í dag, hver vinsælustu lögin eru eftir fjölda deilinga (shares) og raðað eftir löndum.

Skemmtilegastur finnst mér þó Friends Top Tracks listinn en þar er búið að raða saman þeim 50 vinsælustu lögum sem vinir mínir eru að hlusta á. Þar finnur maður allt milli himins og jarðar enda misjafnt hvað vinir mínir eru að hlusta á.

Akkúrat núna virðist sigurlagið í Eurovision vera nokkuð vinsælt, alt-J sömuleiðis enda þeir nýbúnir að halda tónleika á Íslandi ásamt auðvitað völdum Disney lögum og íslensku efni, bæði gömlu og nýju.

toptracksfriends

Eltu þína uppáhalds tónlistarmenn
Með því að splæsa í „follow” á listamenn sem þú kannt að meta færðu tilkynningu í hvert skipti sem að nýtt efni kemur frá viðkomandi inn á Spotify.

vokfollow

Þannig kom tilkynning til mín um daginn að nýja smáskífan frá Hjaltalín var mætt inn á Spotify og einnig nýtt efni frá Albert Hammond Jr gítarleikara The Strokes.

Auðvelt og þægilegt.


Spotify

Spotify lexía #4

08/06/2015 • By

Spotify kynnti um daginn nokkrar nýjungar. Ein þeirra var nú að fara í loftið en það er viðbót sem kallast Spotify Running. Akkúrat núna er hún aðeins komin fyrir iPhone en Android er svo handan við hornið.

Mörg höfum við búið til lagalista sérstaklega fyrir hlaupin okkar, já eða skokk eins og það væri í mínu tilfelli. Þar hópar maður saman þeim lögum sem gíra mann upp og ég veit til dæmis oft í hvaða tempói ég er að hlaupa þegar að ákveðið lag kemur upp og þá veit ég hvort að ég þurfi að gefa í, slaka aðeins á eða bara halda sama hraða.

Spotify Running virkar þannig að klæðskerasniðinn lagalistinn er gerður fyrir þig, ekki bara út frá þínum tónlistarsmekk sem auðvitað Spotify þekkir heldur bæta þeir líka við fullt af lögum úr ólíkum tónlistarstefnum sem þeir telja að þér muni líka við.

Galdurinn við Spotify Running er svo Spotify appið skynjar hlaupahraðann þinn og stillir lögin alfarið að honum. Þannig ertu alltaf að hlaupa í takti og tónlistin hjálpar þér að ná settu marki.

Því er hægt að spara tíma og hætta að halda úti sérstökum lagalistum fyrir hlaupin og leyfa einfaldlega Spotify að sjá um þetta fyrir þig. Þú getur þá einbeitt þér að ná betri tíma í næsta hlaupi.

Af stað!


Spotify

Spotify lexía #3

05/06/2015 • By

Eitt af því besta við Spotify eru auðvitað lagalistarnir. Bæði er auðvelt að gera sína eigin en svo er endalaust af úrvali af lagalistum sem gerðir eru af Spotify og notendum Spotify.

Lagalistarnir sem gerðir eru af Spotify eru ekki bara vinsældarlistar heldur líka byggðir upp á listum sem henta ákveðnum tilefnum eða bara stemmningu.

Hægt að gera lagalista sem aðeins eru sjáanlegir þér, hafa þá opinbera og þannig leyfa öðrum að njóta og svo er líka hægt að hafa sameiginlega lagalista sem vinir geta bætt við lögum í. Það er frábært þegar skapa á lagalista fyrir sameiginleg tilefni.

Hægt er að hægri smella á öll lög og bæta þeim þannig við lagalista og líka heilu plöturnar.

playlisti

Prófið ykkur endilega áfram og prófið að smíða ykkar eigin lagalista.

Hér er svo einn lagalisti frá okkur, sérstaklega hentugur fyrir þá sem ætla að grilla um helgina.


Spotify

Spotify lexía #2

01/06/2015 • By

Áfram höldum við að benda á möguleika í Spotify sem kannski allir vita ekki af en gott er að vita af.

Hljómgæði
Hljómgæðin í Spotify eru svo sem ekkert slor en hægt er að stilla þessi gæði bæði í tölvu og í snjallsíma. Nú þegar að Spotify Premium notendur hjá Símanum geta streymt á 0 kr yfir farsímanet Símans er um að gera að skrúfa aðeins upp í gæðunum. Það skemmir ekki fyrir ef hlustað er á alla tónlist heimsins í gegnum góð heyrnartól eða góðar græjur.

Í Spotify appinu er nóg að fara í Settings – Music Quality. Þar er hægt að stilla bæði gæði streymisins og því sem er hlaðið niður í tækið.

Á myndinni hér er t.d. búið að setja streymisgæðin í High Quality en niðurhalsgæðin eru óbreytt. Lagið þarna niðri er hið frábæra Fékkst Ekki Nóg með einni vanmetnustu hljómsveit Íslands, Múgsefjun.

Screenshot_2015-06-01-11-35-31

 

Offline spilun
Þar sem að Spotify treystir á netsamband til að streyma tónlist er líka hægt að vista heilu plöturnar og lagalistana í snjalltækið eða tölvuna. Vissulega tekur slíkt eitthvað pláss á því tæki sem lögin eru vistuð á en það er þó ekkert stórkostlegt magn miðað við margt annað.

Þessi möguleiki er ótrúlega þægilegur sé t.d. verið að fara í flug eða í ferðalag erlendis.

Lögin eru aðeins aðgengileg á tækinu í 30 daga og þarf þá að vista hann aftur eftir það fyrir spilun án netsambands.

Til að vista plötur eða lagalista er nóg að fara á þá síðu og smella á Available Offline hnappinn.

Screenshot_2015-06-01-13-31-40

Hann sést greinilega á meðfylgjandi mynd. Lagið sem er í spilun er hið frábæra Plus Ones með hljómsveitinni Okkervil River. Lagalistinn fyrir áhugasama heitir Tónlistarlegt uppeldi f. Rúnar Skúla og er opinn öllum.

Private Session
Tenging Spotify við Facebook gerir okkur kleift að sjá hvað vinir eru að hlusta á, þannig er gaman að sjá fólk kynna sér öll lögin í Eurovision, vera eitthvað lítil í sér að hlusta á sorgleg lög eða gíra sig upp fyrir hlaup með hörðum takti. Lögin birtast svo líka í Spotify forritinu í þar til gerðum stað fyrir vini að sjá.

En við viljum kannski ekki alltaf að allir sjái hvað við erum að hlusta á. Kannski vill harðkjarna pabbinn ekki að vinir hans sjái að hann taki sín Elton John kvöld eða að nú sé Frozen platan í sífelldri endurspilun.

Með einum takka er hægt að taka alla spilun úr deilingu þannig að aðrir sjái hvað er verið að hlusta á.

Til að setja Private Session í gang er nóg að fara í Settings – Private Session.

Screenshot_2015-06-01-13-21-08

Hér má sjá Private Session í gangi. Lagið í spilaranum er hið hressa sumarlag We´re From Barcelona með sænsku krúttsveitinni I´m From Barcelona.


Spotify

Spotify lexía #1

27/05/2015 • By

Spotify er vissulega einfalt tól til að streyma tónlist, bæði íslenskri og erlendri allan liðlangan daginn.

Hvort sem streymt er í gegnum snjallsíma, spjaldtölvu, PC eða Mac já eða Playstation elta lagalistarnir þínir og öll þín tónlist þig í gegnum öll þín tæki. Og með því að streyma í gegnum farsímanet Símans í dag er það enn auðveldara því streymið telur ekki neitt af inniföldu gagnamagni.

En það er margt hægt að gera á Spotify sem ekki endilega allir vita af.

Leitarglugginn í Spotify er til dæmis mjög öflugur, bakvið hann er öflug og góð leitarvél sem getur aldeilis hjálpað við að finna nákvæmlega það sem hugurinn heimtar að heyra í það og það skiptið. Eða til að finna faldar gersemar og gleymd lög.

Með því til dæmis að setja inn label:smekkleysa kemur allt upp sem tilheyrir íslenska útgefendanum Smekkleysu. Með því að setja inn label:sena kemur allt frá Senu og koll af kolli. Þannig má til dæmis finna gleymda gullmola eins og til dæmis klassíkina Æ með hljómsveitinni Unun og einnig ensku útgáfuna af þeirri plötu sem hét Super Shiny Dreams.

image

Blanda má saman leitarorðum þannig setja inn artist:David Bowie year:1971-1973 og þannig kemur bara upp efni með David Bowie frá Ziggy Stardust tímabilinu hans.

Leitarorð sem hægt er að leika sér með eru t.d. label, year, genre, artist, title. Og fyrir lengra komna má leika sér með boolean strengina AND, OR og NOT.


Spotify

Sumarið hefur aldrei hljómað eins vel!

22/05/2015 • By

Núna geta viðskiptavinir Símans með Spotify Premium streymt ótrúlegu magni af tónlist áhyggjulaust í snjalltækjunum sínum, af því að nú telur streymið ekkert af inniföldu gagnamagni. Að hlusta á Spotify Premium hefur því aldrei verið einfaldara.

Tónlistin streymir því frjáls um farsímanet Símans á meðan keyrt er til vinnu, skokkað í hádeginu, hitað upp fyrir Eurovision, grillað ofan í fjölskylduna og auðvitað allt hitt.

Spotify Premium fylgir í 6 mánuði með öllum Endalaust Snjallpökkum hjá Símanum.

Til að auðvelda upphitun fyrir Eurovision erum við hér búin að skella í einn lagalista með öllum lögunum sem keppa í ár.